Fréttablaðið - 02.02.2023, Page 34

Fréttablaðið - 02.02.2023, Page 34
Það sem er fallegt við þessar hátíðir er að fólk kemur út til þess að skoða verkin sem er kannski ekkert endilega að fara á söfn eða hefur ekkert endilega áhuga á listum. Sesselja Jónasardóttir og Celia Harrison eru listrænir stjórnendur tveggja verkefna þar sem einblínt er á ljóslist. Annars vegar Ljósaslóðar Vetrarhátíðar, sem verður opnuð um helgina í Reykja- vík, og hins vegar Listar í ljósi sem fer fram á Seyðisfirði í næstu viku. Ljósaslóð Vetrarhátíðar er göngu- leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll sem er vörðuð með ljós- listaverkum eftir ýmsa listamenn. „Þetta eru alls kyns verk með alls konar miðlum. Þetta er sýning sem gerist aðallega úti og byrjar hjá Hallgrímskirkju og fer niður Skóla- vörðustíg, Bankastræti, Austur- stræti og endar á Austurvelli. Síðan eru líka verk í Ráðhúsinu sem eru partur af slóðinni,“ segir Sesselja. Allir tengja við ljós Fjölbreyttur hópur listamanna tekur þátt í Ljósaslóð, þar á meðal Sigurður Guðjónsson, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2022, sem sýnir verk í Hallgrímskirkju, Hrafnkell Sigurðsson og Þórdís Erla Zöega. Sýningin er opin dagana 2. til 4. febrúar og hvetur Sesselja fólk til að mæta og skoða ljóslistaverkin. „Þú getur mætt á þínum tíma með þínu fólki, rölt niður leiðina og séð mismunandi verk á mismunandi stöðum,“ segir hún. Eins og áður sagði er Sesselja einn- ig listrænn stjórnandi hátíðarinnar Ljóslist í brennidepli Sesselja og Celia tóku á móti Eyrarrósinni 2019 fyrir List í ljósi, sem eru verðlaun veitt árlega fyrir af- burða menning- arverkefni utan höfuðborgar- svæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI List í ljósi á Seyðisfirði ásamt Celiu Harrison en hátíðin verður haldin í áttunda skipti dagana 10. og 11. febrúar. Um er að ræða fjölskyldu- væna hátíð sem baðar Seyðisfjarð- arbæ í ljósadýrð á einum myrkasta tíma ársins. Hvað heillar þig við ljóslist? „Ég held að ljós séu eitthvað sem allir tengja við. Við erum náttúrlega að vinna með alls konar miðla og þú getur í rauninni lýst hvaða miðil sem er með ljósi, hvort sem um er að ræða myndlist, hljóðlist og fleira. En það sem er fallegt við þessar hátíðir er að fólk kemur út til þess að skoða verkin sem er kannski ekkert endi- lega að fara á söfn eða hefur ekkert endilega áhuga á listum. Það er það sem þessar hátíðir hafa, þær draga út alla, unga krakka sem eldri borg- ara.“ Engin sól í fjóra mánuði List í ljósi er haldin samhliða endur- komu sólarinnar á Seyðisfjörð en á meðan skammdegið ræður ríkjum skín engin sól á Seyðisfjörð í tæpa fjóra mánuði. „Ástæðan fyrir dagsetningunni er sú að sólin er náttúrlega búin að vera horfin í fjóra mánuði. Hún skín ekki í andlitið á okkur á Seyðisfirði í þrjá til fjóra mánuði,“ segir Sesselja. List í ljósi hlaut Eyrarrósina 2019 sem eru verðlaun veitt árlega fyrir af burða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Sesselja segir það hafa verið mikinn heiður og staðfestingu á því starfi sem þær Celia hafa unnið að í tæpan áratug. Fjölmargir listamenn koma fram á List í ljósi þetta árið, mestmegnis íslenskir listamenn frá Austurlandi og víðar. „Við erum að einbeita okkur að fólki sem býr á Seyðisfjarðarsvæð- inu og líka Íslandi yfir höfuð. En við erum með einn og einn erlendan listamann, til dæmis hana Abigail Portner sem vinnur mjög mikið fyrir Animal Collective og önnur stór nöfn í Bandaríkjunum. Hún kemur og ætlar að varpa stórum verkum á tvö hús. Síðan verðum við aftur með Sigurð Guðjóns- son sem ætlar að varpa á kirkjuna okkar heima á Seyðisfirði, þannig að við ætlum að tengja hátíðirnar tvær saman með kirkjunum okkar,“ segir hún. Skiptir hátíðin miklu máli fyrir Seyðfirðinga? „Já, hún er mjög mikilvæg fyrir Seyðfirðinga. Hún gerist náttúrlega á dimmasta tíma ársins þannig að þetta er rosa mikill fögnuður og eitthvað sem Seyðfirðingar hlakka alltaf rosa mikið til. Það er mikill stuðningur og það eru einhvern veginn allir með okkur í liði sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Slökkva öll ljós í bænum Það sem er sérstakt við List í ljósi er að meðan á hátíðinni stendur eru öll ljós slökkt í bænum svo bæjarbúar og gestir geta notið ljóslistaverk- anna í niðamyrkri vetrarhúmsins. „Sem betur fer er Rarik með okkur í liði þannig að við fáum að slökkva öll ljós, götuljós og húsaljós og síðan kveikjum við á verkunum mínútu síðar og þau lýsa upp bæinn. Þannig að þetta verður mjög drama- tísk og falleg stund,“ segir Sesselja. Hafa bæjarbúar aldrei orðið pirr- aðir á því að ljósin séu slökkt? „Nei, alls ekki, þeim finnst bara held ég svolítið rómantískt að fá að labba um í myrkrinu. Á köflum er náttúrlega algjört myrkur, ef það er langt á milli verka, og það er eitt- hvað sem fólk upplifir mjög sjald- an. Að fá bara ró og næði og labba um í myrkri. Oftar en ekki koma líka norðurljósin og kíkja aðeins á okkur.