Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 29
Það virðist ekki lengur skilyrði að kunna á hljóð- færi til að útskrifast sem tón- mennta- kennari frá Háskóla Íslands. Ég þakka Umboðs- manni skuldara fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga réttlætis- máli og benda á veikleika í löggjöfinni sem mikil- vægt er að taka á. Tónlistarstarf á grunnskólastigi er olnbogabarn. Í hið minnsta þrjá áratugi hafa stjórnmálamenn keppst við að dásama menningar- starf í Reykjavík, en á sama tíma ekki litið við ákalli tónlistarskóla, tónlistarkennara eða tónlistarnema um bættan aðbúnað og skilvirkara skipulag hér í Reykjavík. Tónlistarskólar í Reykjavík eru dýrir. Í sjálfu sér er eðlilegt að kennsla sé dýr, og tónlistarkennsla sérstaklega. Tónlistarkennsla er í eðli sínu langoftast einkakennsla, eða kennd í smærri hópum þar sem kostnaður dreifist á fáa. Samt sem áður er það ekki lögmál að tónlistar- kennsla þurfi að vera rándýr, og alls ekki lögmál að hún þurfi, ár eftir ár, að vera óaðgengilegri og dýrari hér í borginni. Í nokkrum grunnskólum borgar- innar er sú leið farin að kennsla tón- listarskóla fari fram innan skólans og á skólatíma. Þetta ætti í raun að vera í boði í öllum grunnskólum borgarinnar. Eftir skólatíma gætu sjálfstætt starfandi kórar og aðrir fengið aðgang gegn greiðslu að ann- ars ónýttum fermetrum fasteigna grunnskóla. Hér í borginni hefur tregða mætt þeim sem vilja komast í þá fermetra. Þarna eru grunnskólar aðeins eitt dæmi, því fjölmargir fer- metrar borgarinnar liggja ónýttir eftir klukkan fjögur á daginn. Á sama tíma er stjórnendum grunnskóla sem vilja gera betur sniðinn þröngur stakkur. Gildandi kjarasamningar milli borgarinnar og stéttarfélaga kennara taka hvergi almennilega á starfi tónlistarmanna eða kennara innan skóla. Menntaðir kórstjórar eru þannig til að mynda „flokkaðir“ sem „aðrir starfsmenn“ og mat á vinnuframlagi menntaðra tónlistarmanna, til dæmis við að leiða hópsöng, starfrækja skóla- kór eða hreinlega halda utan um hljóðfærabirgðir grunnskóla, fellur oft utan ramma gildandi samninga. Þá er skólastjórnendum gert að hampa þeim með tónmenntakenn- aramenntun umfram þá sem eru með tónlistarmenntun. Það er í sjálfu sér í takt við hefðir og venjur sem skapast hafa á opinberum vinnumarkaði, nema fyrir þær sakir að það virðist ekki lengur skilyrði að kunna á hljóðfæri til að útskrifast sem tónmenntakennari frá Háskóla Íslands. Þannig þyrfti skólastjóri í grunn- skóla Reykjavíkurborgar að hafna umsóknum Bjarkar Guðmunds- dóttur, KK, Hildar Guðnadóttur, Víkings Heiðars eða Röggu Gísla og ráða í staðinn nýútskrifaðan lærðan tónmenntakennara sem gæti í mesta lagi pikkað Gamla Nóa á hljómborð. Og þá allra síst gripið hljóðfæri í hönd og haldið uppi hóp- söng. Auðvitað er dæmið að ofan eins ýkt og hægt verður og ekki er það ætlunin að gera lítið úr menntun kennara, en punkturinn auðvitað sá að sveigjanleikinn er enginn. Ef borgin ætlar að vera „Menningar- borg“ þarf hún auðvitað að geta stutt við menningu og kunna til þess aðrar leiðir en að reka styrktarsjóði fyrir tónlistarmenn sem þegar eru orðnir tónlistarmenn. Þess má þá jafnframt geta að skólakórar eru í dag eina skipu- lagða tónlistarstarfið sem börn hafa aðgang að án endurgjalds og Frelsum tónlistina Námslánakerfi eru eitthvert mikil- vægasta félagslega jöfnunartæki samtímans. Með námslánum reynum við að gera fólki fært að leita sér menntunar óháð efnahag og félagslegri stöðu. Þær kröfur sem gera verður til námslánakerfa eru tvíþættar: að þau tryggi náms- fólki næga framfærslu til að þau geti einbeitt sér að náminu og að endurgreiðslubyrðin sé ekki slík að viðskiptavinir lánasjóðsins reisi sér hurðarás um öxl. Lengi vel var sú krafa gerð til þeirra sem sóttu um námslán að þau öfluðu sér ábyrgðarmanna fyrir skuldinni. Mörgum reyndist erfitt að afla slíkra ábyrgða eða þungbært að leggja slíkar kvaðir á herðar ást- vina eða kunningja. Það var því stórt skref í átt til jöfnuðar þegar ábyrgðarmannakerfið var aflagt á nýjum námslánum í menntamála- ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur í vinstristjórninni 2009-2013. Fáum mun í dag koma til hugar að hverfa aftur til fyrra kerfis þar sem þriðja aðila var blandað inn í skuldamál námslánaþega. Ekki var hróf lað við þeim ábyrgðum sem hvíldu á eldri námslánum og eftir því sem lengri tími