Fréttablaðið - 02.02.2023, Qupperneq 26
elin@frettabladid.is
Ingrid Alexandra, prinsessa og
arftaki krúnunnar í Noregi á eftir
föður sínum, fagnaði 19 ára afmæli
21. janúar. Norðmenn eru afar
stoltir af þessari ungu prinsessu
sem er mikil íþrótta- og útivistar-
kona. Skíðaíþróttin er í hávegum
höfð eins og hjá öðrum í fjölskyld-
unni en einnig hefur hún mikinn
áhuga á brimbrettum og hefur
komist í undanúrslit í þeirri grein.
Ingrid er á lokaári í menntaskóla
en hefur ekki enn ákveðið hvað
hana langar til að læra í framhald-
inu. Foreldrarnir hafa sagt að hún
fái að velja það nám sem hugur
hennar stefnir á. Bæði afi hennar,
Haraldur konungur, og faðir,
Hákon krónprins, gengu í herinn
eftir menntaskóla. Prinsessan
hefur farið í nokkrar heimsóknir
í norska herinn þar sem hún fékk
fræðslu um verkefni hans. Það
mun vera hluti af lærdómi hennar
fyrir framtíðarstarf sem drottning
Noregs.
Norðmenn fylgjast grannt með
prinsessunni og fjölmiðlar hafa
greint frá því að henni sé umhugað
um umhverfismál, noti til dæmis
oft og tíðum kjóla úr fataskáp
móður sinnar. Netmiðillinn VG
hefur bent á þetta og sýnt nokkrar
myndir af móður og dóttur í sama
kjólnum. Mjög jákvætt að endur-
nýta dýran fatnað, segir blaðið, en
móðir Ingridar, Mette-Marit, hefur
oft verið gagnrýnd fyrir að ganga í
óheyrilega dýrum merkjafatnaði.
Kjóllinn sem Ingrid klæddist á
opinberri konunglegri mynd þegar
hún varð 18 ára er meðal þeirra
sem móðir hennar hafði áður
klæðst. n
Prinsessa endurnýtir
fatnað móður sinnar
Opinber mynd af Ingrid Alexöndru
þar sem hún klæðist kjól móður
sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Litríkir gestir á
tískuvikunni í París
Tískuvikan í París fór fram seinni hluta janúarmánaðar. Að
venju var mikið um dýrðir hjá stærstu tískumerkjum heims
en það eru ekki síst gestir hátíðarinnar sem vekja athygli
fyrir skrautlegan og skemmtilegan klæðaburð. Lítum á
nokkra vel valda karlkyns gesti hátíðarinnar.
starri@frettabladid.is
Bleikir
leðurskór
frá Dior vöktu
athygli.
Gul-
ur blazer-
jakki yfir bláan
jakka frá Louis
Vuitton. Pilsið setur
svo punktinn yfir
i-ið.
Blóm
í alls kyns
litum lífga svo
sannarlega upp
á umhverfið.
Bleiki
liturinn
og regnboga-
lituð Louis Vuitton
handtaska passa
ljómandi vel
saman.
Sam-
stíga vinir í
fatnaði frá Louis
Vuitton. Gleraugun
setja skemmti-
legan svip á
útlitið.
Ljós-
brún
ullarpeysa og
víðar buxur passa
vel við svarta
frakkann.
Dún-
kenndi guli
frakkinn veitti
gott skjól ásamt
gulri húfu á
höfði.
40 mg
100 mg
50 mg
2,5 mcg
Kollagen týpa II
Víðisbörkur
Kúrkúmín
D3-vítamín
Liprari liðir,
alla daga
fyrir bættan hreyfanleika,
uppbyggingu brjósks og
heilbrigði liða
BUILD-YOUR-JOINTS
GOOD ROUTINE® fæst í Apótekaranum, Nettó,
Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Lyf og heilsu,
og á goodroutine.is
K
AV
IT
A
4 kynningarblað A L LT 2. febrúar 2023 FIMMTUDAGUR