“ n Guðmundur Oddur Magnússon eða Goddur eins og hann er oftast kallaður, er graf- ískur hönnuður, myndlistarmað- ur og kennari. Goddur segir lesendum Frétta- blaðsins frá listinni sem breytti lífi hans, tveimur verkum eftir franska listamanninn Marcel Duchamp sem hann sá sem ungur maður árið 1979 í heimsókn á listasafnið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. „Það eru tvær myndlíkingar um hvað manni finnst fallegt, það er annars vegar spegillinn; þegar þú sérð eitthvað af sjálfum þér í einhverju, sínum augum lítur hver á silfrið. Svo er það hin tegundin þar sem myndlíkingin er hurð eða gluggi sem opnast inn í annan heim og þú breytist við það, þú ferð á svæði sem þú hefur aldrei áður komið á. Þegar maður er að uppgötva verk eftir Marcel Duchamp, eins og The Bride Stripped Bare by Her Bachelors, Even (The Large Glass) eða Stóra glerið, sem er myndlík- ing fyrir gullgerðarlist eða alkemíu. Þegar maður áttar sig á þessu, átökunum sem eru í glerinu á milli brúðgumans og brúðarinnar, á milli hins kvenlæga og karllæga, þá kemur þetta móment þegar maður fær skilning. Hitt verkið eftir Duchamp heitir Étant donnés eða Gægjugatið, þar horfir maður í gegnum gægjugat á táknmynd sem er einhvers staðar úr grískri goðafræði, mjög líklega táknmynd fyrir Pallas Aþenu eða Mínervu þar sem hún heldur á kyndli en hún er búin að missa kyndilinn og liggur eins og hún hafi verið svívirt. Þetta eru þau verk sem voru fyrir mig grundvallarverk. Þetta var fyrsta stóra upplifunin þegar maður fattaði opnunina, þegar maður fór inn í annan heim og fékk nýjan skilning.“ n Marcel Duchamp við verk sitt Stóra glerið árið 1965. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY LÍFIÐ & LISTIN | Þetta var fyrsta stóra upplifunin þegar maður fattaði opnun- ina. Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is tsh@frettabladid.is Sýningin Snúrusúpa verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á Vetrar- hátíð klukkan 18.00. Um er að ræða samsýningu ungra listamanna sem hafa allir vakið athygli fyrir verk sem nýta sér rafmagn á einn eða annan hátt. „Grunnhugmyndin er í rauninni að smala saman listamönnum í yngri kantinum sem eru að vinna með rafmagn með einum eða öðrum hætti. Það er alltaf einhver að gera slíkt en það hefur kannski svolítið verið um það að fólk hefur verið hvert í sínu horni, þannig að okkur langaði að taka saman ýmis sjónarhorn á þetta viðfangsefni,“ segir Atli Bollason, einn listamanna og skipuleggjenda sýningarinnar. „Ég held að það hafi heppnast alveg þokkalega vel því við erum með verk sem fara frá því að fjalla um framleiðslu rafmagns, vídeó sem er skotið við uppistöðulón í Mexíkó, út í verk sem eru að vinna hreinlega með ljós og hljóð, til dæmis upptökur af rafkerfum, og svo meira út í tölvutækni,“ bætir hann við. Að sögn Atla er rafmagn bæði við- fangsefni og efniviður sýningarinn- ar og þá ekki bara sem utanaðkom- andi af l heldur einnig rafmagnið innra með okkur. „Við erum líka að reyna að horfa á rafmagn ekki bara sem þetta hefðbundna, einhverja vél sem þú stingur í samband, heldur erum við líka að hugsa um rafmagnið sem er innra með okkur og knýr heilann og taugarnar. Reyna að skoða þetta í svolítið víðara samhengi því raf- magnið varð náttúrlega til löngu áður en mennirnir fóru að beisla það,“ segir hann. Atli er sjálfur með tvö verk á Snúrusúpu sem byggja bæði á rafmagni á sinn hátt. „Ég er með tvö verk sem hverfast bæði svolítið um minni og minningar, sem við köllum ekki fram nema Rafmagnið ytra og innra fyrir tilstilli rafmagns. Það er bæði efniviðurinn og umfjöllunarefnið. Í öðru verkinu er ég búinn að hakka slides-varpa og skipta perunni út fyrir strobe-ljós. Svo læt ég fundnar minningar, sem ég fann einhvern tíma á götumarkaði, leiftra sitt á hvað.“ Sjö listamenn taka þátt í Snúru- súpu, þau Andri Björgvinsson, Atli Bollason, Hákon Bragason, Pat- ricia Carolina, Sean Patrick O’Brien, Una Sigtryggsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð. Sýn- ingin fer fram í Tjarnarsal Ráðhússins og er opin 2. til 5. febrúar á milli klukkan 18.30 og 22.30. n Atli Bollason er einn listamanna og skipuleggjenda sýningarinnar Snúrusúpa í Ráðhúsi Reykjavíkur. 22 MENNING FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.