Rökkur - 01.12.1949, Blaðsíða 38
150
RÖKKUR
gerðum skyldu okkar og
reyndum að sofa þess á milli.
Á undan áætlun.
Sunnudagsnóttin, önnur
nótt okkar á flugi, leið, og
við urðum undrandi á mánu-
dagsmorgni að heyra rödd
Willie Sontag, liðsforingja, í
talstöð okkar. Sontag og
Slipp voru flugstjórar á
„tank“-vélunum tveim, sem
sendar höfðu verið á undan
okkur til Dhahram, flug-
stöðvar á austurströnd Saudi
Arabiu. Sontag sagði: „Bölv-
aður rokkurinn þinn! Þú lézt
mig fara klukkustund fyrr á
fætur en eg hafði ætlað.“ Eg
leit á úrið mitt og sá, að við
vorum klukkustund á undan
áætlun.
Eg þekkti Sontag ágætlega
og umhleðslan á benzíninu
gekk að óskum. Sontag ósk-
aði mér góðrar ferðar, þegar
allt var búið og snéri við í
áttina til flugstöðvarinnar.
Við vorum á ný einir á flugi.
Næsti áfangi leiðarinnar
var fyrir mig sá einkennileg-
asti af allri ferðinni. Við vor-
um nefnilega yfir þeim hluta
jarðarinnar þar sem eg hafði
flogig svo iðulega yfir meðan
á styrjöldinni stóð. Félagar
mínir sátu við glugga vélar-
innar og virtu fyrir sér hin
mörgu smáþorp í Indlandi og
fjölda varðelda, sem brunnu
að næturlagi og lýstu örlít-
inn blett. Af einhverjum á-
stæðum tóku allir upp á því
að baða sig og raka. Einn af
vélstjórunum snéri sér að fé-
laga sínum, er hann var að
raka sig og spurði: „Hvert
heldur þú eiginlega að þú sért
að fara?“
Ekki með öllu
vonlaus.
„Það er stúlkukind í Kal-
kutta, sem eg þekki,“ svaraði
hinn. „Maður veit aldrei hvar
þetta endar.“
Enn vorum við ekki sann-
færðir um það, að okkur
myndi takast að komast á
leiðarenda.
Síðan flugum vig yfir
Bengal-flóa og Andaman-
eyjar. Mér kom til hugar, að
á Andaman-evjum eru enn
mannætur í fullu fjöri og fá
að stunda iðju sína óáreittar.
Um þetta leyti hlýddum
við á danslög í úvarpinu frá
Singapore, en þag virtist ekki
fjörga mig. Mér komu til
hugar ýms atvik, frá því úr
styrjöldinni er eg stjórnaði
flugvél, sem gerði loftárás á
borgina.
Fimmtíu klukkustundum
eftir að við fórum frá Fort