Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 24
Það eru fáir sem þekkja það eins vel hvernig er að vinna með Guðmundi Guðmunds- syni, landsliðsþjálfara Íslands, og Óskar Bjarni Óskarsson sem starfaði um árabil sem aðstoðarþjálfari hans hjá landsliðinu. aron@frettabladid.is Þjóðin lítur Guðmund ákveðnum augum í starfi hans sem landsliðs- þjálfari. Hann er maður sem leggur mikið upp úr góðum undirbúningi og vinnusemi, maður sem krefst hins allra besta frá sínum leik- mönnum. Það býr líka önnur hlið í landsliðsþjálfaranum Guðmundi, hlið sem þjóðin sér jafnan ekki því það sem gerist hjá þjálfarateyminu milli leikja er oft á huldu. Óskar Bjarni varpar nú ljósi á það. „Ég kom inn í teymið hjá Guð- mundi þegar hann tók við lands- liðinu í annað skiptið árið 2008, fyrir umspilið fyrir Ólympíu- leikana. Við störfuðum saman hjá landsliðinu í yfir fjögur ár á tíma- bilinu 2008 til 2012.“ Það er á þessu tímabili sem íslenska landsliðið vinnur til verð- launa, bæði á Ólympíuleikunum 2008 og Evrópumótinu 2010. Hvernig er að starfa með Guð- mundi á stórmótum? „Í fyrsta lagi er Guðmundur bara mjög vinnusamur. Hann undirbýr sig og liðið alveg upp á tíu, það fer ekkert fram hjá honum og þá er hann duglegur að nota aðstoðar- menn sína í að greina komandi andstæðinga sem og leik lands- liðsins. Þannig að fyrir það fyrsta er það bara vinnusemin sem ein- kennir hans störf, hún er gríðarleg. Guðmundur er einnig mjög góður í að greina aðalatriðin og veit upp á hár hvað hann vill gera, þá sér í lagi sóknarlega og það einkenndi okkar tíma saman og eitthvað sem hann býr enn að núna á sínu þriðja tímabili með landsliðið.“ Hugsar vel um sig Hver og einn þjálfari býr yfir nokkrum styrkleikum að mati Óskars Bjarna. „Guðmundur hefur nokkur vopn í sínu vopnabúri og einn af mikilvægari styrkleikum hans þegar kemur að stórmótum, þar sem pressan er mikil, er sá að hann getur hvílst. Guðmundur passar vel upp á svefninn meðan á þessum stór- mótum stendur, fer tímanlega að sofa og vaknar þá frekar mun fyrr en vanalega. Í mínum augum er þetta afar aðdáunarvert því ég sjálfur átti í miklum vandræðum með þennan þátt á stórmótum. Á þessum stórmótum ertu með þjóðina á bakinu, væntingarnar eru alltaf miklar og þú ert á leið í mikilvæga leiki þar sem mikið er undir. Við þær aðstæður hefði maður kannski haldið að svefninn væri eitt af því fyrsta til þess að fara forgörðum hjá þjálfara eins og Guðmundi sem vill hafa allt upp á tíu hjá sínu liði en hann reynir eftir fremsta megni að halda svefninum góðum og vakna frekar fyrr og halda áfram með undirbúninginn. Ég held að þetta sé mjög góð regla hjá honum, regla sem hefur hjálpað honum að vera lengur í þessu starfi landsliðs- þjálfara.“ Þá passi Guðmundur líka vel upp á sig. „Hann hefur verið lengi í þessum bransa, þetta er í þriðja skiptið sem hann er með íslenska landsliðið, hann kann þetta allt. Hann passar upp á mataræðið, svefninn og þetta er eitthvað sem er dálítið dulið fyrir íslensku þjóð- inni. Við vitum öll að Guðmundur leggur mikið á sig í þessu starfi og að vinnusemin hjá honum er upp á tíu, en svo býr líka meira að baki sem gerir hann að einum besta þjálfara heims í dag.“ Þá sé Guðmundur mikill húmoristi. „Hann er mjög fyndinn og skemmtilegur þegar sá gállinn er á honum, bara mjög svo. Það er sú hlið sem fólk áttar sig kannski ekki á, hann á það til að grípa í þessa eiginleika sína á stórmótum.“ Lærdómsríkur tími En var Óskar Bjarni farinn að læra inn á það hvernig best væri að nálgast Guðmund og vera í kringum hann á stórmótum, sér í lagi eftir erfiða tapleiki? „Við áttum mjög góðan tíma saman ég, Guðmundur og Gunnar Magnússon sem hefur náttúru- lega starfað lengi með Guðmundi, ásamt fleirum sem mynduðu þetta landsliðsteymi. Ég held að við höfum allir kunnað ágætlega hver inn á annan. Eftir tapleiki eru þjálfarar, bara þvert yfir sviðið, í smá erfiðum aðstæðum. Þarna myndast gluggi þar sem maður þarf bara smá frið til að átta sig á hlutunum. En að vinna með Guðmundi á stórmótum var bara mjög lær- dómsríkt og gaman, að mínu mati tel ég okkur hafa unnið mjög vel saman sem teymi líkt og er raunin nú með Guðmund, Gunnar og Ágúst Jóhannsson.“ Íslenska landsliðið sé nú með það í höndunum sem beðið hefur verið eftir, svo þurfi annað að spila inn í og sama gamla tuggan varðandi spurningar um vörn og markvörslu taki við. Þá leiki sjálfs- traust stórt hlutverk. „Við erum með mjög spennandi lið í hönd- unum, lið sem getur gert góða hluti á heimsmeistaramótinu.“ n Húmoristinn Guðmundur og hans mörgu hliðar Guðmundur Guðmundsson og Óskar Bjarni Óskarsson áttu afar farsælt samstarf á sínum tíma með íslenska landsliðið. fréttablaðið/vilhelm HM í beinni á Reykjavík SpoRtbaR pool - píla - Foosball - boltinn í beinni Léttöl viking tilboð á barnum á meðan strákarnir okkar spila! áFRaM íSLanD! Hverfisgötu 40, 101 Rvk 10 kynningarblað 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURHM í Handbolta 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.