Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 4
kristinnpall@frettabladid.is Árborg „Á nýju Selfosshöllinni er búið að stunda veggjakrot í óleyfi og búið að spreyja yfir rándýra grjót- hleðslu á hlið hússins sem verður erfitt að hreinsa,“ segir Kjartan Björnsson, formaður frístunda- og menningarnefndar og forseti bæjar- stjórnar Árborgar. Á síðast a f undi bæjar ráðs Árborgar var rætt um fyrirspurn lögreglunnar um refsiaðgerðir vegna skemmdarverka sem aukist hafi á síðustu mánuðum. „Þessu hefur iðulega verið tekið sem unglingum að leika sér, en menn verða að átta sig á því að það er verið að skemma og eyðileggja eignir samfélagsins. Það verður að taka fast á þessu máli,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hafa verkferlar ekki verið skýrir í þessum málum og hvort hægt sé að kæra eða slíkt. Ástæðan fyrir þessari bókun sé að verkferlarnir hafi ekki verið skýrir í tilvikum eins og þessum, hvort það sé hægt að kæra. Fyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með þessa hegðun. n Það verður að taka fast á þessu máli. Kjartan Björns- son, formaður frístunda- og menningar- nefndar Það er gríðarlega alvarleg staða í upp- siglingu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri SAF bth@frettabladid.is Umferðaröryggi Vísbendingar eru um að yngri atvinnubílstjórar á f lutningabílum kunni sér ekki hóf í f lóðlýsingu er þeir mæta bílum í myrkri á þjóðveginum. Guðmundur Hagalín Guðmunds- son rafmagnsverkfræðingur segir sannarlega dæmi um að bílstjórar stórra flutningabíla flóðlýsi litla bíla sem komi á móti ef þeim líkar ekki meðhöndlun þeirra á ökuljósum. Guðmundur segir að í seinni tíð með batnandi ljósabúnaði sé flóð- lýsing á þökum flutningabíla orðin staðalbúnaður. „Ef f lutningabílstjóra er gefið merki um of há ljós með einu snöggu blikki svarar hann ekki í sömu mynt með háa geisla síns öku- tækis heldur setur flóðljósin á. Það er að mínu mati ekki spurning hvort slys verður af þessu athæfi heldur hvenær,“ segir Guðmundur. Einkum eru það yngri bílstjórar að sögn Guðmundar sem líta á flóð- ljósabúnað á þaki bíla sinna sem löglegan búnað til að beita á aðra ökumenn við akstur. „Það getur ekki endað öðruvísi en með stórslysi þegar þeir beita flóðljósum í myrkri á ökutæki sem kemur úr gagnstæðri átt. Að gera slíkt má jafna við að beina hlöðnu skotvopni að öðrum einstaklingi.“ Samgöngustofa segir að svona breytni sé refsiverð og beri að kæra fyrrgreind brot til lögreglu. Eimskip er meðal þeirra fyrir- tækja sem senda fjölda bíla dag hvern um þjóðvegi landsins með margs konar farm. Edda Rut Björns- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Eim- skipi, segir að félagið hafi heyrt af svona málum, að ökumenn lítilla bíla lendi í vanda vegna of mikillar lýsingar frá flutningabílum. „Það er mikilvægt að þessi stóru ökutæki séu búin góðum ljósum enda keyra þau í alls kyns aðstæð- um. Á sama tíma er mikilvægt að rétt sé farið með þau,“ segir Edda. Farið er yfir notkun flóðljósa með ökumönnum á árlegum forvarnar- fundum hjá fyrirtækinu. „Eimskip leggur mikla áherslu á öryggi og til- litssemi í umferðinni,“ segir Edda. Stór ökutæki fá undanþágu frá reglugerð til að nota ljóskastara að því er fram hefur komið í svörum frá Samgöngustofu. Samkvæmt lögreglumönnum sem rætt hefur verið við eru flestir atvinnubílstjórar til fyrirmyndar. n Segir unga atvinnubílstjóra