Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 8
Hreyfing hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi, sama í hvaða formi hún er. Eftir því sem við kom- umst næst er hvergi að finna jafn góðar aðstæður fyrir landeldi og á Íslandi. Jens Þórðarson, framkvæmda- stjóri GeoSalmo Sölvi Rúnar Pétursson tók við stöðu markaðsstjóra Justikal í nóvember á síðasta ári. Áður starfaði hann í rúm fjögur ár hjá auglýsingastofunni ENNEMM og þar áður starfaði hann við markaðsmál í Kaupmannahöfn fyrir DigitasLBi Nordics, Evendo og Lessor A/S. Nýsköpunarfyrirtækið Justikal hefur á síðustu árum hannað hug- búnað sem gerir lögmönnum og öðrum aðilum kleift að senda gögn rafrænt til dómstóla. „Lausnin er þannig uppbyggð að málsaðilar fá tilkynningar þegar eitthvað nýtt gerist í þeirra málum og þeir eru því alltaf upplýstir um framvindu sinna mála. Lausnin miðar að því að auðvelda störf allra aðila sem koma að dómsmálum og gæti sparað íslensku samfélagi háar fjárhæðir á ári hverju,“ segir Sölvi. „Við erum á ákaflega spennandi stað í dag með tilbúna lausn fyrir markaðinn og stefnum á að fjölga notendum hratt innanlands á næstu vikum og mánuðum þegar f leiri og f leiri munu sjá þann ábata sem kerfið skilar. Á næstu misserum munum við síðan fjölga starfsmönnum, stór- efla þróun og byggja upp alþjóðlegt sölu- og markaðsteymi til að sækja á erlenda markaði en engar sambæri- legar lausnir eru í boði erlendis sem gerir vegferðina ákaf lega spenn- andi,“ segir hann. Hver eru helstu áhugamálin? „Ég hef alltaf haft gaman af því að hreyfa mig en hreyfing hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi, sama í hvaða formi hún er. Í augnablikinu reyni ég að fara sem oftast með krakkana upp í Bláfjöll á skíði eða á snjóbretti við góðar undirtektir. Þegar ég var yngri var ég á kafi í borðtennis en þar hefur elsti sonur minn tekið við keflinu með miklum sóma. Ég hef einnig mjög gaman af öllum ferðalögum innanlands og erlendis og að njóta góðra stunda með fjölskyldu og vinum.“ Hver er uppáhaldsbókin? „Ég á í raun enga uppáhaldsbók og myndi seint f lokka mig sem lestrarhest en ég segi stundum að ég sé að spara lesturinn til efri áranna.“ Besta sumarfríið sem þú hefur farið í? „Það er alltaf nærtækast að nefna það sem maður gerði síðasta sumar en við vorum svo heppin að fá að fagna tveimur stórafmælum erlend- is með stórfjölskyldum okkar. Annars vegar fögnuðum við 70 ára afmæli pabba á Tenerife og hins vegar 60 ára afmæli tengdapabba í Salou á Spáni. Báðar ferðir voru ákaf lega vel heppnaðar en þrátt fyrir að Covid hafi sett svip sinn á aðra ferðina þá náðum við að búa til dýrmætar minningar fyrir okkur og krakkana.“ n Sparar lesturinn til efri áranna Sölvi Rúnar Pétursson, markaðsstjóri Justikal, fer mikið með fjöl- skylduna í Blá- fjöll um þessar mundir. MYND/BENT MARINÓSSON n Svipmynd Sölvi Rúnar Pétursson Nám: MS-gráða í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Ís- lands. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Daníelu Rún Reynisdóttur, 4 börn. Fjárfesting GeoSalmo í land- eldisstöð fyrirtækisins í Ölfusi getur numið allt að 90 millj- örðum króna strax á næstu árum. Það er á pari við áætl- aðan kostnað ríkisins vegna nýs Landspítala í Vatnsmýri. Þrjú fiskeldisfyrirtæki vinna nú að því að koma upp landeldisverk- smiðjum vestan við Þorlákshöfn í sveitarfélaginu Ölfusi. Eitt þeirra er fyrirtækið GeoSalmo sem skilaði umhverfismatsskýrslu til Skipu- lagsstofnunar á síðasta ári. Undir- búningur fyrirtækisins vegna fram- kvæmda á svæðinu er þegar hafinn. Jens Þórðarson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir