Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 32
Merkisatburðir
Viðfangsefnið er oft mjög
sálfræðilegt og tengt því
hvað konur geta verið
fastar í ákveðnum skorð-
um.
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
Sigríður Skarphéðinsdóttir
áður til heimilis að Hraunbæ 103,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn
7. janúar. Útför verður auglýst síðar.
Hulda Pétursdóttir Guðmundur Egilsson
Skarphéðinn Pétursson Anna Baldvina Jóhannesd.
Guðrún Pétursdóttir Bjarni Guðmundsson
Pétur Hans Pétursson Laufey Sigríður Jónsdóttir
Kristín Pétursdóttir Þorsteinn B. Sveinsson
Steingrímur Guðni Pétursson Sigríður Lepore
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Gísli Ferdinandsson
skósmiður,
lést á hjúkrunarheimilinu
Grund, 24. desember.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 13. janúar kl. 13.
Guðríður Valva Gísladóttir
Kolbeinn Gíslason Margaret Gíslason
Ólafur Haukur Gíslason Alma Sæbjörnsdóttir
Magnea Auður Gísladóttir
Þorbjörn Reynir Gíslason Yovanna Llerena Sanchez
Gísli Gíslason Arney Einarsdóttir
Matthías Rúnar Gíslason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elsku hjartans eiginkona mín,
móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Erla Sigurbjörnsdóttir
Fjarðargötu 17, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn
8. janúar. Útförin verður auglýst síðar.
Eysteinn Jónsson
Jón Heiðar Pálsson Anna Jóna Einarsdóttir
Erla Óladóttir
Sólveig Óladóttir Sveinn Rúnarsson
Solveig Unnur Eysteinsdóttir Eiríkur Davíðsson
Margrét Erla Eysteinsdóttir Kristján Hilmarsson
Unnur Sigurbjörg Eysteinsdóttir Ingólfur Ásgeirsson
Melrós Eysteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans faðir minn, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sigurjón Guðmundur
Jóhannesson
lést þann 3. janúar á hjúkrunarheimilinu
Mörk, bjó áður í Furugerði 1.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Áslaug Sigurjónsdóttir Sigurður Ólafsson
Jakob Sigurðarson Helga Sjöfn Magnúsdóttir
Jóakim Snær Sigurðarson Baldrún Karitas Jóhannsdóttir
Sigrún Sif Sigurðardóttir Vignir Val Steinarsson
og barnabarnabörn
1830 Síðasta aftaka á Íslandi. Friðrik Sigurðsson og Agnes
Magnúsdóttir, sem höfðu myrt Natan Ketilsson og
Pétur Jónsson, voru hálshöggvin.
1969 Led Zeppelin gefa út fyrstu breiðskífu sína.
1985 Metfrost verða á Mið-Ítalíu. Fjöldi ólífutrjáa drepst.
1992 Hætt við aðra umferð þingkosninga í Alsír þegar
Íslamski frelsisframvörðurinn vinnur fyrri um-
ferðina.
1993 Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES,
er samþykkt á Alþingi eftir 100 klukkustunda um-
ræður.
1998 19 Evrópulönd banna klónun á mönnum.
2005 Könnunarfarinu Deep Impact skotið á loft frá Cana-
veral-höfða.
2007 Bygging tónlistarhússins Hörpu hefst formlega.
Undirtónninn er myrkur í
Reykjavík Feminist Film Festival
sem stendur yfir á næstu dögum.
arnartomas@frettabladid.is
Reykjavík Feminist Film Festival rúllar
af stað í fjórða skipti í kvöld og stendur
yfir fram á sunnudag. Eins og áður er
hátíðin í ár smekkfull af stuttmyndum
og myndum í fullri lengd í leikstjórn
kvenna víðs vegar um heim.
„Stemningin er svakaleg þótt hlutirnir
hafi aðeins verið á síðasta snúningi hjá
okkur,“ segir Lea Ævarsdóttir, stjórnandi
hátíðarinnar. „Við erum með ótrúlega
flott teymi af sjálfboðaliðum og starfs
fólki sem hefur verið hér frá upphafi og
það er gríðarlegur spenningur.“
Lea segir spurninguna um hvaða lönd
eigi fulltrúa á hátíðinni ekki eiga við,
heldur miklu frekar hvaða lönd eigi það
ekki.
