Fréttablaðið - 12.01.2023, Page 12

Fréttablaðið - 12.01.2023, Page 12
Það er nóg þegar þú getur af útborguðum mánaðarlaunum þínum framfleytt þér og fjölskyldu og lagt til sparnað í hverjum mánuði fyrir óvæntum útgjöldum. Fyrir mér er rödd þín rödd lítilmagna þessa lands, hvort sem þeir eru innan Eflingar eða ekki og sú rödd þarf að heyrast. Nú vil ég biðja menn að hætta að afskræma tungu okkar með bjánalegun tilburðum til einhvers konar réttrúnaðartilburða í orðfæri og reyna þess í stað einfaldlega að vanda máfar sitt. Einstætt foreldri – tvö börn – húsnæðislán eða leiga 220 þúsund krónur 800.000 600.000 400.000 200.000 -200.000 -400.000 -600.000 Einstaklingur – barnlaus – húsnæðislán eða leiga 200 þúsund krónur 800.000 600.000 400.000 200.000 -200.000 -400.000 -600.000 Hver er verðmiðinn á störfum fólks? Um þetta hefur verið rætt síðustu daga eftir umræðu um kjaramál heilbrigðisstétta í Silfrinu um síð- ustu helgi. Hvað er nóg? Hið opinbera hefur margvísleg töluleg gögn til að styðjast við þegar kemur að útreikningi á tekjum annars vegar og framfærsluþörf hins vegar. Vísar fjármálaráðherra iðulega í vefsíðuna tekjusögu sem heimild um raunverulegar tekjur vinnandi fólks og til þeirra upplýs- inga var einnig vísað í ofangreind- um sjónvarpsþætti um helgina. Heildarlaun fólks í tilteknu stétt- arfélagi var tiltekið sem dæmi um hvað stéttin fengi í laun og spurt var hvað væri nóg. Var sagt að meðal- heildarlaun félaga í félagi hjúkr- unarfræðinga sem viðsemjenda ríkisins væru milljón krónur á mán- uði. Í þessari fullyrðingu var horft fram hjá því að félagar í félagi hjúkr- unarfræðinga gegna margvíslegum störfum. Eru sumir forstjórar, aðrir framkvæmdastjórar og enn aðrir reka sín eigin fyrirtæki með fjölda starfsmanna og taka út arð eins og aðrir fyrirtækjaeigendur en eru samt viðsemjendur ríkis og félagar í umræddu stéttarfélagi. Þannig er sú mynd sem teiknuð var upp fjarri þeim raunveruleika sem um var rætt, þ.e. kjör almenns heilbrigðis- starfsfólks hjá hinu opinbera. Hefur komið fram í gögnum heilbrigðis- ráðuneytis að meðalgrunnlaun hjúkrunarfræðinga eftir 4 til 6 ára háskólanám og 20 ára starfsreynslu séu 640 þúsund krónur fyrir skatt. Hjúkrunarfræðingar bjarga sér svo upp í nauðsynlega framfærslu með fjölda yfirvinnustunda og álags- greiðslna á næturvöktum og stór- hátíðum. Þær tölur sem fulltrúi Viðskiptaráðs valdi að færa fram í Silfrinu innihalda þannig ýmis- konar stjórnendaþóknanir þar sem viðkomandi starfar ekki sem hjúkrunarfræðingur, en tölurnar innihalda einnig umtalsverða yfir- vinnu hjúkrunarfræðinga vegna heimsfaraldurs þegar hver einasti heilbrigðisstarfsmaður hljóp marg- falt meira en í hefðbundnu árferði. Hvað þurfum við? Verðbólgan er nærri 10% og er farin að bíta verulega í þegar horft er til mánaðarlegrar framfærslu. Afborg- anir af húsnæði hækka, hvort sem litið er til húsnæðislána, húsaleigu, fasteignagjalda, trygginga, hita og rafmagns eða annars sem viðkemur húsnæði almennings. Matarkarfan verður stöðugt dýrari sem og almennt vöruverð. Blessuð krónan