beita fljóðljósum er síst skyldi Edda Rut Björns- dóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskipi Hrikt gæti í stoðum sam- félagsins eftir aðeins rúmar tvær vikur ef verkföll hjá Eflingu verða samþykkt. Sam- tök ferðaþjónustunnar brýna félaga Eflingar til að hugsa sig tvisvar um. Ný launatafla er bitbein. bth@frettabladid.is KjaramÁl „Það er gríðarlega alvarleg staða í uppsiglingu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Ef verkföll starfsmanna Eflingar verða að veruleika steðjar sér- stök hætta að ferðaþjónustu, sam- göngum og flutningum hér á landi. Mögulegt er að áhrifanna fari að gæta eftir hálfan mánuð. Verkfall er versta mögulega nið- urstaða úr kjaraviðræðum að sögn Jóhannesar Þórs. „Fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í dag, einkum hótel og rútufyrirtæki, kæmi upp skelfileg staða ef verkföll skella á,“ segir hann. Fyrirtækin séu nýkomin út úr tveggja ára heimsfar- aldri með gríðarlegum tekjumissi þar sem eigið fé hafi brunnið upp. Verkföll yrðu ekki bara ferðaþjón- ustufyrirtækjum dýr heldur myndi allt samfélagið verða fyrir gríðar- legu tjóni að hans sögn. „Ef lingarfólk hlýtur að hugsa sig tvisvar um áður en fólk greiðir atkvæði með verkfalli og kastar milljarða kjarabótum frá sér aftur- virkt,“ segir Jóhannes Þór. Kröfur Ef lingar eru að grunn- laun hækki um 40.000 til 65.000 krónur auk framfærsluuppbótar. Halldór Benjamín Þorbergsson, hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að himin og hafi beri á milli deilenda. Eflingarfólk losar ríf lega 20.000 Verkföll fárra gætu haft mikil áhrif Mikill hiti skap- aðist árið 2019 þegar starfsfólk á hótelum lét sverfa til stáls. Mögulegt er að sagan endurtaki sig. fréttablaðið/ anton brink manna hóp. Sá starfsmannahópur sem um ræðir vinnur meðal annars við ræstingar, ýmsan akstur og upp- skipun. Olíuflutningar gætu komist í uppnám en mestu áhrifin yrðu á hótel og rútubílafyrirtæki. Stefán Ólafsson, starfsmaður Eflingar og fyrrverandi prófessor í félagsfræði, segir fyrir hönd Efl- ingar að tvennt skýri einkum að Efling hafi ekki gengið sömu götu og önnur félög á undan. Krafa Eflingar sé að launataf la starfsfólks verði byggð upp með nýjum hætti, öðru- vísi en hjá Starfsgreinasambandinu. „Samsetning okkar félagsmanna hvað varðar störf og starfsaldur er önnur. Okkar fólk er almennt með skemmri starfsaldur en verkafólk á landsbyggðinni. Launatafla Starfs- greinasambandsins skilar okkur lægri launum hér á höfuðborgar- svæðinu en úti á landi,“ segir Stefán. Hin krafan er að félagsmenn Efl- ingar fái sérstaka framfærsluuppbót vegna aukins húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu samanborið við landsbyggðina. „Þeir hafa algjörlega slegið sér- staka framfærsluuppbót út af borðinu,“ segir Stefán um Samtök atvinnulífsins. „En ég átti von á því á síðasta fundi að þeir myndu opna á nýja launatöflu.“ Það mun taka Eflingarfólk eina viku að kjósa. Um viku síðar gæti komið til aðgerða. Samkvæmt sumum heimildum gætu orðið skæruverkföll. „Ef verður verkfall verður það alfarið löglegt verkfall,“ segir Stefán. „Það er enginn að hugsa um alls- herjarverkfall núna en það þarf ekki alltaf marga starfsmenn sem leggja niður vinnu til að áhrifin í samfélag- inu geti orðið mjög mikil.“ n Spreyjuðu yfir rándýra hleðslu 4 Fréttir 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.