Fréttablaðið - 12.01.2023, Side 6

Fréttablaðið - 12.01.2023, Side 6
0,4 prósent heimilis­ útgjalda fara í fíkniefni. 21,4% Afborganir og leiga 8,8% Rekstur bíla 2,9% Áfengi 2,1% Rafmagn 1,0% Tóbak 1,1% Vatn 8,2% Veitinga­ staðir 3,0% Föt 11% Matur 0,9% Heimilistæki 1,1% Garðvörur og gæludýr Svona verjum við peningunum Greining Evrópusambandsins á heimilisútgjöldum sýnir að Íslendingar verja miklu fé í húsnæði, bíla, áfengi og veit- ingastaði. Minna í rafmagn, vatn, strætó og sígarettur. kristinnhaukur@frettabladid.is neytendur Íslendingar eyða mun stærri hluta tekna sinna á veitinga- stöðum en aðrir Evrópumenn. Eða 8,2 prósentum á meðan meðal- tal álfunnar er aðeins 5,3. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greiningu Evrópusambandsins á heimilis útgjöldum hvers lands. Greiningin gerir ekki ráð fyrir hvað vörur eða þjónusta kostar í hverju landi eða hverjar meðaltekj- urnar eru. Aðeins hversu stór hluti af heimilisútgjöldunum fer í hvaða flokk, bæði yfirflokk og undirflokk. Þegar yfirflokkarnir eru skoðaðir sést að Íslendingar verja rúmum fjórðungi útgjalda sinna í hús- næðismál, það er 25,4 prósent. 12,9 prósent fara í mat og drykki (ekki áfenga), sama hlutfall fer í sam- göngur, 10,4 prósent í af þreyingu og menningu, 10,3 prósent í veit- ingastaði og hótel, 7,4 í aðrar vörur og þjónustu, 5,8 í húsgögn og inn- réttingar, 4,2 í vímuefni, 3,7 í föt og skó, 3,2 í fjarskipti, 2,8 í heilsu og 1 prósent í menntun. Mikið hefur verið fjallað um háan húsnæðiskostnað á Íslandi og kemur því ekki á óvart að Íslending- ar eyði töluvert stærri hluta tekna sinna í afborganir og leigu, eða 21,4 prósentum á móti aðeins 17,5 pró- sentum í Evrópu, nærri 4 prósentum minna. Á móti kemur að Íslendingar verja aðeins 2,1 prósenti í rafmagn og 1,1 í vatn á meðan hlutföllin í Evrópu eru 4,5 og 2 prósent. Ætla má að þessi munur sé að aukast í ljósi orku- krísunnar sem bitnar hart á Evrópu. Í tölunum sést líka að Íslending- ar treysta meira á einkabílinn en almenningssamgöngur. 8,8 prósent útgjalda fara í rekstur farartækis en 7 prósent í Evrópu. Hins vegar verja Íslendingar aðeins 0,7 prósentum í almenningssamgöngur en hlutfallið er rúmlega tvöfalt í Evrópu, 1,5 pró- sent. Önnur samfélagsbreyting sem sést glögglega er í neyslu tóbaks. Íslendingar verja aðeins 1 pró- senti útgjalda í tóbak, þrátt fyrir hátt tóbaksgjald. Árið 1968 reykti annar hver fullorðinn Íslendingur en nú aðeins 7 prósent. Reykingar eru enn þá útbreiddar í Evrópu, sér- staklega í suður- og austurhlutanum og verja Evrópumenn 2 prósentum sinna útgjalda í tóbak. Íslendingar verja hins vegar meiru í áfengi en Evrópubúar, 2,9 prósent heimilisbókhaldsins fara hér í áfengi samanborið við 1,8 prósent. Þá verja Íslendingar 0,4 prósentum í ólögleg fíkniefni en ekki eru til tölur frá öllum Evrópu- löndum um það. Ellefu prósent útgjalda heimilis- ins fara í matvöru úr búðum og 1,9 í óáfenga drykki. Þetta er lægra hlut- fall en í Evrópu en skýrist líklega að miklu leyti af því hversu miklu fé Íslendingar verja á veitingastöðum. Af öðrum einstökum liðum má nefna að Íslendingar verja 3 pró- sentum í fatnað, 3 í síma og net- þjónustu, 2,2 í hreinlætisvörur, 1,3 í lyf og heilbrigðisvörur, 1,3 í húsgögn og teppi, 1,2 í dagblöð, bækur og rit- föng, 1,1 í tryggingar, 1,1 í garðvörur og gæludýr, 0,9 í heimilistæki, 0,6 prósentum í skó, 0,6 í borðbúnað, 0,5 í lín, 0,4 í verkfæri og 0,1 í símtæki. n Íslendingar fara mikið út að borða en reykja lítið kristinnhaukur@frettabladid.is japan Japanska ríkisstjórnin ætlar að margfalda greiðslur til barna- fólks á stór-Tókýósvæðinu sem flytur út á land. Mun hver fjölskylda sem það gerir fá 1 milljón jena, eða rúmlega 1 milljón króna, á hvert barn. Áður var stuðningurinn 300 þúsund. Ýmsar ástæður eru fyrir þessu. Meðal annars allt of mikill fólks- fjöldi og þétt byggð á Tókýósvæð- inu. Þar búa nú rúmlega 37 milljónir manna, sem er meira en íbúafjöldi Úkraínu. Einnig eru mörg svæði í Japan þar sem fólksfækkun hefur orðið á undanförnum áratugum og einkum hefur ungu fólki fækkað. Öldrun japönsku þjóðarinnar er þegar orðið mikið lýðfræðilegt vandamál. Þetta á sérstaklega við í dreifðari byggðum landsins. n Japanir laða barnafjölskyldur út á land Öldrun þjóðarinnar er mikið vanda- mál í Japan. Fréttablaðið/Getty Mathallir hafa sprottið upp eins og gorkúlur og Íslendingar sækja þær grimmt. