Rökkur - 01.06.1946, Side 42

Rökkur - 01.06.1946, Side 42
88 R Ö K K U R ir gefið út smásagnasöfn. (Kon- an á klettinum, 1936. Á förnum vegi, 1941). Kunnastur er þessi höfundur fyrir bækur þær, er hann hefir ritað fyrir börn og unglinga, m. a. Ijóðið um Gutta, sem komið liefir í þrem útgáf- um. Hjónin á Hofi ,ljóð, kom einnig í þremur útgáfum, og Það er gaman að syngja, ljóð, hefir komið í tveimur útgáfum. Loks eru Vinir vorsins, skáld- saga, Skóladagar, skáldsaga, og Þrjú ævintýri, Ijóð. — í liinni nýju bók Stefáns eru 10 smá- sögur. — Stefán hefir aflað sér mikilla vinsælda með bókum sínum, og þeir, sem ekki þekkja bækur hans nema af afspurn, ættu að kynna sér þær. Lýsing'- arnar eru ósviknar og höfund- inuin lætur vel að segja frá. Á valdi hafsins. Höfundur þessarar sögu er Jóhann J. E. Kúld, sem þegar varð allkunnur fyrir bók sína, íshafsævintýri 1939, en síðar komu Svífðu segl- um þöndum, Á hættusvæðum og Um heljarslóð. — Kúld er hressilegur höfundur, sem vert er að kynnast. Gestir á Hamri. Höfundur Sigurður Helgason. Þetta er saga handa unglingum, með myndum, teiknuðum af Birgi Kristjánssyni. Sagan hefst á því, að Óli á Hamri „stóð úti á yztu snös klettagnípunnar utan við túnið og þóttist vera landkönn- unarmaður“. Hann var með sjónauka föður síns og sá í hon- um hafísinn bruna að landi. „En úti á hafísnum var óboðinn gestur á ferð. Það var ungur ís- hjörn, en þó fullvaxinn“. Frá- sögnin um hafísinn, óboðna gestinn, og Óla og' fólkið ó Hamri, mun heilla unglinga, sem lesa þessa bók. Og eg er ekki viss um, nema þeir, sem eldri eru, liafi gaman af að lesa liana lika. Eg las hana fyrir litinn dreng' sem eg á, og þótti okkur báðum góð skemmtun að sög- unni. Sigurður Helgason er g'óð- ur, vandaður höfundur, og und- ir það munu allir taka, sem kynnzt hafa bókum hans. ♦ Guðjón Jónsson; Á bernsku- stöðvunum. ísafoldarprent- smiðja li.f. Reykjavík 1946. Höfundur þessarar bókar er lesendum Vísis að góðu kunnur. Eg var enn blaða- maður við Vísi er Guðjón fór að senda blaðinu greiai' til birtingar ísunnudagsblaðinu, og þær fjölluðu allar um ein- liverjar minningar þessa sæmd- arbónda, er flutzt hafði úr af' skekktum landshluta, eftir langt og vel unnið starf, til Reykja- víkur. Mér er vel um það kunn- ugt, að margir kunnu vel að

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.