Rökkur - 01.06.1946, Síða 14
60
RÖKKUR
fyrir góðri stundu farin til
kirkju. Þau liittast vist öll þar
og verða samferða heim. (Þeg-
ir stundarkorn). Já, það er
kyrrt og hljótt hér í dag. Við
—eg — gekk áðan upp á stóra
hólinn hérna fyrir austan og
heyrði ekkert hljóð, nema óm-
inn af kirkjuklukkunum, en
mjög veikt. Hann er á þeirri
áttinni núna, að maður getur
heyrt óminn hérna. Og það
þykir mér vænt um, því að nú
fer eg' að verða svo gömul, að
eg get ekki farið eins oft til
kirkju og áður. (Þegir aftur).
-— Þú kannt því ekki illa,
Nonni, að það er kyrrt og
hljótt?
JOHN: Eg er ekkert um það
að liugsa.
HELGA: Um hvað ertu þá að
liugsa, drengur minn?
JOHN: Um allt — og ekkert.
Til hvers er að tala um það? í
gær datt það í mig að fara með
piltunum, „farfuglunum“, fara
á brott fyrir fullt og allt og
koma aldrei aftur. Kannske
hefði eg átt að gera það ykkar
vegna eigi síður en sjálfs min.
En kannske — kannske eitt-
hvað — hafi komið í veg fyrir
það.
HELGA: Þú veizt að þú get-
ur treyst mér, Nonni minn,
segðu mér eins og er.
JOHN: Það er ekkert að
segja, kannske, eg veit það
ekki. Eg hefi liatað svo djúpt,
ekki séð neitt nema það illa og
eg liefi viljað ganga vegi þess.
Og eg hefi stundum áformað
að flýta endalokum illra örlaga,
einhvern veginn. Eg vaknaði i
nótt, seinni part næiur, og eg
liélt, að eg ætlaði að-
Eg þreif skammbyssuna
mína, en svo hvarf mér mátt-
ur. Eg lagði hana frá mér aft-
ur. En eg sol’naði aftur. Mig
dreymdi hroðalega drauma. Eg
ráfaði í myrkri, lengi, lengi, án
þess að vita livað eg var að
fara. En allt í einu varð bjart,
svo hjart, að eg varð að loka
augunum. Og þegar eg vaknaði
fannst mér eg heyra lítið barn
gráta. En það var ekkert barn í
draumnum. Og ljósið var horf-
ið og eg hélt áfram að horfa út
í myrkrið.
HELGA. (Hefir ekki skilið til
hlitar hvað hann er að fara.
Hægt, varlega): Kannske þú
liafir heyrt lítið barn gráta —
rétt sem snöggvast. (Hún stend-
ur upp); Hér komu gestir í
nótt, skal eg segja þér. (Glað-
legar): Sittu kyr þarna, sem þú
ert. (Gengur til lians og strýkur
hár hans sem snöggvast. Setzt
svo hjá lionum): Eg er orðin
svo útslitin og þreytt, Nonni
minn, og nú vildi eg mega búa
við kyrrð, það sem eftir er
i