Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 30
Mitt mat er að þetta lið er frábært og á eftir að verða betra en við erum sjötta til áttunda besta liðið í dag. Sjötta sætið er ekki ólíklegur árang- ur. Ég held að verð- launasætið sé ofmat. Guðjón Guðmundsson Hjálmar Örn Jóhannsson hlaðvarpsstjarna og skemmti- kraftur „Ísland mun fara alla leið í úrslita- leikinn, þetta verður samt erfiðara en margir halda en eins og allt sem þarf að hafa fyrir verður árangurinn sætari. Ég vil ekki segja hvernig úr- slitaleikurinn fer en verð því miður að spoila því og lokatölur verða 34–32 (Ísland vinnur). Stjarna mótsins verður Árbæingurinn hugljúfi með síða hárið, hann Bjarki Már! Alltaf léttur og ljúfur en í þessu móti munu engin bönd halda honum nema hárbandið.“ Egill Ploder útvarpsmaður á FM957 „Við erum með algjörlega sturlað lið. Það að vera að halda niðri væntingum er leiðinlegt take. Förum bara akk- úrat í hina áttina og segjum að við endum í topp 3! Ég ætla að segja hægri vængur liðsins. Ómar Ingi og Sigvaldi munu tengja vel saman. Ómar endar sem MVP mótsins.“ Kristrún Frostadóttir formaður Sam- fylkingarinnar og þingmaður „Ég held að liðinu muni ganga mjög vel. Við spilum um verðlaun og ég spái því að liðið lendi í 3. sæti. Ómar Ingi verður stjarna mótsins, ekki spurning.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands „Strákunum okkar mun ganga afar vel. Ég er viss um að þeir komast áfram úr upphafsriðlinum og eftir það geta ævintýrin gerst. Í hverjum leik verða einhverjar stjörnur sem skína skærast en það er liðsheildin sem skapar sigur og gott gengi. Áfram Ísland!“ Elvar Geir Magnús son rit stjóri Fótbolti. net „Ég spái því að Ísland verði heimsmeistari og stend við það. Ég fer alla leið í því að vera of- peppaður í væntingum fyrir mótið (bið Gumma Gumm afsökunar). Við getum keppt við þá bestu og ef allt gengur upp hjá okkur, og Covid-prófin verða okkur hagstæð, getum við unnið þetta mót. Viktor Gísli varð alvöru stjarna á síðasta móti og hann verður okkar stjarna. Sverrir Þór Sverrisson leikari Við lendum í 3. sæti og Ómar Ingi heldur áfram að vera stjarna liðsins. n Frægir spá Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur í kvöld leik á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð. Þá mæta strákarnir okkar Portúgal í Kristianstad. Gríðarlega mikil eftirvænting ríkir fyrir mót- inu. Íslenska liðið freistar þess að bæta besta árangur sinn í sögunni, enda efniviðurinn svo sannarlega til staðar. helgifannar@frettabladid.is handbolti Besti árangur á heims- meistaramóti í sögu íslenska karla- landsliðsins kom á HM í Japan árið 1997. Þá hafnaði Ísland í fimmta sæti eftir sigur á Egyptum, þar sem leikið var um sætið. Íþróttafréttamaðurinn þrautreyndi Guðjón Guðmundsson, gjarnan kallaður Gaupi, er einn sá fremsti hér á landi þegar kemur að handbolta. Hann man vel eftir mót- inu í Japan 1997. Fréttablaðið leitaði til hans og fékk hann til að bera saman strákana okkar í dag og þá. „Fyrst og síðast spilaði liðið góða vörn og markvarslan var góð. Við vorum með afbragðsskyttur eins og Róbert Julian Duranona. Patrekur Jóhannesson og fleiri voru að spila mjög vel. Mikið af leikmönnunum var á sínum besta degi í Japan. Það gerði það að verkum að við náðum þessum árangri,“ segir Gaupi um landsliðið sem náði frábærum árangri 1997 á HM í Japan. Liðið 1997 kom á óvart Það kom nokkuð á óvart að liðið þá skyldi hafna í fimmta sæti. „Það var enginn sem sá það í spil- unum fyrir mót en það var samt nokkur bjartsýni. Fimmta sætið þar var frábært og liðið hefði getað náð lengra með smá heppni.“ Ísland vann riðil sinn á HM 1997 og einnig einvígi sitt gegn Noregi í 16 liða úrslitum. Naumt tap gegn Ungverjum beið hins vegar í átta liða úrslitum, sem var svekkjandi úr því sem komið var. „Það voru gríðar- lega mikil vonbrigði með þetta hér heima því liðið hafði spilað svo vel. Það var frábært á mótinu og það var innistæða til að fara ögn lengra. Það bara tókst ekki.