Rökkur - 01.06.1946, Page 10

Rökkur - 01.06.1946, Page 10
56 RÖKKUR (Tjaldið er dreg'ið niður, en upp aftur nærri jafnharðan. Að áliðinni nóttu. Sama herbergi. Ljós logar nú aðeins á smá- borði, sem hefir verið flutt að öðrum glugganum vinstra megin í slofunni. Helga kemur úr litla herberginu. Hlustar. Gengur því næst fram í eldhús- ið. Það er eins og hún hafi fundið á sér, að nú sé einhver að koma. Það heyrist, er hún opnar skúrhurðina. Rétt á eftir heyrist óglögt, að hún fagnar þeim, sem komnir eru. Talað er í hvíslingum frammi í eld- húsinu og að þeir, sem komnir eru, leggja þar eitthvað frá sér. Því næst koma þær inn Helga og Ása Herman, en Sigrún dvelst enn frammi. Ása Her- man er með barn i fanginu, telpu á 5 ári. Ása Herman er stúlka meðallagi há og frekar grannvaxin. Hún hefir tekið af sér kápu og hatt frammi, en telpan er enn klædd utanyfir- fötum. Ása er fríð sýnum, jörp á hár, með grádökk, stór og skær augu. Svipurinn er ein- beittur og ber það með sér, að liún hefir mótast af erfiðri lífs- baráttu og mótlæti. í andlitinu eru harðir drættir, sem bera vitni beiskju og að hún hefir erfiðað um megn. Hún er þreytt, en ekki buguð. Hún hef- ir haldið áfram lifsbaráttunni vegna barns síns, án þess að hugsa um sjálfa sig. En þrátt fyrir einbeitnina í svip hennar, leynir sér ekki, að henni er ekki rótt, því að óvissan um það, sem framundan er, ofan á það, sem Sigrún hefir sagt henni, er , hún fór til Milwaukee til þess að fá hana með sér heim, í þeirri trú, að það mundi verða til góðs, — veldur því, að minnsta kosti í svip, að henni finnst hún ekki standa eins traustum fótum og þegar hún einbeitti allri hugarorku til þess að sjá fyrir barni sínu. Hún hefir lagt á sig eins og hún hef- ir þolað, andlega og líkamlega, og það er uggur í henni við að hafa tekið að sér hlutverk, sem kannske reynist henni um megn, því að óvissan um allt, sem viðkemur John, er meiri en svo, að hún geri sér vonir um nokkra hamingju sér til handa. Ása er fátækleg, en ekki ósnoturlega klædd, en telpan er vel búin. Hún hefir sett telpuna, Dísu litlu, á borðið, til þess að færa hana úr utanyfirfötun- um). ÁSA: Nú erum við komnar til vina okkar í sveitinni. Á morgun færðu að sjá allar skepnurnar. Og nú færðu mjólk að drekka, eins og þú vilt, og svo háttarðu í stóru rúmi hjá

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.