Rökkur - 01.12.1949, Blaðsíða 47
ROKKUR
159
Þegar barni Lindberghs
var rænt
EFTIR ELMER IREY
í glæpaannálum Vesturálfu, þar sem úir og grúir af
frásögnum um furðulega og hörmulega viðburði, mun
vart nokkur frásögn átakanlegri en sú, er fjallar um
ráni á barni Lindberghs flugkappa og konu hans. Mik-
ið hefir um þetta mál verið rætt og ritað, en það hefir
orðið hlutskipti Elmers L. Irey, fyrrverandi yfirmanns
upplýsingadeildar Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna
að varpa nýju ljósi á ýmislegt, sem gerðist mánuðina,
er leitað var sem ákafast að Bruno Richard Haupt-
mann, en þeirri leit lyktaði með því, að hann var hand-
tekinn og fékk sinn dóm. — Hér birtist nú, nokkuð
stytt, frásögn þess manns, sem með réttu getur haldið
því fram, að hann hafi átt hvað mestan þátt í, að sann-
leikurinn kom í Ijós.
Bregðum okkur sem snöggvast í huganum á fundarstað
nokkurn. Þar er margt manna, reykhaf mikið, og rætt
fram og aftur um barnsránið. Þarna er Charles A. Lind-
bergh sjálfur, vfirmenn úr lögreglu New York fylkis og
New Jersey, og þar er margt leynilögreglumanna, og bófa,
sem lögreglan hafði kvatt þangað á sinn fund. Þrívegis
á fundi þessum hefir Arthur P. Madden, úr upplýsinga-
deild fjármálaráðuneytisins, tekizt að fá orðið. Hann held-
ur kyrrlátlega fram skoðun sinni á þvi, hvernig ef til vill
mætti takast að afla mikilvægra upplýsnga, sem leiða
myndu til þess, að hið sanna kæmi í Ijós í þvi barnsráns-
og morðmáli aldarinnar, sem mesta athygli vakti.
Fundurinn var haldinn í New York borg og á nokkur-
um mínútum gerði Madden glögga grein fyrir skoðun
sinni, að lykill að gátunni kynni að finnast í aðeins hálfr-
ar klukkustundar fjarlægð, ef farið væri á vettvang í
bifreið.
1 livert skipti, sem Madden tók til máls, viðurkenndu