“ Þó að bjartsýnin hafi verið ein- hver fyrir mótið í Japan er hún mun meiri í dag, að sögn Gaupa. Hann segir jafnvel of mikla bjart- sýni ríkja fyrir mótinu í Póllandi og Svíþjóð. „Væntingarnar núna hafa farið upp úr öllu valdi því fólk horfir á verðlaunasæti á þessu móti, sem vissulega er möguleiki. Mitt mat er að þetta lið er frábært og á eftir að verða betra en við erum sjötta til áttunda besta liðið í dag. Sjötta sætið er ekki ólíklegur árangur. Ég held að verðlaunasætið sé ofmat.“ Allt öðruvísi lið Þó svo að liðin 1997 og í dag séu bæði mjög sterk er þó nokkur munur á þeim. „Þetta er allt öðruvísi lið í dag. Liðið í dag er eitt besta gegnum- brots-lið í heimi, það var ekki svo- leiðis 1997. Í dag erum við með þrjá menn sem eru á meðal bestu handboltamanna í heimi, Gísla Þorgeir (Kristjánsson), Bjarka Má (Elísson) og Ómar Inga (Magnús- son). Við höfðum það ekki 1997. Að vísu tel ég að markvarslan hafi verið betri þá en í dag, þó að Vikt- or Gísli sé einn efnilegasti mark- maður í heimi og Björgvin Páll frábær.“ Gaupi segir að mikil samheldni hafi einkennt liðið 1997. Hann sér það einnig í liðinu í dag. Þó sér Gaupi það ekki fara lengra en í átta liða úrslit, þó að möguleikinn á að ná enn betri árangri sé til staðar. „Þetta mót er þannig að öll 8–10 bestu lið í heimi ætla sér í undan- úrslit og að vera á meðal bestu liða. Og allar þessar þjóðir eru með lið sem geta farið alla leið.“ Erfiður riðill Í riðli Íslands eru Portúgal, Ung- verjaland og Suður-Kórea. Gaupi telur ýmislegt þurfa að varast í riðlinum. Hann hefur kynnt sér liðin vel og segir ljóst að ekkert fáist gefins á þessu fyrsta stigi keppninnar. „Portúgalar eru með betra lið en þeir voru með á síðasta ári, þegar við unnum þá með fjórum mörk- um á EM,“ segir hann, en Ísland vann Portúgal í riðlakeppni Evr- ópumótsins í Ungverjalandi í fyrra. Íslenska liðið var einnig í riðli með heimamönnum, Ungverjum, á mótinu og vann nauman eins marks sigur. Gaupi bendir á að Ungverjar mæti til leiks með sterkt lið á f lestöll stórmót. „Ungverjar eru á pari við það sem þeir voru á heimavelli á síð- asta ári. Nú er pressan mun meiri á þeim. Ef við skoðum söguna hafa Ungverjar nánast undantekninga- lítið verið með lið sem er á meðal átta bestu á heimsmeistaramóti.“ Að lokum kemur Gaupi með sína spá fyrir HM í Póllandi og Svíþjóð. „Ég spái íslenska liðinu sjötta sæti. Komist liðið í undanúrslit tel ég að fjórða sætið verði niðurstað- an, við munum ekki vinna verð- laun,“ segir Guðjón Guðmundsson. Leikur Íslands og Portúgal hefst klukkan 19.30 í kvöld að íslensk- um tíma. Á laugardag mætir liðið svo Ungverjum í öðrum leik sínum. Loks verður Suður-Kórea andstæðingur strákanna okkar næstkomandi mánudag. A llir leikir riðlakeppninnar fara fram í Kristianstad í Svíþjóð. n Gætu bætt besta árangur sögunnar Besti árangurinn 5. sæti: Íslenska karlalandsliðið tók fyrst þátt á heimsmeistara- móti árið 1958. Þá var það haldið í Austur-Þýskalandi. Síðan þá hefur liðið nokkrum sinnum náð markverðum árangri. Sá besti kom á HM í Japan árið 1997. Þá hafnaði liðið í fimmta sæti eftir að hafa verið slegið út í átta liða úrslitum. Ísland hefur þá þrisvar sinnum hafnað í sjötta sæti. Fyrst árið 1961 í Vestur-Þýska- landi í tólf liða móti. 1986 náði íslenska liðið svo sjötta sæti á ný, þá í Sviss á sextán liða móti. Aftur hafnaði liðið í sjötta sæti á HM í Svíþjóð 2011. Í þeirri keppni voru 24 lið mætt til leiks, átta færri en þau eru nú. Fimmti besti árangur Íslands kom á HM í Portúgal 2003. Þá lauk liðið leik í sjöunda sæti. Íslenska landsliðið hefur leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag, miklar væntingar eru gerðar til liðsins. FréTTablaðið/GETTy 14 Íþróttir 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURÍþRóTTIR Fréttablaðið 12. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.