Rökkur - 01.06.1946, Síða 5

Rökkur - 01.06.1946, Síða 5
RÖKKUR 51 upp úr rúminu, sezt á rúm- stokkinn og rær fram og aftur. Hann bítur á jaxlinn, kvartar ekki, grætur ekki. Þó spretta tárin fram, — en það er eins og augun gleypi þau aftur. Þá hefi eg ekkert getað gert nema bera á fótleggi hans, vefja þá, og leggja hann svo fyrir eins og litið barn. . .HELGA: Eg veit — eg veit. En þau verða að hittast. Rúna liefir rétt fyrir sér. Kannske allt annað verði léttbært, ef þau gæti hitzt. Við getum ekki hjálpað þeim annars, svo að dugi. SIGURJiÓN: (Staðnæmist). Hlýddu á, Helga. Þeir eru að syngja „There is a long, long trail awinding“, vísuna um löngu biðnóttina, þangað til draumarnir loks rælast. Hvern- ig er niðurlagið? (Hægt). Já, — „unzt sá dagur mun renna, er við göngum saman á ný þessar sömu slóðir“. — Vesal- ings John. Allt verður honum hl kvalar. (Ber liönd að enni). Helga, þú ert gömul, lifsreynd kona, og þú þekkir liann betur en nokkur önnur manneskja. (Þegir andartak). Eg ætla að Segja þér livers vegna eg óttast svo mjög, að þetta fari ekki vel, þessi tilraun til að sætta þau, konia þeim á rétta braut. Hann hefir misst trúna á mennina yfirleitt, á lífið, guð. Eg veit nú, að hann er á villigötum, en eg get ekki áfellzt hann fyrir að svona er komið. Eg hefi nú séð þessa beizku sorg fyrir aug- um mínum dag og nótt, — hann hatar hana, Helga, hatar hana, af allri sál sinni, og guð einn veit — HELGA: (Róleg). Haltu á- fram. Segðu allt, sem þér býr í brjósti. SIGURJÓN: — hvað gerist, ef þau hittast. Hann skilur skammbyssuna sína aldrei við sig. Hann liefir hana undir koddanum á nóttunni. (Sorg- lega). Stundum óttast eg, að hann ætli að leita aðstoðar þessa „eina vinar, sem eftir er“, eins og hann eitt sinn sagði i beiskju, — ef honum fyndist ógerlegt að bera þessar byrðar lengur. En stundum finnst mér annað -— þegar eg efast um ,að hann sé andlega heill, að hann hafi hana hjá sér — ef fundum hans og hennar sklydi bera saman. HELGA. (Horfir á hann agn- dofa andartak. Segir því næst hægt og rólega): Nonni mundi aldrei skerða hár á konu- eða barnshöfði. SIGURJÓN: Ekki lieill — andlega heill. Eg vildi, að eg ætti trú þína, Helga, en eg hefi litið í huga hans á erfiðum 4*

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.