Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 18
MöMMustrákarnir okkar Ragnhildur Sigurðardóttir, móðir Elvars Arnar Jónssonar Hvernig var hann sem barn? „Hann var mjög líflegur, hreyfði sig mjög mikið og á eldri bróður sem hann elti mikið, saman voru þeir afskaplega líflegir.“ Sástu fljótt í hvað stefndi hjá honum? „Elvar Örn var í mjög mörgum íþróttum og við foreldrar hans tókum strax eftir mjög mikilli líkamsvitund hjá honum. Hann stóð mjög framarlega miðað við jafnaldra sína í íþróttum. Var öflugur í frjálsum íþróttum, hljóp mjög hratt, reyndi fyrir sér í mark- inu í fótboltanum sem og fremst á vellinum. Við bjuggum í Noregi þegar hann var 5–10 ára og þar prófaði hann alls konar íþróttir. Lengi vel var Elvar Örn í fót- bolta og handbolta en á end- anum varð handboltinn fyrir valinu í kringum 15–16 ára aldur. Við studdum hann þá í sinni ákvörðun og höfum gert alla tíð síðan, bæði hvað Elvar Örn varðar og systkini hans.“ Voru einhverjar áberandi fyrir- myndir hjá honum í æsku? „Hann fylgist mikið með mörgum af bestu íþrótta- mönnum heims, eins og Michael Jordan í körfuboltanum, franska landsliðinu í handboltanum og Guðjóni Val Sigurðssyni horna- manni. Elvar Örn fylgdist mjög mikið með öðrum íþróttum en handbolta og er vel að sér á þeim bænum.“ Hvaða tilfinningar hellast yfir þig á meðan hann spilar landsleik? „Ég upplifi rosa mikið keppnis- skap, verð rosalega spennt. Þegar börnin manns eru í liðinu þá upplifir maður einhverja auka spennu. Ég er öll á iði á meðan á leik stendur en þessi hópur sem myndar landsliðið núna einkenn- ist af svo mikilli liðsheild og þá sjálfkrafa upplifir maður vellíðan og samgleðst þeim. Það eru hins vegar alveg læti í mér á meðan á leik stendur, barnabörnin mín sitja alltaf með heyrnarhlífar við hliðina á mér því ég öskra alltaf þegar Ísland skorar mark.“ Helstu kostir? „Elvar Örn er rosalega góð manneskja, með mikið og gott hjarta. Hann er mikill liðsmaður, hugsar um hópinn sinn, allt liðið. Það er rosalegur kraftur í honum, hann er einbeittur, metnaðar- fullur, býr yfir miklum hraða, gleði, áræðni.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar Hvernig var hann sem barn? „Hann var skemmtilegt barn en á sama tíma krefjandi. Gísli var afar uppátækjasamt barn, alltaf glaður og kappsamur. Ef hann ætlaði sér eitthvað þá bara fór hann þangað, hann hætti aldrei og var stundum grautleiðinlegur í einhverjum rökræðum.“ Sástu fljótt í hvað stefndi hjá honum? „Þetta var eins og með svo marga stráka í landsliðinu. Það býr alveg ofboðsleg boltafærni í þeim öllum. Gísli var góður í fótbolta, góður í golfi, það bjó bara í honum einhver næmni hvað íþróttirnar varðar. Hann plummaði sig meira að segja vel á hestbaki þegar ég lét hann prófa það. Gísli lagði sig allan fram og framan af var ekkert víst hvort handboltinn eða fótboltinn yrði fyrir valinu. Svo ákveður hann það, 17 eða 18 ára gamall, að velja handboltann.“ Voru einhverjar áberandi fyrir- myndir hjá honum í æsku? „Hann hefur alltaf horft mikið til Ólafs Stefánssonar og Nikola Karabatic en stóra fyrirmyndin hefur verið knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Þá hefur Gísli horft bara mikið til afreksíþróttafólks, hvar sem það er staðsett á litrófi íþróttanna. Hann var alltaf að reyna að læra af því.“ Hvaða tilfinningar hellast yfir þig á meðan hann spilar landsleik? „Nú hefur maður bæði upp- lifað að vera maki landsliðsmanns og foreldri, þetta er tvennt ólíkt og allt aðrar tilfinningar í spilinu þegar barnið manns á í hlut. Gísli hefur oft verið þjakaður af meiðslum og maður er stundum smeykur þegar hann er að spila. En þegar upp er staðið upplifir maður gleði yfir að vera að horfa á handbolta og sjá barnið sitt taka þátt í því að gera landsliðið enn sterkara. Það er bara ótrúlega gaman. Um leið og ég er ótrúlega stolt þá er bara ótrúlega gaman að horfa á þetta lið, það er það sem ég skynja meira núna en oft áður.“ Helstu kostir? „Hvað íþróttirnar varðar þá hættir hann aldrei, gefst aldrei upp. Svo er það bæði kostur og galli að hann hefur skap. Þá er hann næmur á umhverfi sitt, hvort sem um ræðir í tengslum við handboltann eða innan fjölskyld- unnar. Hann vill vera með fólki og hefur gaman af samveru.“ Hvernig mun íslenska landsliðinu ganga á HM? „Mér finnst nálgun Guðmundar í þessum efnum bara mjög skynsöm. Við erum í erfiðasta riðlinum, leikirnir á móti Portúgal og Ungverjalandi eru 50/50 en við eigum að vinna Suður-Kóreu. Þetta fer ekki bara eftir dagsform- inu hjá okkar mönnum heldur einnig eftir því hvort við verðum með heppnina með okkur í liði. Ef við komumst upp úr riðlinum, þá eru okkur allir vegir færir.“ 4 kynningarblað 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURhm í handbolta 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.