Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 10
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Nýjustu vendingar í þessu banka sölu­ klúðri eru einstaklega afhjúpandi fyrir það spillta sam­ félag sem enn þrífst á Íslandi. Jafnlauna­ staðallinn hefur ekki bein áhrif á launamun kynjanna. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is  benediktboas@frettabladid.is Einfalt að vera snillingur Samfélagsmiðlastjóri RÚV, Atli Fannar Bjarkason, fór mikinn í Dr. Football þar sem hann fann HSÍ nánast allt til foráttu varðandi samfélagsmiðlakunnáttu sam- bandsins. Skildi til dæmis ekki af hverju HSÍ væri ekki að græða peninga á samfélagsmiðlum. Atli sagði í þættinum frá sínum eigin verkum á RÚV og hvað RÚV væri frábært á öllum samfélags- miðlum. Galdurinn, samkvæmt Atla, við að vera frábær á sam- félagsmiðlum er að taka það sem er gott á dagskrá RÚV og setja á samfélagsmiðla. Það væru nú allir töfrarnir. Hvort sem það væru hlutar af Ára móta skaupinu, eða uppistandi Sóla Hólm og horfa á lækin hrúgast inn. Milljarða forskot Eins og RÚV-urum er tamt er lítill skilningur á öðru umhverfi en að fá gefins milljarða. Ef HSÍ fengi sömu milljarða gefins á ári og RÚV væri pottþétt samfélags- miðlastjóri innan HSÍ. Það væri jafnvel hægt að ráða heila deild og sérstakan starfsmann til að sinna TikTok eins og á RÚV. HSÍ fær því miður ekki alla þessa milljarða og getur því ekki verið að klippa efni í eina klippu á samfélagsmiðlum. Það að hlusta á RÚV-ara með sína áhyggjulausu milljarða í vasanum gera grín að hvað HSÍ sé lélegt á samfélags- miðlum er sönnun þess að ríkis- miðillinn er á villigötum. n Þórunn Svein- bjarnardóttir þingkona Sam- fylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands Nýr jafnlaunastaðall var lögfestur með lúðrablæstri fyrir fimm árum og fullyrt að hér væri loks komið verk- færi sem gæti útrýmt launamun kynjanna. Ekki var hlustað á efasemdaraddir eða réttmætar athugasemdir um takmarkanir þessa verkfæris. Nýbirtar niðurstöður rannsóknar þriggja fræðikvenna við Háskóla Íslands í Stjórnmálum & stjórnsýslu varpa skýru ljósi á það, sem alltaf var vitað, að innleiðing jafnlaunavottunar tekur ekki á undirliggjandi vanda á kynskiptum vinnu- markaði. Jafnlaunastaðallinn hefur ekki haft bein áhrif á launamun kynjanna og getur mögulega fest í sessi rök fyrir ólíku virðismati hefðbundinna karla- og kvenna- starfa. Með öðrum orðum, staðallinn ryður ekki kerfis- lægum hindrunum á vinnumarkaði úr vegi. Fjöldi stofnana og fyrirtækja innleiðir margs konar staðla í starfsemi sína, m.a. til að tryggja öryggi og gæði framleiðslu og þjónustu. Slík innleiðing er sjálfviljug, aldrei bundin í lög og eðlilegur hluti af gæðastarfi. Í þessu ljósi var lögfesting á innleiðingu jafnlaunastaðals frá upphafi umdeilanleg. Vel má vera að jafnlauna- vottun kveiki vitund stjórnenda um virði starfa og mismunandi launasetningu starfa en það er ekki nóg, því að viðmið staðalsins eru huglæg og handahófs- kennd og því ekki samanburðarhæf á milli stofnana og fyrirtækja. Það er stærsti galli staðalsins og sést til dæmis á því að starfaflokkun og launagreining er ekki samræmd. Annað atriði sem ber að nefna er að lítið sem ekkert eftirlit er með því hvernig innleiðingin er vottuð af þar til gerðum aðilum. Íslensk fyrirtæki og stofnanir sem lögin ná yfir hafa varið háum fjárhæðum og dýrmætum tíma í innleiðingu og vottun jafnlauna- staðalsins á undanförnum árum, staðals sem breytir litlu sem engu þegar kemur að stærstu viðfangsefn- unum á vinnumarkaði: kynskiptingu hans og lágu virðismati hefðbundinna kvennastarfa. Niðurstaða rannsóknarinnar gefur tilefni til að horfast í augu við mistökin sem gerð hafa verið og setja kraftana í raun- verulegar umbætur á vinnumarkaði. n Gagnslaus jafnlaunavottun - einfaldara getur það ekki verið! Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir efnahagshrunsins fyrir bráðum hálfum öðrum áratug var með þeim þykkari sem settar hafa verið saman hér á landi. Óvíst er hversu margir lásu hana – og álíka óljóst hversu mikið landsmenn hafa lært af henni. Viðskiptalífið reynir enn að fara á svig við siðareglur og landslög, sem þykir eftir sem áður vera til marks um útsjónarsemi og áræðni þeirra sem ákafast ætla að græða, fremur en ábyrgð og vandvirkni. Þetta hefur opinberast í útboði Banka- sýslunnar á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Þar var gengið svo hratt um gleðinnar dyr að mörgum er til efs að ríkjandi stjórnvöldum verði leyft að selja frekari hluti í bankanum. Og það er synd, því ríkið á ekki að þenja sig á þessum vettvangi áhættu- og samkeppnisreksturs, en fráleitt er að það haldi utan um stærsta eignarhlutinn í íslensku fjármálalífi. Nýjustu vendingar í þessu bankasöluklúðri eru einstaklega afhjúpandi fyrir það spillta samfélag sem enn þrífst á Íslandi, og mun sjálf- sagt áfram gera í samfélagi þar sem glæpir og afbrot eru flokkuð eftir því hverjir standa að þeim. Margt bendir til þess að starfsmenn Íslands- banka hafi nýtt sér innherjaupplýsingar til að auðgast sjálfir á útboði Bankasýslunnar á síðasta ári. Þeir hafi haft innanhússforskot á aðra kaupendur – og nýtt sér það óspart. Öðru- vísi verður frummat fjármálaeftirlits Seðla- banka Íslands á framkvæmd útboðsins ekki skilið. Í matinu kemur fram að eftirlitið telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn ákvæðum laga og reglna sem gilda um bankann og starf- semi hans. Forkólfar Íslandsbanka hafa séð sig knúna til að senda frá sér tilkynningu vegna frum- matsins, þess efnis að sáttaferli sé hafið á milli bankans og eftirlitsins. Heyr á endemi – og er hér ólíku saman að jafna við það sem yfirmenn bankans hafa áður haldið fram, en þeir hafi einmitt farið að öllum settum reglum við sölu- ferlið. Af hverju í ósköpunum þarf hann þá að taka þátt í sáttameðferð með Seðlabanka Íslands? Það verður ekki túlkað öðruvísi en svo að hann viðurkenni að lög hafi verið brotin innan bankans – og að grandalausir eigendur hans, almenningur, þurfi nú að sæta því að bankinn greiði háa sekt vegna lögbrota. Og til að kóróna vitleysuna eru bankamenn- irnir nú komnir í meðferð. n Sátt fyrir suma Skoðun Fréttablaðið 12. janúar 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.