Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 11
Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli „Við höfum það sem til þarf … Við erum að bjarga heil- brigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngunum frá langvinnri van- rækslu og ásælni peningaaflanna í landinu … Erum við ekki ánægð með aukið fjármagn til heilbrigðismála?“ Þetta eru tilvitnanir í ræðu Svandísar Svavarsdóttur ráðherra í sjónvarpsumræðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í desember 2017. Órímað Hverri afgreiðslu fjárlaga og fjár- málaáætlunar síðan hafa fylgt yfirlýsingar um risahækkun á fjárveitingum til heilbrigðismála. Þannig hefur ríkisstjórnin samtals tólf sinnum kynnt ákvarðanir um hækkun framlaga. Fréttir af vandræðum og jafnvel neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu eru hins vegar f leiri nú en áður en þessi samfellda lota hófst með tveimur árlegum ákvörðunum um viðbótarfjárveitingar. Fjárlagaumræðan rímar ekki við fréttaumræðuna. Atómljóð þóttu að vísu bylting í ljóðagerð þótt þau væru órímuð. En rímleysið í heil- brigðisumræðunni endurspeglar ekki neins konar byltingu. Peningar Rímleysið stafar af því að ríkis- stjórnin og stjórnendur spítalans nota ólíka mælikvarða. Ríkis- stjórnin segir satt að því leyti að hún reiðir fram mun fleiri krónur. Stjórnendur heilbrigðiskerfisins þurfa hins vegar að vega kaupmátt hverrar krónu í ljósi verðbólgu og launahækkana. Veruleikinn er sá að kaup- máttarkrónum, sem veitt er til heilbrigðiskerfisins, hefur ekki fjölgað. Heilbrigðisáætlun til 2030 var samþykkt samhljóða á Alþingi fyrir fjórum árum. Það er því ekki stór ágreiningur um skipulag og markmið. Pólitíski ágreiningurinn snýst um peninga. Annars vegar er ágreiningur um það hvort stækka á sneiðina, sem heilbrigðiskerfið fær. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hvernig afla ætti aukinna fjármuna. Hlutdeildin Stjórnarflokkarnir þrír hafa í framkvæmd talið aðra hagsmuni mikilvægari en aukna hlutdeild heilbrigðiskerfisins í þjóðarút- gjöldum. Framsókn og VG voru þó á annarri skoðun fyrir kosning- arnar 2017. Samfylking og Viðreisn hafa talað fyrir því að þetta hlutfall ætti að vera nær því sem er á öðrum Norðurlöndum. Til þess að ná því markmiði þarf annað hvort að hækka skatta eða lækka hlutdeild annarra útgjalda- liða og færa til heilbrigðiskerfisins. Kostirnir Ríkisstjórnin hefur hækkað fjár- magnstekjuskatt án þess að heil- brigðiskerfið hafi notið ávinnings af því. Hækkun skatta þeirra allra tekjuhæstu gæti hjálpað, en þó aðeins leyst lítinn hluta vandans. Auðlindagjald má auðveldlega hækka. En jafnvel tvöföldun þess gæfi varla meira en tíunda hluta þess sem þarf. Ríkissjóður ver hins vegar marg- falt hærra hlutfalli útgjalda sinna í vaxtagreiðslur en nokkurt annað Norðurlanda. Með því að koma vaxtahlutfallinu niður á sama stig og þar mætti líka koma hlutfalli heilbrigðisútgjalda upp á sama stig. Með tvöföldun auðlindagjalds og afmörkuðum skattahækkunum þarf að auki kerfisbreytingu til að lækka vaxtagjöld eða gífur- lega almenna tekjuskattshækkun. Þetta eru kostirnir, sem pólitíkin þarf að taka afstöðu til. Pólitíkin Samfylking og Viðreisn voru sammála um að skapa svigrúm til að auka hlut heilbrigðismála með kerfisbreytingu í peninga- málum. Nú hefur Samfylkingin lagt slíkar hugmyndir til hliðar og ætlar alfarið að ná því marki með skattahækkunum. Stjórnarflokkarnir vilja svo alls ekki kerfisbreytingu á þessu sviði. Eftir stendur að Viðreisn ein talar fyrir kerfisbreytingu til að lækka vaxtaútgjöld og auka heilbrigðisút- gjöld. Hvort heldur menn tala um skattahækkanir eða kerfisbreyt- ingu til að leysa vandann er þetta verkefni, sem tekur að minnsta kosti áratug. Fyrir kosningarnar 2017 boðaði VG nákvæmlega sömu lausn og Samfylkingin nú. Eftir stjórnar- myndun spurði forysta VG hvort þjóðin væri ekki jafn ánægð og hún sjálf. Neikvæðum svörum fjölgar með hverju ári. Samfylkingin lofar að gefa ekki þumlung eftir með skattahækk- anir. Féll VG á prófinu með því að setja ekki slíka úrslitakosti? Eða voru skattahækkunaráformin ein- faldlega ekki raunhæf? Umræðan Val um leiðir til að afla fjármuna eða færa þá til skiptir mestu máli fyrir umræðuna um bætta heil- brigðisþjónustu. Það er ekki nóg að pólitíkin ræði þær leiðir. Kjósendur þurfa líka að taka afstöðu til þeirra. Og heil- brigðisstarfsfólk getur ekki látið sem sá hluti umræðunnar komi því ekki við. Það er vandalaust að tala fyrir auknum útgjöldum. Hitt er þraut að finna peningana. Þar er ekkert ókeypis og án hliðarverkana. n Erum við ekki ánægð? Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Fasteignablaðið Fasteignablað Fréttablaðsins kemur út alla þriðjudaga FIMMTUDAGUR 12. janúar 2023 Skoðun 11Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.