Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s |
Frítt
KYNN INGARBL
AÐALLT
FIMMTUDAGUR 12. janúar 2023
thordisg@frettabladid.is
Það gustar af bresku konungs-
fjölskyldunni þessa dagana, rétt
eins og af gusti vetrarins. Þannig
skartaði Katrín prinsessa af Wales
gullfallegri ullarkápu þegar hún
sást fyrst á meðal almennings eftir
að mágur hennar, Harry prins,
opnaði sig upp á gátt um samband
sitt við Kötu í nýútkominni bók
sinni, Varaskeifunni (e. Spare).
Það sást til Kötu skutla börnum
sínum í skólann, alvarlegri í bragði.
Hún var glæsileg að vanda, með
brúntóna förðun, slegið hár og
klædd kamellitaðri kápu, þeirri
sömu og hún klæddist í opinberri
heimsókn til Scarborough fyrr í
vetur. Kápan er frá Max&Co.
Erfitt að fela einkalífið
Í viðtali við sjónvarpsstöðina ITV
á sunnudagskvöld ræddi Harry um
það uppátæki breskra fjölmiðla
að kalla prinsana og konur þeirra,
Kötu og Meghan, „hin fjögur frá-
bæru“ (e. the fab four) en það hafi
aukið á samkeppni á milli þeirra.
„Ég vonaði alltaf að okkur
fjórum kæmi vel saman. En mjög
fljótlega breyttist það í Meghan
á móti Kötu,“ sagði Harry og hélt
áfram: „Þegar slíkt gerist opinber-
lega er engin leið að fara í felur með
það. Sérstaklega þegar dagblöðin
leynast í öllum skúmaskotum til
að fylgjast með hverju skrefi fjöl-
skyldunnar.“ n
Fjögur frábæru
Katrín prinsessa í ullarkápunni góðu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Það þarf engin föt í flæði
Tónskáldið Arngerður og kvikmyndagerðarkonan Eydís Eir hafa vakið verðskuldaða at-
hygli í tónlistar- og kvikmyndageiranum undanfarið. Þær standa fyrir einstökum viðburði
um helgina þar sem kvikmyndatónlist kvenna er í sviðsljósinu.
Eydís (t.v.) og Arngerður standa að Lokki kvikmyndartónlistarviðburði. Nafnið er tekið úr fornnorrænu og var notað um sérstakt hljóð sem lætur röddina
heyrast langar vegalengdir. Með Lokki vilja þær beina kastljósinu að konum og öðrum kyngervum en körlum í tónlist og kvikmyndagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/
ERnIR
jme@frettabladid.is
Arngerður María Árnadóttir og
Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir
reka saman framleiðslufyrirtækið
Anima Productions. Eydís Eir er
sjálfstætt starfandi leikstjóri og
höfundur og menntuð í kvik-
myndagerð frá FAMU. Arngerður
er menntaður organisti, kórstjóri
og tónskáld, er sjálfstætt starfandi
tónlistarkona og tónskáld og er í
tónlistarhópnum Umbru.
Pönk og glimmerkjólar
Báðar hafa skapað sér fjölbreyttan
fatastíl sem endurspeglar per-
sónuleika þeirra. „Ég get verið
rosa pönk, villt og tryllt, klætt
mig alla í latex eða verið klassísk í
fínum svörtum pin-up kjól. Er svo
í jarðlitum næsta dag í prjónuðum
kjól með hatt,“ segir Eydís Eir og
bætir við: „Í gær fór ég í skotapils,
moonboots bomsur og pels. Vana-
lega er ég með nokkrar leðurbuxur
í gangi. Ég er líka mikið með hatta
og þessa dagana ég elska litríkar
dragtir. Rauða flauelsdragtin mín
er guðdómleg. Ég er dýrka líka heil-
galla sem eru alltaf þægilegir og á
veturna bý ég í silfursnjógallanum
mínum. Einnig fíla ég hálsklúta
og slæður og á einn tímalausan
úr silki frá Hermés sem ég nota
endalaust og á marga vegu. Töff
sólgleraugu gera svo gæfumuninn.“
„Minn stíll byggir aðallega
á þægilegum fötum í litum og
gjarnan með mynstrum. Ég held
ég eigi kjóla í nánast öllum litum
og marga glimmer líka sem ég hef
gaman af að klæðast við ákveðin
tækifæri. Þægilegir skór, eins og
strigaskór og svartir grófir skór eru
líka möst hjá mér,“ segir Arngerður.
Notað frekar en nýtt
Báðar eru á þeim buxunum að
kaupa frekar notað en nýtt, en þær
neita sér þó ekki um nýjar flíkur ef
svo ber undir. „Kannski má segja
að ég hafi einum of gaman af því
að kaupa föt, sérstaklega peysur
og kjóla, og verð að viðurkenna
að ég á óþarflega mikið. Það gerir
bara svo mikið fyrir mig að vera í
fallegum og helst litríkum fötum.
Ég kaupi helst notað á Íslandi.
Verslanahöllin á Laugavegi er
uppáhaldsbúðin mín og ég kíki
líka reglulega í Hringekjuna. Ég
freistast þó stundum til að kaupa
nýtt þegar ég er í útlöndum en
reyni að halda því í lágmarki,“
segir Arngerður.
