Rökkur - 01.06.1946, Side 34

Rökkur - 01.06.1946, Side 34
80 RÖKKUR úrkomu. September var einnig fremur hlýr og yfir meðallagi, eða 9,4 C°, en úrkoman geisi mikil, 202.1 mm. Þessir 5 mánuðir hafa því hvað hlýindi snertir verið held- ur yfir meðallag, en úrkoman fallið lielzt á þann tíma sem ó- hentugt er fyrir heyskap og þræskun fræ- og korntegunda. Kartöfluræktin varð einnig erfið í framkvæmd vegna vot- viðranna í september, og víða kom mygla fram í kartöflum þegar fór' að líða fram yfir miðjan september, olli þetta töluverðum ódrýgindum á kar- töfluuppskeru álmennt, og einnig varð eg var við hana i myglunæmum tegundum, eins og Gullauga. Kornræktin. Byrjað var að sá í kornakr- ana 21. apríl (vorið 1945) og lolcið 3. mai; sáð var byggi og höfrum í tæpa 9 ha. Komið var upp í ökrunum 15.—20. maí, og kom kornið heldur seint upp vegna þurrkanna. Spretta akr- anna miðaði hægt, en þó virtist spretta vera í meðallagi um mánaðamótin júní—júlí. Bygg skreið (þ. e. setti ax) um 12. júlí og hafrar 18. júlí. Byggið virtist fullþroska 5.—10. sept. og hafrar 15.—18. september. Virtist þroskun í meðallagi þrátt fyrir rigningasaman þroskunartíma. Uppskeran á byggingu fór fram frá 20.—30. sept. eða 2— 3 vikum seinna en þurft hefði og sama má segja um hafrana, að þeir voru ekki uppskornir fyrr en fyrst í okt. og fram yfir miðjan okt., sem uppskerunni varð lokið. Vegna þess að eigi var hægt vegna rigninga, og mannfæðar að framkvæma uppskeruna þegar lcornið var að verða full' þroska, marð mikill hluti þess fju’ir gírugri ásókn fugla (gæsa og anda) og ódrýgði það upp' skerumagnið geisi mikið. P° varð endirinn sá, að kornið alh náðist í hlöðu áður en snjóar komu, ekki var þó allt korn hirt fyrr en 14. desember, og hefir aldrei svo seint orðið í þaR 23 sumur sem eg hefi átt við ræktun korns. Rannsóknir á kornþyngdinm á byggi hefir sýnt að það er i meðallagi þungt eða um 33 gr> þúsundið. Hafrar aftur á móti yfir meðallag þungir eða 38—' 41 gr. þúsundið. Spírunartil' raunum er ekki lokið enn, en líklegt virðist að byggið hafi góðan gróþrótt, en hafrar munU sennilega gróa verr. Uppskerumagn mun ekki hafa orðið yfir 10—11 tn. af ha- s. 1. sumar fyrir bygg og hafra»

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.