Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 36
Jakkinn talar Samninganefnd Eflingar hefur ekki látið sjá sig í neinu öðru en bomber-jökkum síðastliðnar vikur, svo athygli vekur. Fréttablaðið/Ernir Nýr einkennisklæðnaður samninganefndar verkalýðsfélagsins Eflingar, hinn glæsilegi bomber-jakki, hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fatnaður varð fyrir valinu enda sendir enginn klæðnaður eins sterk skilaboð og jakkar. Hér eru nokkrir af þekktustu jökkum allra tíma. odduraevar@frettabladid.is Hells Angels Um árabil hafa meðlimir þessara þekktustu glæpa- klíku í heimi reglulega verið reknir af landi brott, nú síðast í nóvember. Sennilega eiga fá samtök eins vel þekkta leðurjakka og hinar ýmsu undirdeildir Hells Angels um allan heim. Kalli Bjarni Úr því að Idolið er byrjað aftur af fullum krafti er ekki úr vegi að minna á einn þekktasta jakka landsins. Jakkann sem Kalli Bjarni skartaði þegar hann vann fyrsta Idolið árið 2004. Jakkinn fór á Hard Rock en glataðist svo í mörg ár þar til Kalli Bjarni sjálfur hafði upp á honum aftur. Hvernig líst þér á Eflingarjakkana? Gummi kíró „Það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég sá þessa jakka er kannski þetta yfirbragð sem þau hafa þegar þau eru öll mætt í þessum svarta bomber- jakka. Þau eru svolítið eins og hættulegt mótorhjólagengi sem maður er pínu hræddur við. Varðandi jakkann sjálfan er svartur bomber-jakki auðvitað klassísk flík. Ef þau væru kannski meira brosandi og gæfu frá sér meiri ást og kærleika í fasi væri kannski meiri jákvæðni yfir klæðnaðinum og þá kæmi það kannski betur út á þann háttinn í fjölmiðlum. Ég sjálfur hefði valið svona vínrauða bomber-jakka í aðeins meira oversized sniði. Þá hefði verið hlýrra viðmót frá þeim og þau hefðu verið í dúndrandi nú- tímatísku, þar sem bæði vínrauð- ur og pínu oversized bomber-jakki er bara sjóðandi heitt akkúrat núna. Yfir heildina finnst mér þetta uppátæki samt bara frekar töff og gerir það sem gera skyldi, vekja at- hygli og það er oft það sem tíska gerir. Ég er mjög hrifinn af þessu þótt það megi kannski laga þetta fúla yfirbragð sem er oft svona hjá þessu yndislega fólki að öðru leyti og ég styð þeirra baráttu að sjálfsögðu.“ Bomberinn klassísk flík sem vekur athygli Tweedjakki Raggi Bjarna Það er ekki hægt að nefna jakka án þess að hugsa til konungsins sjálfs, söngvarans Ragnars Bjarnasonar. Hann söng enda í áraraðir um flottan jakka, tvít tvít. Masters-jakkinn Líklega frægasti jakki íþróttaheimsins og þótt víðar væri leitað. Einungis sigurvegarar Masters-móta- raðarinnar fá græna Mast- ers-jakkann og fá hann til varðveislu í eitt ár þar til þeir þurfa að skila honum. n Sérfræðingurinn Indiana Jones Harrison Ford átti líklega besta hlutann á sínum ferli á níunda áratugnum. Þá sló hann í gegn í Star Wars og blés svo lífi í þekktasta fornleifafræðing veraldar, sjálfan Indiana Jones. Jones væri ekkert án síns brúna leðurjakka sem er eins nauð- synlegur hluti af búningnum og hatturinn frægi. böðvar Þór Eggertsson hársnyrtimeistari „Þetta er svaka- leg innkoma hjá Eflingargenginu í nýju jökkunum sínum,“ segir Böðvar og skelli- hlær. „Þegar ég sá þetta i fréttunum þá var það fyrsta sem kom upp i huga minn myndin Wild Hogs með John Travolta og fleirum góðum þegar þeir dustuðu rykið af gömlum klíkujökkum og fóru að ferðast um. En mér finnst jakkarnir alveg töff og mundi sjálfur ganga i svona jakka, en kannski ekki með þessum hætti. Þetta minnir óneitanlega meira á klíku eða mótorhjólagengi frekar en samn- inganefnd stéttarfélags. Merkið á bakinu sá um það. En það verður seint tekið af þeim að þetta var innkoma sem vakti athygli og það er örugglega partur af þessu, og Eflingardrottn- ingin virðist vera í vígahug.“ n Grease Hvort sem það eru rosalegir T- Birds-leðurjakkar John Travolta og félaga eða bleikir Pink Ladies jakkar Oliviu Newton-John og vin- kvenna, þá er augljóst að það eru fáir jakkar eins þekktir og Grease- jakkarnir úr samnefndri söngva- mynd frá 1978. 20 Lífið 12. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttaBlaðiðLíFIð FréttaBlaðið 12. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.