Rökkur - 01.06.1946, Page 30

Rökkur - 01.06.1946, Page 30
76 RÖKKUR ir, mundu kjósa að lialda uppi skæruliernaði. Og það eru vit- anlega hinir síðarnefndu, sem hættulegastir eru. Sumir þeirra eru einlægir þjóðernissinnar. Aðrir eru ræningjar, oft korn- ungir piltar. Þeir fara um ráns hendi, og njóta þess í fyllsta mæli, að geta lifað og látið sem þeir vilja, en á því lilýtur end- ir að verða livað líður. Japönsku hermennirnir á eynni hafa ekki barizt með eða móti Indonesum, Agi hefir ver- ið góður í liði þeirra og það veldur sennilega ekki miklum erfiðleikum, að koma þeim burt. Þess er að vænta, að för Sir Archibalds Clark-Kerrs nái tilgangi sínum, samkomulag náist, og friður ríki fljótlega á mestum hluta eyjarinnar, en þjóðin verður fyrirsjáanlega enn um hríð að húa við erfið- leika af völdum upplausnar og kreppu. Ibúarnir hafa lýst yfir, að nýlendufyrirkomulagið verði að leggja á liilluna, en þótt samkomulag náist er erfið leið fram undan, þar til örvggi rík- ir, að ekki sé talað um vel- gengni, sem íbúarnir nutu áð- ur í talsvert ríkum mæli. Á þessa leið fórust Ryan orð í útvarpserindi fyrir skemmstu, en í dag bárust fregnir um, að van Mook hefði lagt af stað í dag frá Batavia áleiðis til Hol- lands, til þess að leggja fyrir hollenzku stjórnina tillögur, sem samkomulag hefir náðst um, og þess var sérstaklega getið, að samkomulag hefði náðst um öll veigamikil atriði. Sir Arcliikald Clark-Kerr fór með dr. van Mook til Hollands og einnig þrír samningamenn, sem Sharir forsætisráðherra Indonesiu valdi. Horfir þvi betur nú en nokk- urn tíma áður um lausn þessa mikla vandamáls. Ritfregn. Jónas Hallgrímsson: Grasa- ferð. Prentað sem handril- Rvk. 1945. — Steindórs- prent h.f. Þessi útgáfa á hinni ódauð- legu „Grasaferð“ Jónasar er með sérstökum hætti. — I eftir- mála segir: „Bólc þessi er sett með „Ideal“ korpus og petit a Intertype-setningarvél og prent- uð á tréfrían pappír“ o. s. frv. Af bókinni voru prentuð aðeins 275 eintök, þar af 100 tölusett. — Framan við er mynd af Jón- asi. -— Þessi bók getur vel ver- ið til fyrirmjmdar um það (prentun og pappír), hverniS gefa ætti út fegurstu perlur i íslenzkum bókmenntum.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.