heldur áfram að valda almenningi vandræðum með dansandi vöxtum sem leiða út í allt verðlagið, eitthvað sem nágrannar okkar sem ýmist hafa evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru búa ekki við. Þannig þurfum við meira í dag en í fyrra og árið þar áður. Umboðsmaður skuldara heldur úti góðum vef þar sem reikna má hvað við þurfum. Þar má finna svar við spurningu síðustu helgar, hvað er nóg? Tökum dæmi af einstaklingi með tvö börn eldri en sjö ára á framfæri sem greiðir 220 þúsund krónur í húsaleigu eða af húsnæðislánum mánaðarlega, 25 þúsund í skóla eða dagvistun fyrir börn sín og svo nauðsynlegan rekstrarkostnað eins og rafmagn, hita og tryggingar sem og fasteignagjöld eða hússjóð. Samkvæmt útreikningum Umboðs- manns skuldara þarf viðkomandi einstaklingur að hafa tæplega 650 þúsund í ráðstöfunarfé á mánuði. Samkvæmt reiknivél skattsins, þarf einstaklingur sem vill hafa slíkar ráðstöfunartekjur að hafa um 940 þúsund krónur í heildarlaun fyrir skatt. Einstaklingur, barnlaus með 200 þúsund króna húsnæðiskostnað þarf tæpar 490 þúsund í ráðstöf- unartekjur. Þessi útreikningur fæst með reiknivél skattsins og Umboðs- manns skuldara sem styðst við opinber viðmið á kostnaði við rekst- ur venjulegs heimilis. Ef tiltekinn einstaklingur fær greitt meðlag þá bætist það við ráðstöfunartekjur en ef einstaklingurinn þarf að greiða meðlag þá dregst það frá. Þá má í einhverjum tilvikum bæta við ráðstöfunartekjum vegna vaxta-, húnæðis- og barnabóta en einnig auknum kostnaði vegna fötlunar eða heilsuleysis en slíkt er ógerlegt að tiltaka ítarlega í stuttri grein. Hvað er nóg, var spurt. Það er nóg þegar þú getur af útborguðum mánaðarlaunum þínum framfleytt þér og fjölskyldu og lagt til sparnað í hverjum mánuði fyrir óvæntum útgjöldum. Miðum við það í umræðu um launakjör og komandi kjarasamninga. n Hvað er nóg? Höskuldur … gekk þangað sem lækur féll fyrir túnbrekkunni. Sá hann þar tvo menn og kenndi. Var þar Ólafur sonur hans og móðir hans. (Laxdæla 13. kafli) Orðið maður  er heiti á tegund spendýra og tekur til allra er henni tilheyra: karlmanna, kvenna, barna, transfólks og kynleysingja. Þegar við segjum: allir velkomnir, tekur það til allra sem tilheyra þessari tegund án vísunar til sérstaks kyns. Þannig getur kona sem best verið maður með mönnum eins og Vig- dís benti á (og sannaði) í kosninga- baráttu sinni 1980. Í tungumáli er tvenns konar kyn. Það sem eðlilegt má heita, eins og að karl er karlkyns og kona kven- kyns, faðir og móðir, sonur og dóttir, drengur og stúlka. Þegar Bergþóra var sögð drengur góður fær orðið hins vegar aðra merkingu, um eðlis- þátt, enda erum við vön afleiddum orðum eins og drengskapur og drenglyndi. Á sama hátt höfum við af leidd orð af maður: mannkyn, mannlegur, mennska, menning, mannhelgi, góðmenni og illmenni o.s.frv. En svo er hreint málfræðilegt kyn sem hefur í raun enga kynlæga merkingu og þarf hreint ekki að vera rökrétt. Kyn eru með ólíkum hætti í tungumálum. Franska hefur aðeins tvö kyn, íslenska og þýska þrjú. Danska, norska og sænska bæta við fjórða