Rökkur - 01.06.1946, Síða 44

Rökkur - 01.06.1946, Síða 44
90 RÖKKUR bókinni. Bókin er 228 blaösiður og pappír vandaöur og frágang- ur allur. Heiman eg fór. Vasalesbók. Víkingsútgáfan. — Rvík 1946. Gísli Gestsson, Páll Jónsson og Snorri Hjartar- son tóku saman. Snorri Hjartarson segir í formála, að það sé „trú okkar, sem áít höfum kvölina og' völ- ina við þessa útgáfu, að efnið sé það fjölskrúðugt, að allir geti fundið þar eitthvað, sem þeim fellur í geð, bitta þar gamla vini og eignast aðra nýja, og að eng- inn verði bókarlaus, sem stingur lcverinu í vasann eða bakpok- ann, og það þótt liann fari i langa ferð og um óbyggða staði. Á slíkum ferðalögum, i nátl- stað, i sveilalvyrrð og öræfatign, er bugurinn opinn og næmur fyrir áhrifum, og þá er gott að hafa við höndina í litilli bók nokkuð af því, sem fegurst bef- ir verið skrifað og ort á íslenzku máli“ o. s. frv. Það er vafalaust rétt hjá Snorra Hjartarsyni, að lesandinn muni finna hér nokk- uð af því fegursta, sem skrifað liefir verið og ort á íslenzku, og sýnir það, að bann, sem er smekkmaður á fagrar bók- menntir, gerir sér ljóst, að ís- lenzkar bókmenntir eru svo auðugar, að í bók sem þessari er ekki rúm fyrir nema nokkuð af liinum fegursta bókmennta- gróðri þjóðar vorrar, en til marks um það hversu fleipurs- lega er um bækur skrifað í blöð oft og tíðum, er það, að í víð- lesnu blaði var sag't í ritfregn um þessa bók: „Mun lítið vanta á, að hér sé bók, sem geymi flest af því allra fegursta og snjall- asta, sem skrifað hefir verið á vora tungu frá landnámstíð“- Ef slík ummæli hefðu við rök að styðjast væri margt léttmetk sem áður hefir verið gullvægt talið. — En um efni bókarinn- ar er það að segja, að það er fjölbreytt mjög, margt af þv* skíra gull, og lesandinn, hvort sem bann er á ferðalagi eða beima hjá sér, þarf ekki a'ð fletta lienni lengi, til þess að komast að raun um, að hér er bók, sem fengur er i og gott að geta gripið til. En hvers vegna hún er kölluð vasalesbók er xnér ráðgáta, og í formála er hún kölluð „kver“ og „lítil bók“, eI1 hún er nú hvorki meira ne minna en 286 bls. i stóru brotn og þétt sett, svo að lesmál el’ meira en í mörgum bókuin sömu blaðsíðustærðar. Fra- gangur er binn vandaðasti. — Þótt eg líti svo á, að mikill feng' ur sé að bókinni, sbr. það, sein að framan var sagt, mundi c-

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.