Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 2
Björgvin Páll Gústavs- son markvörður gerði allt til þess að vera ekki hjátrúarfullur. Í dag kyssir Björgvin slána og stangirnar í mark- inu – og marklínuna að auki, fyrir alla leiki. Óttast ekki þaulsætið mengunarský Reykjavíkurborg varaði í gær við styrk köfnunarefnisdíoxíðs. Froststillur geti valdið því að mengunarský haldist lengur yfir borginni. Spáð er frosti og logni næstu tíu daga en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, hefur þó ekki verulegar áhyggjur af uppsafnaðri loftmengun. Til þess þurfi mjög hægan vind undir tveimur metrum á sekúndu en gert sé ráð fyrir nokkrum vindi, upp í átta metra, á næstu dögum. Fréttablaðið/anton brink Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í kvöld þegar liðið mætir Portúgal. Vonandi, fyrir Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara, hleypur ekki köttur fyrir rútu íslenska liðsins á leið þess á leikstað í Svíþjóð. aron@frettabladid.is Íþróttir „Ég játa að ég beit það í mig hér á árum áður að ef það hljóp kött- ur fyrir bílinn hjá mér á leiðinni í leik þá sneri ég við og fór einhverja aðra leið að leikstað,“ segir landsliðsþjálf- ari Íslands, Guðmundur Guðmunds- son, sem stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Guðmundur, sem er margreyndur þjálfari í bransanum, hefur þó enga sérstaka hjátrú fyrir leiki. Hann hefur í þrígang tekið við íslenska landsliðinu og stýrði liðinu meðal annars í verðlaunasæti á Ólympíu- leikunum 2008 og Evrópumótinu 2010. Hann er núna á leið á sitt fimmta heimsmeistaramót með íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa verið lengi að er Guðmundur ekkert sérstaklega hjátrúarfullur fyrir leiki. Ef kattar- hlaupið er undanskilið. „Sem betur fer er þetta ekki vanda- mál hjá mér lengur, þetta er horfið út úr minni „hjátrú“ ef svo mætti kalla,“ segir Guðmundur og hlær. Eins og sjá má í sérblaði um HM sem fylgir Fréttablaðinu í dag horfir Viktor Gísli á sömu fjögur YouTube- myndböndin fyrir alla leiki. Hvorki Aron Pálmarsson fyrirliði né Ómar Ingi Magnússon, íþrótta- maður ársins, eru hjátrúarfullir. Bjarki Már Elísson drekkur alltaf Nocco fyrir leiki. En enginn er eins og Björgvin Páll Gústavsson markvörður. Hann var orðinn svo svakalegur í hjátrúnni að hann gerði allt til þess að vera ekki hjátrúarfullur. Í dag kyssir Björgvin stangirnar tvær og slána á markinu og línuna á gólfinu fyrir börnin sín. „Hafi ég haft einhverja hjátrú á ákveðnu tímabili er sú hin sama bara úr sögunni,“ segir Guðmundur landsliðsþjálfari. Fyrir hann sem þjálfara snúist málið um að undir- búa sig og liðið eins vel og hann geti. „Það snýr meira bara að ákveð- inni rútínu í því hvernig ég vinn að hlutunum og að þeirri leið sem ég tel besta í átt að okkar mark- miðum.“ n Fór aðrar leiðir á leikstað ef köttur hljóp fyrir bílinn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er ekki hjátrúarfullur en á þó eina gamla og góða sögu sem tengist köttum og leikdegi. Fréttablaðið/Ernir bth@frettabladid.is Akureyri Stjórn Menningarfélags Akureyrar, MAk, sem rekur Hof er að vinna að endurskoðun á gjaldi sem greiða þarf fyrir útleigu á sölum menningarhússins fyrir tónleika- hald. Preben Jón Pétursson, formaður stjórnar MAk, segir þá vinnu ótengda gagnrýni sem Michael Jón Clarke tónlistarmaður hefur sett fram. Michael Jón segir að salir Hofs séu of dýrir til að fólk úr tónlistar- legri grasrót hafi efni á að nýta húsið undir tónleika. Hof sé eins og skrímsli sem étur börnin sín. Preben Jón segir að Hof fái ríkis- styrki en samið hafi verið til þriggja ára og félög sem geri lengri samn- inga þurfi að taka á sig verðbólgu og launahækkanir. Veitingastaðurinn í Hofi hefur sagt upp samningi sínum við Hof en ekki er rétt að engin veitingasala fari fram þessa dagana innanhúss að sögn Prebens. Staðurinn er sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sá fjórði í röðinni sem ekkert verður ágengt í menningarhúsinu. n Hof of dýrt og verðskrá endurskoðuð Rekstrarlegar áskoranir eru fyrir hendi í Hofi á Akureyri. Fréttablaðið/auðunn N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið kristinnhaukur@frettabladid.is norðurlAnd Sjö knattspyrnu- stúlkur í þriðja f lokki Völsungs á Húsavík hafa sent bæjarstjórn Norðurþings bréf þar sem þær segja slæmt ástand gervigrasvallarins beinlínis hafa valdið fjölmörgum og sársaukafullum meiðslum. Meðal annars hafi ein þeirra slitið krossbönd í tvígang. Fjórar hafi álagsmeiðsli á hnjám sem kallast Oshgood-schlatter. „Það er verkur sem er mjög sársaukafullur og erfitt að losna við,“ segja þær. Allar hafi fest sig í grasinu og meitt sig, þar af ein skaddað rófubeinið alvarlega. Segja þær til skammar að ekkert hafi verið gert eftir öll þessi slys og fleiri hjá öðrum flokkum. „Ef fótboltafélag eins og Völsung- ur á að ganga er algjört lágmark að aðstæður séu góðar,“ segir í bréfinu. Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings, segir völlinn vera frá árinu 2012. „Hann er orðinn tíu ára gamall og það styttist í líftímanum,“ segir Kjartan. Grasið sé þó heilt og engin föst áætlun sé um endurnýjun. „Við erum að fara í að skoða það. Það gæti orðið á komandi árum.“ n Fótboltastúlkur á Húsavík eru sárar Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta og tóm- stundafulltrúi 2 Fréttir 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.