Rökkur - 01.06.1946, Qupperneq 11

Rökkur - 01.06.1946, Qupperneq 11
R O K K U R 57 mömmu. Það verður nóg hreint loft, við getum haft opna glugga, og það berst enginn hávaði inn — ekkert annað en lireinn, blessaður svalinn utan af sléttunni. HELGA:. (Hefir ekki haft augu af Dísu litlu.): En hvað þú ert dugleg að ferðast, Dísa litla. (Til Ásu): Svaf hún ekk- ert á leiðinni? ÁSA: Jú, í lestinni, þegar á leið ferðina. En í bílnum frá stöðinni hingað heim undir var hún glaðvakandi. DÍSA LITLA: Af hverju heyrist ekkert, mamma? ÁSA: Það er komin hánótt. Allir eru í fasta svefni, nema rnæðgurnar. Og svo er svo kyrrt og rólegt hérna — það er langt til næstu bæja. Hér er enginn hávaði af járnbrautum og bíl- Um og sporvögnum, eins og í Milwaukee, og hérna er fátt íólk. En það er nú samt margt að sjá, sem er gaman að, há tré og blóm og akrar. Og þú getur hlaupið um allt, frjáls og glöð, og eg verð ekkert hrædd um þig. DÍSA LITLA: Er ekkert slæmt hérna? ÁSA: Nei, Dísa mín. Og hérna verðurðu fljótt brún og hraust- leg. SIGRÚN. (Kemur inn með bakl ca með mjólkurkönnu og glösum og ber inn í litla her- bergið. Kemur aftur að vörmu spori.): Á xnorgun sýnir mamma þín þér allt — eða mamma mín. Nú skuluð þið fara að hátta mæðgur. Það er víst ekki vert að draga að koma henni í rúmið, Ása mín. HELGA. (Klappar á koll Dísu): Góða nótt, elskan litla. Sofðu nú vel. DÍSA LITLA: Góða nótt. (Móðir hennar ber liana inn í herbergið og Sigrún með með henni. Helga horfir á eftir þeim mjög hugsandi og bíður þannig, unz Sigrún kemur. Hún hallar á eftir sér, mjög varlega). HELGA: Jæja, Rúna mín. Þið eruð þá komnar heim, heilu og höldnu. SIGRÚN: Já, og eg er glöð yfir að vera komin heim — glöð í veikleika minum. HELGA. (Lágt.): Ertu nokk- urs vísari? SIGRÚN. (Hristir höfuðið): Eg hefi ekki viljað spyrja, mamma. Kannske það sé líka allt aukaatriði. Eg veit það ekki. Eg hefi lagt áherzlu á það eitt, að Nonni væri hjálpar þurfi — bráðrar hjálpar — og að við vildum allt fyrir hann — og hana — gera, en okkar hjálp dyggði honum ekki. HELGA. (Hvíslar): En telp- an?

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.