Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 40
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Ég keypti mér einu sinni nokkrar hugleiðslur sem ég hlustaði mikið á. Ein þeirra fjallaði um bónda sem lenti í alls konar veseni. Fólk í kringum hann kepptist við að segja honum að þetta og hitt sem gerðist væri ýmist alveg frábært eða mjög hræðilegt. En hann sagði alltaf bara rólegur: „Við skulum sjá hvernig þessu fram vindur.“ Og svo kom á daginn að ýmislegt sem fólk hélt að væri hræðilegt, reyndist frábært og öfugt. Þannig gekk þetta í hringi á meðan hann var alltaf rólegur bara, sama á hverju gekk. „Maður veit ekki alltaf hvað er best fyrir mann.“ Þetta sagði víst langamma mín alltaf. Því er mun auðveldara og jafnvel heilbrigðara fyrir mann að reyna að treysta því að allt sé eins og það eigi að vera og reyna að trúa því að það komi eitthvað gott út úr þeim hindrunum eða uppá- komum sem á vegi manns verða. Að það sé einhver tilgangur með þeim svo maður hvíli betur í sátt innan í sér, þegar lífið er að gerast allt í kringum mann. Mjög oft þvert á þau plön sem maður hafði gert. Þetta er auðvitað mjög erfitt og krefst bæði æðruleysis og hug- rekkis en það er líka mjög lýjandi andlega að reyna að stjórna öllu og öllum daginn út og inn. Eða vera stöðugt að streitast á móti. Það getur skapað mikla tog- streitu, innri ófrið, áhyggjur og átök. Ég er ekki búin að ná tökum á þessu en held áfram að reyna. Það er ákveðið frelsi fólgið í því að leggja stundum árar í bát, leggjast jafnvel út af og leyfa sér að f ljóta og njóta útsýnisins án þess að dæma eða hugsa stöðugt tíu leiki fram í tímann. n Að treysta Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur n Bakþankar Sparaðu tímann og gerðu einfaldari innkaup á netto.is ÚTSÖLU MARKAÐUR Komdu og gramsaðu 20-50% AF VÖLDUM VÖRUM 50% JÓLAVÖRUR 30-50% LEIKFÖNG 30% PLASTBOX 25% INNIMÁLNING, PARKET, FLÍSAR, GROHE OG DAMIXA BLÖNDUNARTÆKI 20% VERKFÆRABOX, JÁRNHILLUR, ÖRYGGISSKÓR B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn da br en gl . ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.