„Við erum með myndir frá Frakklandi,
Argentínu, Portúgal og svo auðvitað
mikið af myndum frá Norðurlöndunum
því við erum í samstarfi við Norræna
húsið við þeirra kvikmyndahátíð, Nor
dic Film Focus.“
Lea segir samstarfið dýrmætt meðal
annars þar sem norrænu sendiráðin
f lytja inn leikstýrurnar og f leiri aðila
sem koma að myndunum sem gesti á
hátíðina í ár. „Við fáum til að mynda
gesti frá Grænlandi, Namibíu og Banda
ríkjunum og verðum með mikið af pall
borðsumræðum.“
Nordic Film Focus er árlegt samstarf
Norræna hússins í Reykjavík og nor
rænu sendiráðanna á Íslandi og er dag
skráin í ár í myrkari kantinum, uppfull
af sálfræði tryllum og hryllingi sem við
fangsefni.
„Viðfangsefnið er oft mjög sálfræðilegt
og tengt því hvað konur geta verið fastar
í ákveðnum skorðum,“ segir Lea.
Lea á erfitt með að velja úr þegar hún
er beðin að benda á hverju megi síst
missa af á Reykjavik Film Festival í ár.
„Opnunarmyndin okkar í ár er Inno
cence eftir Lucile Hadžihalilović,“ segir
Lea. „Vinkona mín benti mér á hana
í haust og myndirnar hennar eru svo
klikkaðar og öðruvísi að ég hef aldrei
séð annað eins. Mér þykir svo furðulegt
að ég hafi aldrei heyrt um hana áður.“
Þá bendir Lea einnig á samstarf við
tvær aðrar erlendar kvikmyndahátíðir.
„Það er annars vegar WOFFF, Women
Over Fifty Film Festival, sem breska
sendiráðið kemur með, og það er ein
stakur kvikmyndapakki sem kemur inn
frá þeim,“ segir hún. „Síðan erum við í
samstarfi við Wench Film Festival frá
Mumbai – þær myndir eru sko myrkar.
Þetta er vísindaskáldskapur og hryll
ingur í samsoðningi sem þú hefur ekki
séð áður.“
Dagskrá hátíðarinnar í heild má finna
á heimasíðu Reykjavik Film Festival. n
Kvenlægt kvikmyndamyrkur
Lea segist sérstaklega spennt fyrir portúgölsku myndinni Mar. Mynd/SkjáSkot
arnartomas@frettabladid.is
Leikhúsgestum í Tjarnarbíó býðst nú
að kolefnisjafna leikhúsferðina þegar
miðar eru keyptir á netinu. Framtakið
græna er afrakstur samstarfs á milli
Tjarnarbíós, tix.is og Kolviðar – Iceland
Carbon Fund.
Þar býðst gestum að greiða 150 krónur
til viðbótar við miðann sinn sem rennur
óskipt til Kolviðar sem sér um að gróður
setja tré fyrir upphæðina, en gestum er
frjálst að greiða meira ef þeir vilja.
„Ég vildi svo mikið geta sagt að þetta
hafi verið mín hugmynd en þá væri ég að
ljúga,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir,
leikhússtjóri Tjarnarbíós. „Ég bjó í Bret
landi í fimm ár og þar hefur lengi verið
hægt að gera svona til að styrkja góð
gerðarstarfsemi eða loftslagsmál. Þetta
er svo auðveld leið til að verða grænni
og það er rosagaman að við getum verið
fyrst til að gera þetta – litlu við!“
Tjarnarbíó mun þá einnig greiða fyrir
kolefnisjöfnun á öllu prentverki hússins
á borð við kynningarbæklinga og leik
skrár.
„Það kom í ljós þegar ég talaði við
Kolvið að það kostar ekki svo mikið að
kolefnisbinda allt það sem við prentum,“
segir hún. „Meira að segja lítil batterí
eins og við getum tekið þátt í svona.“ n
Leikhúsferðin kolefnisjöfnuð
Sara Martí ásamt Sindra Má Hannessyni frá tix.is og Reyni Kristinssyni frá Kolvið.
Mynd/AðSend
Þetta er svo auðveld leið
til að verða grænni og það
er rosa gaman að við
getum verið fyrst til að
gera þetta.
TímamóT FréttabLaðið 12. janúar 2023 FImmTUDaGUR