Fréttablaðið - 12.01.2023, Side 14

Fréttablaðið - 12.01.2023, Side 14
 C-YOUR-IMMUNITY® fæst í Apótekaranum, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Lyf & heilsu, Nettó og á goodroutine.is K A V IT A Vörn í vetur, alla daga C-YOUR-IMMUNITY® fyrir öflugt ónæmiskerfi Einstök blanda með c-vítamíni, quercetin, hesperidin og bromelain Á viðburðinum verða einnig pallborðsumræður með innlendu og erlendu fagfólki innan kvikmynda- og tónlistarbrans- ans. Meðal annars mætir Sue Crawshaw, sem er einna þekktust fyrir umsjón tónlistarinnar í Netflixþáttaröðinni Crown. Fréttablaðið/Ernir það. Ég elska líka nýjar gjafir og dreymir um ný Louboutin-stígvél með rauðum sólum. Ég verð þó að vera í ákveðnu skapi þegar ég kaupi föt og geri það vanalega þegar ég neyðist til þess. Ég hef til dæmis aldrei farið í sérstaka versl- unarferð erlendis. En þegar ég dett í gírinn getur alveg verið gaman. Ég fór í Hringekjuna um daginn, ætlaði bara að kíkja aðeins. Þá var bara dj og frír bjór og ég skemmti mér helvíti vel,“ segir Eydís og hlær. Fötin og sköpunin Hafa fötin áhrif á sköpunargáfuna – eða öfugt? „Já, svei mér þá! Falleg, litrík og þægileg föt hafa jákvæð áhrif á mína líðan og ég held að það endurspeglist í tónlistinni. Ég held að maður hljóti að vinna betur ef manni líður vel með sjálfan sig,“ segir Arngerður. Eydís segir að vel- líðan skipti mestu máli fyrir sköp- unargleðina. „Að vera í jafnvægi, stunda hreyfingu, gott mataræði og hugarró. Þá kemst ég í f læði. Það þarf engin föt í f læði. En föt skapa auðvitað öryggi og vellíðan. Innra og ytra lag skipta mig máli, meira að segja nærfatnaðurinn. Ég væri til í að sjá meira af því í íslenskri hönnun. Agent Provocateur mætti alveg opna verslun hér,“ segir Eydís. Fylgist þið með tískunni? Og íslenskri fatahönnun? „Að einhverju leyti, en meira svona þegar mér hentar. Ég verð líka að viðurkenna að mér finnst mjög gaman að detta inn í hönn- unarbúðir og skoða þær reglulega,“ segir Arngerður. „Systur mínar fylgjast meira með og deila með mér á Pinterest. Mig dreymir svo um að fá mér stílista í mánuð og prófa allt sem hann segir mér að prófa. Ég gúgla oft íslenska hönnuði til að finna eitthvað íslenskt, til dæmis fyrir hátíðirnar sem ég fór á með kvikmyndina mína, en verð að viðurkenna að það var erfitt að finna eitthvað. Oft voru flíkurnar ekki til á lager því þær eru framleiddar í litlu upplagi, en það er það sem ég fíla. Ég fylgist mikið með Spaksmannsspjörum. Einnig fylgist ég með Ýr Þrastar- dóttur, One Creation og Hall- dóru Sif sem reka Apotek Atelier á Laugaveginum. Yeoman er líka mjög áberandi en ég þarf að gefa mér tíma til að kíkja í leiðangur með tískusystrunum mínum að máta meira af íslenskri hönnun. Ég vil endilega fá ábendingar um íslenska hönnun til að prófa,“ segir Eydís. Flíkurnar á myndunum Á forsíðumyndinni skartar Arn- gerður gullfallegum rauðum kjól og Eydís dásamlegri rauðri blómadragt. „Kjólinn rakst ég á í Verslanahöllinni í nóvember og féll fyrir honum. Sniðið geggjað og liturinn ekki síður. Ég er mikið fyrir stóra eyrnalokka og þessa keypti ég í hönnunarbúð í Lissa- bon í haust. Skórnir eru Vagabond, ég nota ekki mikið hælaskó en þessir eru mjög þægilegir og passa við flest,“ segir Arngerður. „Þessi pixlaða dragt er sumarleg, en samt eitthvað svo töff fyrir alls konar tilefni, var í henni á Airwaves og elska hana. Græna leðurtaskan er úr leðurbúð í Feneyjum. Fullkomin litapalletta,“ segir Eydís. Um fatnaðinn á myndinni