Rökkur - 01.12.1949, Blaðsíða 61
RÖKKUR
173
ir þá. Rússar hafa opinber-
lega stimplað tólf stjórn-
málaleiðtoga í Berlin sem
vestræna „íhalds-attan-í-
ossa“, og styrjaldar undir-
róðursmenn. Og efstur á
listanum er borgarstjóri
Berlínar, Ernst Reuter, mað-
ur mikill vexti og „hvergi
smeykur hjörs í þrá.“
Ekki átti það að þurfa að
vekja furðu nokkurs manns,
að Reuter er þarna efstur á
blaði. Ráðstjórnarherrarnir
eru minnugir vel, og er þeir
hata, skýtur hatur þeirra
sér jafnan djúpum rótum.
Og er menn minnast þess,
að Reuter er fyrrverandi
kommúnisti, — og fyrrver-
andi vinur Lenins og fyrr-
verandi aðalritari þýzka
kommúnistaflokksins —
munu þeir skilja hvemig á
því muni standa, að ráð-
stjórnarherramir hata þenn-
an mann, sem sagði skilið
við „stalinismann“ fyrir
tíu árum.
Mæðir mest
á Reuter.
Ernst Reuter er nálægt
sextugu. Hann er hár mað-
vr vexti og þrekinn. 1 aug-
um hans gneistaði forðum af
eldlegum áhuga byltingar-
mannsins, en nú ber tillit
þeirra vitni lifsreynslu og
umburðarlyndi. Hár hans er
farið að grána, hann er all-
feitlaginn í andliti, einarð-
legur, og er sem glampi á
það, er gaman- eða hæðni-
yrði falla af vörum. Hann
ber franska Alpa-húfu á
höfði, blátt áfram vegna
þess, að honum fellur slíkt
höfuðfat bezt, og hann
gengur við staf, af því að
hann þarf þess með. Hann
er í rauninni ekkert stjóm-
málamannslegur, nema ef
vindillinn hans væri tákn
þess, en Ernst Reuter reykir
eftir því sem tóbaksskammt-
urinn leyfir.
Nú, er „orrustan um Ber-
lín“ er háð, verður Emst
Reuter að leggja gjörva
hönd á margt, — flest, nema
stýra flugvélunum, sem
flytja nauðsynjar til borgar-
búa, mætti næstum segja.
Hann hefir verið kjörinn yf-
irborgarstjóri Berlínar, án
viðurkenningar Rússa vitan-
lega, og er ríki hans því að-
eins Vestur-Berlín. Hann
hefir yfirstjórn flutninga-
mála og allra bæjarmála í
sínum höndum og hann er
aðalleiðtogi stærsta stjórn-
málaflokksins í Berlín,
jafnaðarmanna. Hann á
sæti í miðstjórn jafnaðar-