„Notað klárlega. Ég elska ein-
staka hluti, sem enginn annar á og
þræði nytjamarkaði hér heima og
erlendis. Báðar systur mínar, Þóra
Hlíf og Eygló, eru algjörar tísku-
dívur og ef mig vantar eitthvað fínt
fæ ég lánað frá þeim. Þær senda
mér reglulega hlekki á netversl-
anir: „Þetta er svo mikið þú,“ segja
þær og þá kannski kaupi ég
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is
KYNN INGARBLAÐ
FIMMTUDAGUR 12. janúar 2023
HM í handbolta
fréttablaðið/getty
Yngri flokkar í handbolta!
GENERATION HANDBALL DANMÖRK 31. JÚLÍ – 5. ÁGÚST 2023
Skráning og upplýsingar:sport@visitor.is HAMRABORG 20 - SÍMI 578 9888
HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 18
Sólveig Anna
svarar fyrir
Eflingarjakkana
8 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | F I M M t U D A g U R 1 2 . j A N ú A R 2 0 2 3
LíFið | | 20
Menning | | 19
LíFið | | 22
|
SérbLað uM hM | | 2
Katrín spáir Íslandi
fimmta sæti á HM
Urðu heltekin af
morðóðum
hjónum
Frægustu
jakkar allra
tíma
Útsalan er líka í vefverslun
Skoðaðu
útsölublaðið
Sparaðu tímann
og gerðu einfaldari
innkaup á netto.is
Hrikta mun í stoðum
atvinnulífsins og einkum hjá
ferðaþjónustunni eftir aðeins
rúmar tvær vikur ef verkföll
hjá Eflingu verða samþykkt.
bth@frettabladid.is
K jAR A M áL „Það er gríðarlega
alvarleg staða í uppsiglingu,“ segir
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, um verkfall hjá Eflingu.
„Ef verður verkfall verður það
alfarið löglegt verkfall,“ segir Stefán
Ólafsson, starfsmaður Eflingar og
fyrrverandi prófessor í félagsfræði.
„Það er enginn að hugsa um alls-
herjarverkfall núna en það þarf
ekki alltaf marga starfsmenn sem
leggja niður vinnu til að áhrifin í
samfélaginu geti orðið mjög mikil,“
segir Stefán.
Sérstök hætta steðjar að ferða-
þjónustu, samgöngum og flutning-
um hér á landi ef til verkfalla kemur.
Sá starfsmannahópur sem um ræðir
vinnur meðal annars við ræstingar,
ýmsan akstur og uppskipun. Olíu-
flutningar gætu einnig komist í upp-
nám.
Verkfall er versta mögulega nið-
urstaða úr kjaraviðræðum að sögn
Jóhannesar Þórs.
„Fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í
dag, einkum hótel og rútufyrirtæki,
kæmi upp skelfileg staða ef verkföll
skella á,“ segir hann. Fyrirtækin séu
nýkomin út úr tveggja ára heimsfar-
aldri með gríðarlegum tekjumissi
þar sem eigið fé hafi brunnið upp.
Verkföll yrðu ekki bara ferðaþjón-
ustufyrirtækjum dýr heldur myndi
allt samfélagið verða fyrir gríðar-
legu tjóni að hans sögn.
„Ef lingarfólk hlýtur að hugsa
sig tvisvar um áður en fólk greiðir
atkvæði með verkfalli og kastar
milljarða kjarabótum frá sér aftur-
virkt,“ segir Jóhannes Þór.
Stefán segir kröfu Ef lingar tví-
þætta, nýja launatöflu og sérstaka
framfærsluuppbót vegna aukins
húsnæðiskostnaðar á höfuðborg-
arsvæðinu samanborið við lands-
byggðina.
Það mun taka Eflingarfólk eina
viku að kjósa. Um viku síðar gæti
komið til aðgerða þannig að áhrif
eru hugsanleg fyrir mánaðamót. n
Óttast mikil áhrif verkfalls
Það þarf ekki alltaf
marga starfsmenn sem
leggja niður vinnu til
að áhrifin í samfélag-
inu geti orðið mjög
mikil.
Stefán Ólafsson, starfsmaður
Eflingar og fyrrverandi prófessor
í félagsfræði
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Svíþjóð í kvöld gegn Portúgölum. Létt var yfir Bjarka Má Elíssyni og félögum á æfingu í gær. MYnd/hSí
HANDbOLtI „Ég játa að ég beit það í
mig hér á árum áður að ef það hljóp
köttur fyrir bílinn hjá mér á leiðinni
í leik þá sneri ég við og fór einhverja
aðra leið að leikstað,“ segir lands-
liðsþjálfari Íslands, Guðmundur
Guðmundsson.
Landsliðsþjálfarinn hefur síðan
losnað við hjátrúna en sumir leik-
mannanna hafa fasta liði sem gera
þurfi fyrir leiki. Björgvin Páll Gúst-
avsson markvörður reyndi að losna
við hjátrúna. Í dag lætur hann nægja
að kyssa stangirnar tvær og slána á
markinu og línuna á gólfinu – fyrir
börnin sín. Sjá Síðu 2
Mátti alls ekki sjá
ketti undir stýri
Guðmundur
Guðmundsson