að ofan segir Eydís: „Dressið er nærri allt second hand. Ég fann pelsinn notaðan í Gyllta kettinum. Það var pottþétt leikglaður hönnuður sem setti hann saman. Kraginn er minkur og ermarnar teknar af. Hann er með götótta vasa en er ótúlega töff við alls konar. Ég mæli með að mæta þangað á sumrin að kaupa pelsa. Afgreiðslu- dömurnar þar eru líka eðalkonur. Leðurskórnir eru úr Lólu Flórens, uppáhalds kaffihúsinu mínu. Hattinn fékk ég í skosku hálönd- unum. Slæðan er 100% silki frá sænska hönnuðinum Filippu K. Ég gramsaði eftir henni í Konukots- markaðinum og fékk á undir 500 krónum,“ segir Eydís. „Buxurnar og kápan eru úr Verslanahöllinni en bolurinn er keyptur á útsölurekka í H&M. Eyrnalokkana þykir mér mjög vænt um. Þeir eru ekta silfur og keyptir á markaði í Gdansk. Ég stunda það að finna mér fallega eyrnalokka, helst í hverri borg sem ég heimsæki og þá er einmitt heppilegt að ég ferðast töluvert um þessar mundir með hljómsveitinni minni Umbru,“ segir Arngerður. Einstök tónlistarveisla Arngerður og Eydís standa fyrir kvikmyndatónlistarviðburðinum LOKK, á vegum Anima Produc- tions á laugardaginn, 14. janúar, í Bíó Paradís, í samstarfi við RVK Feminist Film Festival og shesaid. so með stuðningi STEF og Rannís. „Viðburður af þessu tagi hefur verið lengi í hugmyndabankanum, svo small þetta þegar við Arngerð- ur hittumst með Maríu Leu Ævars hjá RVK Feminist Film Festival,“ segir Eydís og bætir við: „Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri sérvaldi sjö tónskáld til að frumsemja nýja tónlist við valdar senur úr kvik- myndum sínum. Arngerður er ein af þeim, ásamt fleiri frábærum tónlistarkonum, eins og Betu Ey, K.Óla og Unu Stef sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndatón- listinni um þessar mundir og fá hér tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ segir Eydís. „Á viðburðinum sýnum við kvikmyndatónverkið Kvöldvöku. Eydís Eir leikstýrir og ég sem tónlistina,“ segir Arngerður. Arngerður hefur látið til sín taka í tónlistarheiminum að undan- förnu og semur hér sitt fyrsta kvik- myndatónlistarverk á opinberum vettvangi. „Það er töluvert ólíkt að vinna tónlist út frá myndefni í samstarfi við kvikmyndagerðar- fólk. Að mörgu leyti hefurðu ekki jafn frjálsar hendur og í mörgum öðrum verkefnum. En um leið eru þau oftast afar spennandi og gefandi að glíma við,“ segir Arn- gerður. Sýnileiki er lykillinn Að sögn beggja er verkefnið mikilvægt, því þrátt fyrir að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sé almennt orðið meðvitaðra um nauðsyn þess að stuðla að jafnrétti kynjanna í kvikmyndum sínum, þá hallar enn á stöðu kvenna og annarra kyngerva, sem og fólks af öðrum kynþáttum, í kvikmynda- gerð og tónlist á Íslandi. „Það er enn þá vantraust til kvenna, jafnvel þeirra sem hafa unnið til Óskarsverðlauna, eins og í tilfelli Hildar Guðnadóttur. Fólkið með peningana efast enn um hvort konum sé treystandi,“ segir Arn- gerður. „Það má þó spyrna á móti með því að gera betur í aðgengi, fjármögnun og öðrum úrræðum fyrir þann hóp sem hallar á, eins og hefur komið í ljós í Svíþjóð. Það er lykilatriði að auka sýnileikann eins og þetta verkefni gerir,“ segir Eydís að lokum. n Falleg, litrík og þægileg föt hafa jákvæð áhrif á mína líðan og ég held að það endurspeglist í tónlist- inni. Ég held að maður hljóti að vinna betur ef manni líður vel með sjálfan sig. Arngerður María  2 kynningarblað A L LT 12. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.