Fréttablaðið - 12.01.2023, Side 16

Fréttablaðið - 12.01.2023, Side 16
Ég finn alveg fyrir rosalega mörgum tilfinningum, í mínum augum gerist það ekki stærra en að sjá hann í íslenska landsliðsbún- ingnum. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Heiða Einarsdóttir, móðir Arons Pálmarssonar Hvernig var hann sem barn? „Aron var mjög kröftugt barn og mér var ráðlagt af kennurum hans á leikskólanum að hafa hann bara í nægilega mörgum íþróttum svo að hann gæti fengið útrás þar. Aron á afa sem var alltaf að vinna í íþróttahúsinu í Kaplakrika á sínum eldri árum og ég fór bara oft með Aron þangað í pössun. Þar fékk hann bara útrás og hefur síðan þá elskað Kaplakrika.“ Sástu fljótt í hvað stefndi hjá honum? „Aron æfði alls konar íþróttir sem barn. Hand-, fót- og körfu- bolta, ég fór síðan með hann í sund nánast á hverjum einasta degi og hann var öflugur kylfingur í golfi. Það kom hins vegar ekki fljótt í ljós að hans vegur myndi liggja í handboltanum. Hann var með ótvíræða hæfi- leika þar, engin spurning, en það átti einnig við fótbolta og körfubolta. Það var alveg spurning hvort hann myndi enda í fótbolt- anum, hann var að minnsta kosti sjálfur á þeim buxunum á einum tímapunkti. En svo velur hann á endanum handboltann. Það var í raun alveg sama í hvaða íþrótt hann var, Aron var góður í þessu öllu, alhliða góður íþróttamaður.“ Voru einhverjar áberandi fyrir- myndir hjá honum í æsku? „Fyrirmyndirnar voru í körfu- boltanum, til að mynda Michael Jordan. Í handboltanum dýrkaði hann Ivano Balic. Það sem Aron gat horft á hann spila handbolta fram og til baka og mætti í raun segja að hann hafi verið idolið hans. Í fótboltanum var Eiður Smári Guðjohnsen síðan áberandi fyrirmynd hans.“ Hvaða tilfinningar hellast yfir þig á meðan hann spilar landsleik? „Ég finn alveg fyrir rosalega mörgum tilfinningum, í mínum augum gerist það ekki stærra en að sjá hann í íslenska lands- liðsbúningnum. Við höfum nú upplifað allt hitt með honum líka á félagsliðasviðinu en að sjá hann í íslenska landsliðinu, það fer kuldahrollur um allan líkamann þegar að maður sér hann labba inn á völlinn, alveg rosalegt. Það tekur líka á að horfa á landsleiki, maður upplifir mikið stress en á sama tíma er þetta algjörlega dá- samlegt. Algjör gleðisprengja fyrir okkur í mörg ár.“ Helstu kostir? „Hann er mikill leiðtogi, rétt- sýnn og hann les vel í aðstæður. Svo er hann ákaflega jákvæður og góður einstaklingur.“ Hvernig mun íslenska landsliðinu ganga á HM? „Við förum alla leið í verðlauna- sæti.“ MöMMustrákarnir okkar Frægir spá í spilin Í aðdraganda heimsmeist- aramótsins í handbolta sló Fréttablaðið á þráðinn til þjóðþekktra einstaklinga og bað þá um að spá í spilin um gengi Íslands á mótinu. Hvernig mun Íslandi ganga á HM og hver verður stjarna mótsins í íslenska landsliðinu? sport@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra „Íslenska liðið verður landi og þjóð til sóma og ég spái því að liðið endi í topp fimm. Liðið hefur á að skipa leikmönnum sem eru meðal bestu leikmanna í heimi um þessar mundir, nægir þar að nefna Ómar Inga Magnússon, íþróttamann ársins, og svo held ég að Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson verði gríðarlega öflugir.“ Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður „Ísland fer á kostum í mótinu og endar í 3. sæti (langar að segja heimsmeistarar). Þá mun Aron Pálmarsson sýna okkur af hverju hann er einn besti handboltamaður sem við Íslendingar höfum átt.“ Kristín Sif útvarpskona á K100 „Ég ætla að vera súper bjartsýn og jákvæð og negla okkur í fyrsta sætið … ég vona að við missum ekki okkar bestu menn i Covid-vesen. Þá held ég að Ómar Ingi eigi eftir að slá í gegn, auð- mjúkur og greinilega mikill „team player“ ásamt því að vera rokk- stjarna á handboltavellinum.“ Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum „Íslandi mun ganga vel, ég er viss um það. Stemmingin og geta liðsins er með okkur. Ég vona að við vinnum þetta. Held það reyndar alltaf þegar Ísland er að keppa, hvort sem það er í Eurovision eða handbolta en það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að hafa trú á verkefninu og ég sem stuðningskona tek mitt hlutverk alvarlega. Spái okkur í undanúrslit og verðlaunasæti þar. Sem sagt 3. sætið. Ekki nokkur pressa frá þjóðinni, við þurfum bara á því að halda að liðið komist langt svo að við öll getum átt gleðilegan janúar. Ómar Ingi er fyrir fram augljós stjarna mótsins enda einn sá besti í heiminum í dag. En ég held að Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson muni koma á óvart og verða stemmingsstjarna mótsins. Hann er engum líkur, elskar stemmingu og pressu og er alltaf með hjartað á réttum stað fyrir liðið.“ Sigmar Vilhjálmsson eigandi Minigarðsins „Ísland mun spila allar umferðir á HM, kristal- kúlan mín var að staðfesta það. Hvort það endi með úrslita- leiknum sjálfum eða í leiknum um 3. sætið get ég ekki alveg séð í kristalkúlunni minni, hún er svo nærsýn blessunin. Ómar Ingi verður burðarstólpi liðsins, það er ljóst, en ég held að við eigum eftir að sjá Viktor Gísla fara á kostum í markinu, þetta verður hans stóra mót og Arnar Freyr verður varnar- maður mótsins.“ Birkir Már Sævarsson knattspyrnu- maður Ég held að við verðum glæsi- legir í allri riðla- keppninni og töpum í mesta lagi einum leik. Vinnum síðan í átta liða og und- anúrslitum en töpum því miður í úrslitum og lendum í 2. sæti. Ómar verður svakalegur og verður valinn maður mótsins. Sé líka fyrir mér að Stiven verði kall- aður óvænt inn og eigi í einhverj- um leik eftir að verða jákvæður örlagavaldur. Tryggi okkur jafnvel sigur á lokasekúndunum.“ Guðmundur Jóhannsson upplýsingafull- trúi Símans „Íslenska lands- liðið verður í öðru til þriðja sæti. Fer eftir því hver verður mótherji okkar í undanúrslitum en svo getur auðvitað allt gerst í hreinum úr- slitaleik. Ég vona bara og þrái að landsliðið spili sinn leik og gleðji okkur sem sitjum heima í stofu öskrandi á sjónvarpið. Þegar stórmót eru í handbolta verður til einhver ótrúleg stemning sem fáir aðrir sjónvarpsvið- burðir geta skákað. Gísli Þorgeir Kristjánsson er minn maður enda er mamma hans úr Breið- holti, þar fara saman góð hand- boltagen ásamt Breiðholts- hörku sem er svo falleg og hrein. Svo vona ég innilega að Viktor Gísli eigi frábæra innkomu og loki hreinlega þessu marki eins og Reykjanesbrautinni, eitthvað sem gerist auðvitað ef vörnin virkjar sinn innri Ingimund Ingi- mundarson.“ Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari Skálmaldar „Ég reikna aldrei með öðru en sigri í öllum leikjum, topp- frammistöðu og gulli. Annað hvort ertu í þessu af alvöru eða heima að leika þér. Þegar illa gengur setja strákarnir hnéð í þetta og klára dæmið. Ís- land í 1. sæti. Guðmundur þjálfari er auðvitað skærasta stjarnan í þessum hópi. Hann er ótrúlega góður í að fá leikmenn til að gera sitt allra besta fyrir liðið og hann virðist vera alveg með það á hreinu hvenær á að ýta á menn og hvenær á að leyfa leikmönnunum að spila út frá innsæinu. Viktor markvörður er svo kominn með góða upphæð í reynslubankann, topp-ávöxtun þar og hann verður líklega okkar besti leikmaður á mótinu. Engin pressa sko.“ Mynd/MuMMi lÚ 2 kynningarblað 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURhm í handbolta 2023

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.