Rökkur - 01.06.1946, Qupperneq 38

Rökkur - 01.06.1946, Qupperneq 38
84 RÖKKUR samanburður er gerður á að- búnaðiuum í hraðlestinni og' að- búnaði almennings i styrjaldar- löndunum, kemur í ljós mikill munur. — Og áfram brunar hraðlestin. Um nóttina er farið fram lijá stöðum, sem kannske hefðu vakið suma farþegana til umhugsunar um blákaldan veruleikann, ef þeir hefðu verið vakandi og myrkrið ekki hulið margt sjónum þeirra. Margir vagnarnir í lestinni voru notaðir í styrjöldinni, til flutnings á þýzkum úrvalsher- sveitum, eða þýzkir liershöfð- ingjar höfðu þá til afnota. Lestarstarfsmennirnir frönsku fóru ekki nema til landa- mæranna, en þar tóku þýzkir járnbrautarstarfsmenn við, og eru þeir einnig undir amerískri stjórn. Sömuleiðis annast Þjóð- verjar allar viðgerðir undir eftirhti Bandaríkjamanna. — Starfsfólk í eldhúsi lestarinnar og þjónar fá mat sinn hjá Bandaríkjamönnum, en járn- brautarmennirnir þýzku verða að sætta sig við sama matar- skammt og Þjóðverjar almennt. Þegar einn þeirra var spurður að því, hvort lionum þætti þetta ekki óréttlátt, svaraði hann þvi, að hann hefði aldrei um það hugsað. Til þessa hefir ekkert slys komið fyrir, og það þóít aka verði „blint“, sem kallað er, yfir hernámssvæði Bússa. 1 fyrstu eða þar til í ágúst síðasfliðnum var ekið að eins til Frankfurt, en í október var far- ið til Helmstedt, og mánuði sið- ar féllust Bússar á, að hraðlest- in yrði í förum til Bcrlinar. Ef miðað er við núverandi á- ætlun er komið til Helmstedt klukkan 2—3 að næturlagi. Þai' fer ameríski lestarstjórinn og túlkur lians til fundar við Bússa. Og lestarstjórarnir bera Búss- um fremur vel söguna, þegai' þeir fara að kvnnast þeim. En oft gerist sitt af hverju, sein vcldur erfiðleikum i bili. Kvöld eitt, er hraðlestin nam staðar i Helmstedt komu tveir menn klæddir rússneskum einkennis- búningum og stálu nokkruin koffortum. Amerískir hermenn hófu vélbyssuskothríð á þá, og rússneskur skriðdrekasveitai'- foringi vaknaði við vondan draum og fór að rannsaka mál- ið. Þegar honum hafði verið sagt hvað gerst liafði lofaði hann að gera allt, scm í hans valdi stæði til að hafa hendur í liári sökudólganna, sem — meðal annara orða — voru ef til vill ekki rússneskir. En slíkir viðburðir eru ekki til þess falln- ir að bæta sambúðina. Mestu erfiðleikum veldur það, er hraðlestin kemur frá Berlín,

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.