leið frá kerfis- breytingunni varð misræmið í stöðu nýrri og eldri viðskiptavina Lánasjóðsins augljósara. Við löngu tímabæra endurskoðun námslána- kerfisins árið 2020, þar sem Lána- sjóður íslenskra námsmanna varð að Menntasjóði námsmanna, var sú nýbreytni tekin upp að hluti námslána varð styrkur, auk þess var stigið það mikilvæga skref að fella niður ábyrgðir á þeim eldri lánum sem væru í skilum. Bölsýnis- spár sögðu að þessi breyting myndi valda sjóðnum búsifjum með stór- auknum vanskilum en þær hafa ekki ræst. Það sem út af stóð Með nýju lögunum eru lang- f lest námslán landsmanna nú án ábyrgðarmanna. Eftir standa þau lán sem ekki voru í skilum. Ótal ástæður kunna að vera fyrir þeim vanskilum og eru mörg sorgleg dæmi um fólk sem hefur orðið illa úti vegna þessa. Umboðsmaður skuldara, Ásta S. Helgadóttir, hefur á síðustu dögum bent í ræðu og riti á óréttlætið sem hlotist getur af þessum síðustu eftirhreytum gamla ábyrgðarmannakerfisins sem og vegna sérreglna sem gilda um námslán, til að mynda að þau séu undanskilin fyrningarfresti við gjaldþrot og að örorkulífeyrisþegar geti ekki fengið námslánaskuldir niðurfelldar heldur þurfi að sækja um árlegar undanþágur út í hið óendanlega. Ásta bendir á að ekki sé ljóst hvort lánþegar og ábyrgðarmenn lána sem ekki voru í skilum við sjóðinn við gildistöku laganna hafi verið upp- lýstir með fullnægjandi hætti um að ábyrgðarskuldbindingar yrðu felldar niður ef vanskil væru gerð upp. Þá veltir hún því fyrir sér hvort eðlilegt sé að stofnun á borð við Mennta- sjóð námsmanna nýti sér þjónustu lögmanna og innheimtufyrirtækja í stað þess að hafa innheimtuna alfar- ið á forræði opinberra aðila. Hver er staðan í dag? Fyrr í vetur beindi ég fyrirspurn til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra um hver væri heildarupp- Réttmætar ábendingar um námslán Helga Margrét Marzellíusar- dóttir tónlistarmaður og varaborgarfull- trúi Sjálfstæðis- flokksins þannig opið öllum óháð efnahag for- eldra. Í rúman áratug hefur borgin sagst ætla að styðja við kórastarf í grunnskólum en raunveruleikinn er því miður sá að kórastarf er yfir- leitt það fyrsta til að fjúka þegar hagræðingarkröfur banka á dyrnar. Það þekkist vel á framhaldsskóla- stiginu því þar leið kórastarf mikið fyrir styttingu framhaldsskólanáms. í dag eru starfandi kórar á því skóla- stigi teljandi á fingrum annarrar handar, því miður. Nú þarf að huga að næstu kynslóð tónlistarmanna og byrja á réttum stað: Í grunnskólum. Nú þarf borgin að þora að hugsa út fyrir kassann. Borgin þarf að slá af kröfum um lágmarksfjölda nemenda í tón- listarskólum til þess að mega þiggja frístundastyrki úr hendi foreldra ungra tónlistarnema. Hún þarf að þora að fara nýstárlegar leiðir í ráðningu tónlistarmanna og kenn- ara í grunnskólum borgarinnar ýmist í samstarfi við Kennarasam- bandið, sem þarf þá líka að þora að opna augun fyrir breyttum starfsað- ferðum, eða þá með sjálfstæðum samningum við stéttarfélög tón- listarmanna. Borgin þarf að þora að opna harðlæstar fasteignir sínar utan skólatíma og styðja þannig við frjálst og blómlegt starf kóra, sem er blessunarlega með allra blómlegasta móti hér á Íslandi, og hún þarf að þora að treysta skólastjórnendum einstakra skóla í kerfinu sem vilja gera betur. Með því að brjóta tónlistarstarf barna og ungmenna í borginni úr sjálfskipuðu kerfisfangelsi tryggjum við frjóan jarðveg fyrir áframhald- andi tónlistarlífi í borginni. Tónlist er skapandi, það þarf Reykjavíkur- borg að vera. n Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs hæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á námslánum, hversu háar greiðslur sjóðurinn hefði fengið frá ábyrgðar- mönnum vegna gjaldfallinna náms- lána á árinu 2021 og til hvers konar aðfararaðgerða sjóðurinn hefði gripið gagnvart ábyrgðarmönnum frá því að hin almenna niðurfelling var lögfest. Svörin við þessum spurn- ingum eru í vinnslu. Ég þakka Umboðsmanni skuldara fyrir að vekja athygli á þessu mikil- væga réttlætismáli og benda á veik- leika í löggjöfinni sem mikilvægt er að taka á. Umboðsmaður bendir á að við setningu laganna árið 2020 hafi verið samþykkt að ráðast skyldi í endurskoðun að þremur árum liðn- um. Nú er tímabært að bretta upp ermarnar og gera gott kerfi betra. n FIMMTUDAGUR 12. janúar 2023 Skoðun 13FRéttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.