Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 26
Væntingarnar til íslenska landsliðsins á stórmótinu eru miklar, margir láta sig dreyma um verðlaunasæti á HM og hér fer Logi Geirs- son, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, yfir það hvaða eiginleikar einkenna verðlaunalið, þau bestu. aron@frettabladid.is Logi veit hvað þarf til svo hægt sé að vinna stóra sigra á handbolta- vellinum. Logi hefur unnið titla með félagsliðum, unnið til verð- launa með íslenska landsliðinu og hér leggur hann línurnar. „Þessi fjögur atriði eru þau allra mikilvægustu og verða að vera til staðar ætlir þú þér að ná árangri,“ segir Logi við Fréttablaðið. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, nema okkur sjálfa, að við getum farið alla leið í þessu móti.“ Trú „Það sem einkennir sigurvegara fyrst og fremst er trú þeirra á verkefnið fram undan, trúin á að geta staðið á toppnum. Trúin á að geta eitthvað því þeir sem þora þeir skora. Að hafa trú á því að maður geti unnið sigra skiptir alveg gríðarlega miklu máli í þessu. Það eru mjög margir sem komast í atvinnu- mennsku og verða landsliðsmenn en það er aðeins brotabrot af þeim sem verður sigurvegarar. Ég varð Evrópumeistari með mínu félagsliði áður en ég kom inn í landsliðið, var búinn að læra að vinna, var með sigurvegurum í liði og sá hvernig þeir hugsuðu. Það sem er mikilvægast í því að ná árangri er trú.“ Skýr markmið Númer tvö í þessum efnum er að allir einstaklingarnir sem mynda á endanum lið séu með skýra mark- miðasetningu. „Fegurðin við markmiðasetningu er þannig að um leið og þú hefur sett þér markmið sem þú ætlar að reyna að ná, þá ferðu að spyrja þig: Hvað þarf ég að gera til þess að ná þessum markmiðum? Það er þá sem töfrarnir eiga sér stað.“ Jákvætt viðhorf Jákvæðni og viðhorf eru hin full- komna blanda að mati Loga. „Þetta fann ég á eigin skinni bara í gegnum Ólaf Stefánsson á mínum landsliðsferli. Hann er sigursælasti handboltamaður allra tíma að mínu mati, sá besti sem hefur spilað leikinn. Hann hafði unnið nánast allt sem hægt var að vinna, Meistaradeildina þar á meðal, hann kenndi okkur í landsliðinu að hugsa sem sigurvegarar. Við breyttum því hvernig við töl- uðum í landsliðinu, sögðum enga neikvæða hluti. Við töluðum ekki um að vera að eyða tíma saman á hótelinu í landsliðsverkefnum, við töluðum um að verja tíma saman. Inni á vellinum kölluðum við aldrei „Strákar! Engar tvær mínútur,“ það var neikvætt, í stað þess sögðum við „Halda sér inn á“.“ Jákvæða viðhorfið hafi verið gegnumgangandi í landsliðsverk- efnum, sama hvort um hafi verið að ræða aðstæður utan eða innan vallar. „Þetta var í rútunni, þetta var á hótelinu, æfingum og í leikjunum. Óli Stef á heiðurinn af þessu, hann breytti þessu á alveg magnaðan hátt, maður upplifði stóra breyt- ingu.“ Einbeiting á eigin getu / skýr hlutverk Á þeim tíma sem landsliðið var hvað sigursælast segir Logi að leik- menn liðsins hafi einblínt á sína eigin getu og styrkleika. „Hvað við gætum gert vel og hugsuðum minna út í andstæðing- inn, í hverju þeir væru góðir. Við unnum í okkur sjálfum og hugs- uðum miklu frekar hvað við værum góðir og hvað andstæðingurinn þyrfti að gera til þess að vinna okkur. Við lærðum að vera stóra liðið, það hefur oft vantað í landslið Íslands. Þegar svona sigurvegarar fara úr liðinu líkt og gerðist með landsliðið á sínum tíma þá þurfa bara nýir að koma inn, það kemur nýr kúltúr inn í liðið og þeir sem hafa náð að vinna, leikmenn eins og Aron Pálmarsson, þurfa að telja hinum trú um að við getum þetta. Við efldum liðsheildina á sínum tíma, skilgreindum okkar hlutverk, allir vissu sín hlutverk.