Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2022, Page 22
HÖNNUN 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2022 A uður flúrar á Íslenzku húð- flúrstofunni og mynd- skreytir barnabækur í hjá- verkum. Eiginmaður hennar er húsgagnasmiður og vinnur hjá Minjavernd. Saman eiga þau tvö börn, tíu ára dóttur og fjögurra ára son. Fullkomin staðsetning Íbúðin er undir súð og ákaflega hlý- leg og falleg en á þessum tveimur árum hafa hjónin gert hana að sinni. „Hún var frekar illa farin eftir að hafa verið í útleigu, og bauð upp á möguleikann að auka verðmætið mjög mikið með smá snýtingu. Staðsetningin heillaði okkur líka. Það er einhvern veginn allt sem við þurfum í svo mikilli nálægð. Stutt í vinnuna og margir fjölskyldu- meðlimir og vinir í göngufjarlægð,“ segir Auður. Mánuðinn sem þau fengu íbúðina afhenta mátti Auður ekki vinna vegna faraldursins og gat því verið í fullri vinnu í framkvæmdum. „Það þurfti svo sem ekki að gera mikið en við pússuðum og olíubárum gólfið, tókum niður tvo veggi og settum upp einn til að bæta við aukaherbergi fyrir unglinginn. Svo fengum við gefins gult klósett sem við settum upp,“ segir Auður. Héldu í upprunalega útlitið Auður segir þau hafa gert sitt besta til að halda í upprunalegt útlit íbúð- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hansahillan kemur úr ýms- um áttum, en meirihlutinn frá ömmum og öfum. Vildi bara kaupa íbúð með baðkari Uppáhaldsstaður Auðar Ýrar Elísabetardóttur á fallegu heimili hennar Hlíðunum í Reykjavík er baðkarið en Auður setti þau skilyrði þegar hún og eiginmaður hennar Marínó Sigurðsson voru í fasteignaleit að það væri baðkar í henni. Íbúðina keyptu þau haustið 2020 í miðjum heimsfaraldri, sem var eftir á að hyggja ekki mjög sniðugt að sögn Auðar því hún er húðflúrari og var tekju- laus í þrjá mánuði vegna lokana. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Tekkskrifborðið smíðaði Marínó, eig- inmaður Auðar. Auður Ýr Elísabetardóttir hef- ur búið sér og fjölskyldu sinni ákaflega hlýlegt og fallegt heimili í Hlíðunum í Reykjavík. Auður valdi flesta litina á veggi íbúð- arinnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.