kyninu, samkyni (den). Finnska hefur ekkert kyn. Þar er ekki greint milli orðanna hann og hún, heldur nær hän yfir bæði. Bíll er karlkyns í íslensku, kvenkyns í frönsku (la voiture) og hvorug- kyns í þýsku (das Auto). Ekkert af þessu getur talist rökrétt. Áfram má segja að máninn er kvenkyns í frönsku (la lune) og sólin karlkyns (le soleil). Kannski gengur franska lengst þegar kynfæri kvenna eru karlkyns (le vagin) og karla kven- kyns (la verge). Að vísu eigum við orðið títa (kvk) haft um typpi (hk) á smástrákum, en það muna trúlega ekki margir. Sem leiðir hugann að orðafátækt okkar og skjótum flótta yfir í ensku. Ég man hvað mér brá þegar maður skildi ekki orðið blæ- brigði en átti ekki í neinum vand- ræðum með nuances. Flest starfsheiti á íslensku eru karlkyns og helgast af því að öldum saman réðu karlar allri atvinnu. En sá tími er liðinn sem betur fer. Kona er læknir, prestur, dómari o.s.frv. og þannig hefur karlkyn orðanna enga þýðingu lengur. Á Íslandi getur kona jafnvel verið herra ef hún situr í ríkisstjórn eða starfar í utanríkisþjónustunni, enda merkir orðið upphaflega yfirmaður. Og svo má til gamans geta þess, að mörgum erlendum vinum mínum þykir skondið að hetja skuli vera kvenkyns í íslensku, og sömuleiðis kempa – og heigull karlkyns. Nú vil ég biðja menn að hætta að afskræma tungu okkar með bjánalegum tilburðum til einhvers konar réttrúnaðartilburða í orðfæri og reyna þess í stað einfaldlega að vanda máfar sitt. n Um kyn og málfar Byrði þín er þung! Okkur er kennt að það þurfi fjölmarga kerfiskarla og undirtyllur af öllum kynjum til að bera slíka byrði. En óbilandi barátta þín um réttlátt líf fyrir alla kann á endanum að slá þá rang- túlkun út af borðinu. Þú ert hetja hvunndagsins sem auðvaldinu stendur stuggur af. Auðvaldinu sem hefur fengið allt upp í hendurnar, m.a. með því að blóðmjólka hvunndagshetjur sam- félaga, halda þeim niðri og traðka á þeim. Við getum tekið „Qatar“ sem dæmi. Dæmi sem hefði átt að vekja fremur en svæfa. En það hentar auðvaldi heimsins að nota blóra- böggla til að fela sinn eigin skít. Ég hef fylgst með þér frá upp- hafi þess er þú ákvaðst að berjast fyrir réttlátum jöfnuði og hagsæld til alla. Ég hef fylgst með hvernig þú ert barin niður með oft ógeð- felldum aðferðum. Barin niður af auðvaldinu, fjölmiðlavaldinu, almenningi og jafnvel þínum eigin samherjum. En þú stendur jafn- harðan upp, oft illa lemstruð og kvalin, hristir af þér drulluna og krefst réttlætis , jafnræðis og virð- ingar fyrir öllu lífi. Það þolir auð- valdið illa og svífst einskis til að kæfa rödd þína. Fyrir mér er rödd þín rödd lítil- magna þessa lands, hvort sem þeir eru innan Ef lingar eða ekki og sú rödd þarf að heyrast. Takk fyrir að gefast ekki upp þó móti blási 50/60 metrar á sekúndu. Baráttukveðjur fyrir réttlátum heimi. n Opið bréf til Sólveigar Önnu Jónsdóttur Helga Vala Helgadóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar Hjördís Árnadóttir útbrunninn eftirlaunaþegi Njörður P. Njarðvík 12 Skoðun 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.