Rökkur - 01.06.1946, Síða 31

Rökkur - 01.06.1946, Síða 31
RÖKKUR 77 Ung hjón gerast landnemar. (Úr útvarpserindi). Og svo er hér aö lokum dá- Htil smásaga, mjög stytt, sem birt var í kunnu ensku viku- blaði fyrir skemmstu, með Riörgum myndum. Sagan er sönn og það gerast ótal slíkar á öllum tímum, og ekki sízt, þegar styrjaldir eru um garð Sengnar. Sagan nefnist „Ung hjón gerast landnemar“. Bifreið, sem hlaðin er hús- Sögnum og ýmsum áhöldum, er ekið að eyðibýli. Ekillinn, íyrrverandi flugmaður í brezka Úughernum, fer að bera liús- Sögnin inn, með aðstoð konu S|unar. Landneminn, Alan ^Urdekin, er 28 ára, hefir verið sJö ár í flughernum, og tekið bátt í orrustunni um Bretland, eR konan hans, Olive, er 26 ára, °§ hefir fram að þessu unnið í skrifstofu. Hún er nú orðin sveitakona. Hversu margir eru ei§i þeir hermenn, sem lialdnir beimþrá óskuðu sér þess, að §eta sezt að uppi í sveit, og erjað jörðina? Meðal þeirra er ^ban og liann er nú að sjá (b’aum sinn rætast. Þau verða að leggja liart að sér, hjónin, lJví landið er komið í órækt, og allt er úr sér gengið. En þau eru bæði ósmevk við að taka á því, en þau fá sín laun, þau eru óháð, og svo er ánægjan, sem því fylgir að búa við barm móður náttúru. Og þeim er vel ljóst, að þau eru að vinna verk, sem er þess vert, að það sé unnið, og jarðvegurinn er frjór. Að erja jörðina og láta hana bera ávöxt, hefir á öllum tím- um og í öllum löndum, verið höfuðverkefni manna, með því er lögð traustasta undirstaðan að velferð þjóðanna. Og í Bret- landi nú, vegna styrjaldar og illra áhrifa liennar, er aukin matvælaframleiðsla brýn nauð- syn. — Stríðs-landbúnaðarráðið læt- ur plægja akrana fyrir Allan. Annað verður hann að gera sjálfur og kona hans. Fyrsta árið ræktar hann aðallega kar- töflur, hafra og hey, en svo ætlar hann sér að kaupa sauðfé. Fyrsta árið fer að miklu leyti í að hressa allt við og leggja grundvöll að framtíðarstarfinu. Þegar þau komu að hvítkalk- aða húsinu sínu á Pembrokes- hireströndinni lag'ði reyk til lofts úr reykháfnum. Þar sem er eldur á arni er heimili. En

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.