“ n Einkenni liða sem skara fram úr og vinna sigra Logi Geirsson gekk í gegnum fordæma- lausa tíma með íslenska landsliðinu þar sem liðið vann til verðlauna á tveimur stór- mótum. Hvað þarf að ganga upp svo slíkt geti endurtekið sig? fréttablaðið/ vilhelm Elfur Sif Sigurðardóttir, móðir Ýmis Arnar Gíslasonar Hvernig var hann sem barn? „Hann var nú svo sem bara ósköp venjulegt barn, ljúfur og góður.“ Sástu fljótt í hvað stefndi hjá honum? „Hann auðvitað byrjaði fyrst að æfa fótbolta, eins og flestir, það virðist bara vera lenskan að handbolti er ekki það fyrsta sem börnin reyna fyrir sér í. Hins vegar óx þetta svolítið saman hjá honum og lengi vel var hann á fullu bæði í fótboltanum sem og handboltanum líkt og jafnaldrar hans. Þeir voru allir mjög góðir í liðinu hans og mynduðu saman lið í báðum íþróttum. Þá var Ýmir á sínum tíma hluti af Reykjavík- urúrvalinu í fótboltanum. Ýmir var mikið í íþróttum sem barn og við fjölskyldan stund- uðum að miklu leyti saman alls konar útiveru og hreyfingu. Fórum mikið í sund, vorum mikið á skíðum þannig að þetta lá allt rosalega vel fyrir honum. Svo kom bara að þeim tíma- punkti að hann þurfti að velja hvaða íþrótt hann myndi helga sig. Handboltinn varð fyrir valinu og þar skipti miklu máli þjálfara- teymið sem hann hafði hjá Val. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér á þessum tíma að hann væri efni í atvinnumann í handbolta líkt og nú er orðin raunin. Þó svo að eldri bróðir hans hafi verið kominn út í atvinnumennskuna í handbolta þegar Ýmir var orðinn unglingur. En auðvitað átti hann sér draum um það að gerast at- vinnumaður en hvað eru síðan margir sem komast áfram á það stig? Ég hugsaði ekkert út í það, þannig lagað, að Ýmir yrði á end- anum atvinnumaður.“ Voru einhverjar áberandi fyrir- myndir hjá honum í æsku? Eldri bróðir Ýmis, Orri Freyr Gíslason, er níu árum eldri og var kominn út í atvinnumennsku í handbolta á unglingsárum Ýmis. Hann reyndist honum mikil fyrir- mynd. Þá á hann yngri bróður, Tjörva Tý, sem er á mála hjá Val. Einhvern veginn æxlaðist þetta þannig að þeir hafa allir orðið línumenn í handboltanum.“ Hvaða tilfinningar hellast yfir þig á meðan hann spilar landsleik? „Ég upplifi alveg óskaplega mikið stolt þegar ég sé hann í íslenska landsliðsbúningnum. Ég treysti honum alveg fullkomlega inni á vellinum, veit að hann gerir alltaf sitt besta og er því róleg að einhverju leyti á meðan á leik stendur.“ Helstu kostir? „Ýmir er bara þannig gerður að hann hættir aldrei fyrr en hann er bara orðinn bestur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann klárar öll sín verkefni með sóma. Reynir eftir fremsta megni að standa við gefin loforð og gera eins vel og hann getur.“ MöMMustrákarnir okkar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Virka daga 10–17 Laugardaga 11-15 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022 12 kynningarblað 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURHM í Handbolta 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.