Rökkur - 01.06.1946, Page 19

Rökkur - 01.06.1946, Page 19
RÖKKUR 65 horfir á liana): Þú horfir svo Undarlega á mig, eins og það sé engin orka i tillitinu, en ef þú reyndir að horfa í augu mín, í andlit mér, horfa á það, á hvérn harðan drátt, þá gætirðu lesið sögu mína. Eigum við að byrja aftur á upphafinu? Hefirðu gleymt? JOHN: Nei, eg hefi engu gleymt. ÁSA: Gott og vel. Þú hugsað- U' ekki um afleiðingarnar, sem eg varð að taka. Já, eg veit vel, hvað þú munt segja. Annað eins hefir komið fyrir. Eg hefði get- uð skrifað þér og allt hefði get- uð orðið gott. En þú mátt ekki gleyma því, að þótt eg ætti hér vhii og skyldmenni — þá stóð eg ein í þessu. Það hefði verið ^éttara, ef eg hefði enga vini 'Ót. Ef til vll var eg ekki alveg 111 eð sjálfri mér, þegar eg vissi hvernig ástatt var, en eg gat ehki heima verið, eg sagðist ^tla að verða hjúkrunarkona, °g fór til Winnipeg, í von um, að einhvern veginn rættist úr. ^ér finnst þetta kannske kyn- '°gar aðfarir, að fara á brott Svona í háfgerðu reiðileysi, en g^eymdu því ekki, að eg var 'uiglingur, hálfgert barn. Og eg gerði mér einhverjar vonir þá, að allt mundi fara vel, stríðið yrði fljótt búið og þú kæmir, og þegar eg kæmi heim, yrðir þú með mér. JOHN: Þvi skrifaðirðu mér ekki? ÁSA: Það er auðvelt að segja, af þvi að þú skilur ekki hvernig andleg liðan mín var þá. Kann- ske var eg komin á flugstig með það rétt eftir að eg fór að heiman, en í erfiðleikunum, ein míns liðs, með líf undir brjósti, kviknaði hatur í brjósti til þin. Eg formælti sælustundunum, er eg hafði átt með þér, og heit- strengdi að má minningarnar um þig úr liuganum. JOHN: Þú liataðir mig? ÁSA: Eg hataði þig, eins og þú hataðir mig, í blindni hataði eg þig, eins og þú hatar mig. Kannske af því, að ill öfl voru á vegum mínum, eins og þínum. Mín spor — mín ganga til þess að halda lífinu i mér og telpunni minni — voru mér næstum um megn stunaum, og eg hefi orð- ið að, — dæmdu mig ef þú vilt, fyrir livert eymdarspor lið- inna ára, eg dæmi þig ekki. Þess vegna kom eg, að eg gat ekki gleymt, gat ekki haldið áfram að hata. (Sezt. Tekur liönd lians og hann kippir henni ekki að sér): Eg finn, að þú ert að byrja að skilja, að byrja að hætta að hata mig. Nonni. Við getum þá skilið sátt. 5

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.