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari benediktboas@frettabladid.is StjórnSýSla Flóttamenn og þeir sem leita eftir alþjóðlegri vernd eru vistaðir í mygluðu húsnæði í Grindavík. Bæjarráðið hótar að setja dagsektir á stjórnvöld. „Það eru bæjarráði mikil von- brigði að Vinnumálastofnun skuli ekkert hafa gert með afgreiðslu bæjarstjórnar, sem byggði á lög- fræðiáliti, um að útleiga hússins fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd eða f lóttamenn samræmist ekki samþykktri notkun hússins eða deiliskipulagi,“ bókaði bæjar- ráðið í gær. Vinnumálastofnun leigir gamla félagsheimilið Festi fyrir hópana. Í nýjasta blaði Víkurfrétta segir að húsnæðið hafi ekki verið í notkun vegna heilsuspillandi aðstæðna og myglu. Heilbrigðiseftirlitið hafi afturkallað rekstrarleyfi hússins. Vinnumálastofnun segir í bréfi til bæjarins að Festi sé eina húsnæðið sem sé fast í hendi til þess að mæta brýnni húsnæðisþörf. Því þurfi að taka húsnæðið í notkun í þrátt fyrir afstöðu heimamanna. Bæjarráðið hefur falið Bjarna Rúnari Einarssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa, að óska upp- lýsinga frá Vinnumálastofnun og eiganda félagsheimilisins. Skal hann skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum, meðal annars dagsektum, en hámark dag- sekta er 500 þúsund krónur. Þá er Bjarna einnig falið að upp- lýsa sýslumann og lögregluyfirvöld um að starfsemi kunni að vera hafin þrátt fyrir að rekstrarleyfi hafi ekki verið gefið út. n Flóttafólk í mygluðu húsi í Grindavík Úkraínsk fjölskylda á flótta í Leifsstöð í mars í fyrra. Fréttablaðið/eyþór kristinnpall@frettabladid.is Íþróttir Mennta- og barnamála- ráðherra úthlutaði í gær 450 millj- ónum til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum Covid. Af styrknum fara ríflega 112 millj- ónir til íþróttafélaga. Fékk ÍBV langmest, 27,4 milljónir eða nær fjórðung alls styrksins til félaganna. Af heildarupphæðinni fara rúm- lega 260 milljónir til sérsambanda, tæplega 21 milljón til æskulýðs- samtaka og tæplega 55 milljónir til íþróttahéraða á borð við Íþrótta- bandalag Reykjavíkur. Þetta var í þriðja og síðasta skiptið sem ráðuneytið bauð íþróttahreyf- ingunni styrki til að bæta upp fyrir tekjutap vegna Covid. Vorið 2020 var einnig úthlutað 450 milljónum króna og öðrum 300 milljónum í árslok 2020. „Nú lýkur mótvægisaðgerðum stjórnvalda,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamála- ráðherra í yfirlýsingu. Knattspyrnusamband Ísland fékk hæsta framlagið að þessu sinni, 110 milljónir, helmingi meira en næsti styrkþegi sem er Handboltasam- bandið með 54,7 milljónir króna. n Fékk fjórðung af styrk til íþróttafélaga ÍBV fær þrefalt hærri styrk en næsta félag á listanum, Fylkir. Fréttablaði/ernir helgisteinar@frettabladid.is þýSkaland Óeirðalögregla byrjaði í gær að fjarlægja loftslagsaðgerða- sinna úr bænum Lützerath í vestur- hluta Þýskalands. Að gerða sinnarnir hafa mótmælt eyðileggingu þorps- ins af hálfu þýsks orkufyrirtækis sem hyggst stækka kolanámu í grenndinni. Aðgerðasinnar klifruðu upp í tré og köstuðu grjóti og skutu flug- eldum í átt að lögreglu. Sumir þeirra hafa verið í þorpinu í meira en ár eftir að síðasti íbúinn flutti á brott. Þýska ríkisstjórnin segist þurfa meiri kol til að uppfylla orkuþörf landsins sem geti ekki lengur reitt sig á gas frá Rússlandi. Mótmælend- ur segja hins vegar að hætta hefði átt notkun kola fyrir löngu í ljósi lofts- lagsbreytinga. Orkufyrirtækið RWE hefur samið við héraðsstjórnina um að tak- marka stærð námunnar. Uppruna- lega stóð til að rífa fimm þorp en hætt var við þær áætlanir. Lützerath verður að öllum líkindum seinasta þýska þorpið sem mun víkja fyrir námavinnslu. n Aðgerðasinnar reknir á brott úr kolaþorpi í Þýskalandi Lögreglumenn handtóku mótmæl- endur í bænum Lützerath í vestur- hluta Þýskalands. Fréttablaðið/ePa 6 Fréttir 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.