Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 22
Minni ábyrgð hvílir á herðum Arons Pálmars- sonar í sókn Íslands á HM að þessu sinn en stórstjarnan úr Hafnarfirði getur komist í fámennan en góðmennan hóp í Svíþjóð. kristinnpall@frettabladid.is Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson ætti að komast upp fyrir Patrek Jóhannesson sem tíundi markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins frá upp- hafi á heimsmeistaramótinu sem hófst í gærkvöld. Eftir leiki Íslands gegn Þýskalandi um síðustu helgi þar sem Hafnfirðingurinn spilaði aðeins fyrri leikinn er Aron kom- inn með 623 mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í 159 leikjum. Hinn 32 ára gamli Aron hefur verið í lykilhlutverki hjá íslenska karlalandsliðinu í rúman áratug og skoraði 600. mark sitt fyrir Aron getur náð Patreki á HM Hafnfirðingurinn er á sínu sjötta heimsmeistaramóti eftir að hafa misst af síðasta HM. Fréttablaðið/Getty kristinnpall@frettabladid.is Ef Ísland kemst áfram upp úr milli- riðlunum gæti hornamaðurinn Bjarki Már Elísson leikið sinn hundraðasta leik fyrir Íslands hönd í átta liða úrslitunum í Stokkhólmi. Með því yrði Bjarki Már fjórði leikmaður núverandi leikmannahóps og 57. leik- maður Íslands frá upphafi sem nær þessum áfanga. Bjarki sem hefur verið meðal bestu hornamanna heims undan- farin ár hefur fest sig í sessi sem fyrsti kostur í stöðu hornamanns hjá Strákunum okkar eftir að hafa beðið um árabil eftir tækifærinu á meðan Guðjón Valur Sigurðsson lék með landsliðinu. Bjarki er kominn með 93 leiki og vantar því sjö leiki til að komast í hundrað leiki. Ef Bjarka tekst að spila alla leiki og Ísland kemst í átta liða úrslitin leikur Bjarki hundraðasta leik sinn í Stokk- hólmi þann 25. janúar næstkom- andi. Þá vantar hann þrjú mörk til að ná þrjú hundruð mörkum fyrir Ísland. n Bjarki gæti náð hundrað leikjum kristinnpall@frettabladid.is Björgvin Páll Gústavsson, mark- vörður íslenska karlalandsliðsins, gæti orðið sá sjöundi í sögu liðsins til að ná 250 leikjum fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi sem er að hefj- ast. Til þess þarf Björgvin að koma við sögu í að minnsta kosti fjórum leikjum. Björgvin lék 245. og 246. leiki sína fyrir Íslands hönd í æfinga- leikjunum gegn Þýskalandi og vantar því aðeins fjóra leiki til að ná 250 leikjum. Með því yrði hann sjöundi leikmaðurinn sem nær 250 leikjum. Þegar mótið er að hefjast er Björgvin tólfti leikjahæsti leik- maður Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Þorgils Óttari Mathie- sen og Jakobi Óskari Sigurðssyni. Ásgeir Örn Hallgrímsson (255), Snorri Steinn Guðjónsson (257), Valdimar Grímsson (271), Róbert Gunnarsson (276) og Júlíus Jónas- son (288) eru ekki langt undan Björgvin en heldur lengra er í Ólaf Stefánsson sem lék 330 leiki fyrir landsliðið, Geir Sveinsson sem lék 340 leiki, Guðjón Val Sigurðsson sem á að baki 364 leiki og Guð- mund Hrafnkelsson sem á leikja- metið með 407 leiki. n Björgvin kemst á lista yfir leikjahæstu kristinnpall@frettabladid.is Ísland hefur leik á kunnuglegum slóðum þegar Strákarnir okkar mæta Portúgal í Kristianstad í dag. Liðin hafa háð margar rimmur undanfarin ár og vann Portúgal fyrsta leik liðanna á síðasta HM. Það hefur reynst Strákunum okkar erfitt að byrja mótin af krafti eins og tölfræðin sýnir. Í síðustu fimm heimsmeistara- keppnum hefur Ísland þurft að lúta í gras í fyrstu umferð. Það þarf að fara aftur til ársins 2011 þar sem Strákarnir okkar unnu fyrsta leik gegn Ungverjalandi en þá fór mótið einmitt fram í Svíþjóð eins og í ár. Það helst í hendur við fyrri úrslit úr fyrstu leikjum HM, þaðan sem íslenska karlalandsliðið hefur ekki riðið feitum hesti til þessa. Í 21 keppni hefur Ísland unnið fyrsta leikinn sjö sinnum, einu sinni náð jafntefli og þrettán leikjum hefur lokið með tapi. Þá hefur Ísland aðeins unnið einn leik af fjórtán þegar íslenska liðið mætir Evrópuþjóð í fyrstu umferð, sem var einmitt fyrr- nefndur leikur við Ungverjaland. n Stigasöfnunin rýr í fyrsta leik á HM Markahæstir frá upphafi: Guðjón Valur Sigurðsson 1.875 Ólafur indriði Stefánsson 1.570 Kristján arason 1.123 Valdimar Grímsson 940 Snorri Steinn Guðjónsson 846 róbert Gunnarsson 773 Sigurður Sveinsson 736 alexander Petersson 725 Júlíus Jónasson 703 Patrekur Jóhannesson 638 aron Pálmarsson 623 Bjarki er fjórði leikjahæsti leikmaður hópsins. Fréttablaðið/Getty Björgvin Páll kemst á lista yfir tíu leikjahæstu frá upphafi á mótinu. Guðmundur þungt hugsi í leik Íslands og Þýskalands um síðustu helgi. Fréttablaðið/Getty Patrekur er með fimmtán marka for- skot á Aron. Fréttablaðið/PJetur landsliðið í sigri Íslands á Hollandi á Evrópumótinu á síðasta ári. Eins og staðan er í dag er Aron ellefti markahæsti leikmaður karlalands- liðsins frá upphafi og er Patrekur skammt undan í tíunda sæti á listanum yfir tíu markahæstu. Júlíus Jónasson er enn með gott forskot á Aron í níunda sæti listans með 703 mörk en listann í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. n Handgerðir íslenskir sófar • Margar útfærslur í boði • Mikið úrval áklæða • Engin stærðartakmörk • Sérsmíði eftir þínum óskum Hvernig er draumasófinn þinn? Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is 8 kynningarblað 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURHM í HAndboltA 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.