að upp- byggingin muni taka að lágmarki þrjú ár og áætlanir geri ráð fyrir að allt að 25 þúsund tonn af eldislaxi verði framleidd í verksmiðjunni. „Við sjáum samt fyrir okkur að stækka starfsemina enn frekar í Ölfusi þegar fram í sækir,“ segir Jens. Hann bætir við að fyrirhugaðar framkvæmdir upp á 80 til 90 millj- arða séu þegar að fullu fjármagn- aðar og að baki standi stór hópur íslenskra fjárfesta. Samk væmt fyrirtækjaskrá á Aðalsteinn Jóhannsson stóran hlut í GeoSalmo. Aðalsteinn hefur meðal annars fjárfest í Advania og Berin- ger Finance. Fyrr í þessari viku ákvað svo sveitarfélagið Vogar á Vatnsleysu- strönd að ganga til viðræðna við GeoSalmo um uppbyggingu eldis- stöðvar sem áætlað er að verði af svipaðri stærðargráðu og verk- smiðjan í Ölfusi. Það er því ljóst að GeoSalmo er stórhuga þegar kemur að uppbygg- ingu landeldis á suðvesturhorni landsins. Jens segir enda fulla ástæðu til. Aðstæður hér á landi séu allar hinar ákjósanlegustu og vaxtarmöguleik- arnir miklir í greininni. „Eftir því sem við komumst næst er hvergi að finna jafn góðar aðstæður fyrir landeldi á Íslandi frá náttúrunnar hendi. Hér er hægt að bora eftir sjó í jörðu, sem er alls ekki sjálfgefið. Fjárfesting á pari við nýjan Landspítala Forsvarsmenn landeldisstöðv- ar GeoSalmo við Þorlákshöfn sjá fyrir sér enn frekari vaxtar- möguleika á svæðinu. MYND/AÐSEND Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is Það þýðir um leið að við getum beitt tækni sem hefur þegar sannað gildi sitt og er til þess að gera einföld,“ segir Jens. Það sé sannarlega mikilvægt að það sem skipti jafnvel enn meira máli sé að hagkvæmur og stöðugur raforkumarkaður sé fyrir hendi hér á landi. Það sé veigamesta for- senda þess að hægt sé að byggja upp landeldi í stórum stíl. Og þar standi Ísland öðrum löndum framar. „Bent hefur verið á að það sé ekki mikil orka eftir til skiptanna á Íslandi en þá er mikilvægt að muna að landeldi þarf ekki mikla orku. Það er að segja ef horft er til þess hve mikil verðmæti geta skapast.“ Þriðja stoðin sem geri undirlendi á suðvesturhorni landsins fýsilegt sé allt það landrými sem þar sé til staðar. En hvert stefnir greinin? Hvaða möguleikar eru fyrir hendi til fram- tíðar í landeldi á Íslandi? „Þetta er mjög ung atvinnugrein á heimsvísu og fá fyrirtæki komin langt á leið. Það er að segja á þessum stóra skala sem við einblínum á. Norðmenn eru komnir lengst. Eins og í laxeldinu almennt. Hvort sem það er á landi eða í sjó. Þar er til að mynda eitt fyrirtæki komið af stað með framleiðslu á stórum skala og gengur vel. Þannig að við erum mjög framar- lega í þessari þróun,“ segir Jens. Varðandi hvaða þýðingu upp- bygging greinarinnar geti haft fyrir þjóðarbúið segist Jens ekki í nokkrum vafa um að laxeldi geti orðið ein af burðarstoðum atvinnu- lífs á Íslandi áður en langt um líður. „Greinin þarf ekki að vaxa nema upp í svona þrjú hundruð þúsund tonn til að vera orðin jafn stór og íslenski sjávarútvegurinn í heild sinni. Það áhugaverða við eldið er svo að við höfum alla möguleika til að þróa sjálf bæra aðfangakeðju. Þar með værum við ekki bara komin með atvinnugrein sem væri að skapa tekjur á við aðrar stórar greinar heldur værum við líka með grein sem væri alíslensk og í sam- ræmi við stefnu landsins í loftslags- málum.“ Jens segir alveg ljóst að það sé eftir heilmiklu að slægjast í upp- byggingu landeldis á Íslandi. Þess vegna séu fjárfestar farnir að sýna greininni þennan gríðarlega áhuga. n 8 Fréttir 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðiðMARkAðURInn Fréttablaðið 12. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.