Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2023, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 02.02.2023, Qupperneq 37
Þessi tímamót eru ljúfsár fyrir mig. Dagur B. Eggertsson Það er mikil spenna að hefja leika aftur. Sóley Kristjánsdóttir benediktboas@frettabladid.is Metþátttaka er á World Class stúd- íó-námskeiði sem um 70 barþjónar frá öllum landshornum sækja og líkja mætti við MBA-nám í starfs- greininni og þar verða þjónarnir dæmdir af verkum sínum sem að sjálfsögðu eru drykkir sem þeir blanda í anda ákveðinna þema. Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni, gæði og upplifun og stigagjöf eftir því. Í vor keppa síðan tíu stigahæstu barþjónarnir í lokakeppni og sigur- vegarinn mun síðan mæta þeim bestu frá öðrum löndum í alþjóð- legri World Class-keppni. „Ísland hefur tekið þátt fjórum sinnum og þrjú ár eru liðin síðan síðast. Ísland mun framvegis taka þátt annað hvert ár þannig að það er mikil spenna að hefja leika aftur,“ segir Sóley Kristjánsdóttir, vöru- merkjastjóri áfengra drykkja hjá Ölgerðinni. World Class-kokteilbarir verða svo með World Class-drykkjarseðla eftir hverja umferð í minnst tvær vikur svo fólk geti komið, smakkað og fræðst um hugmyndina á bak við drykkina. „Við hvetjum fólk til að fylgjast með á heimasíðunni drekkum- betur.is/world-class eða Facebook og Instagram undir World Class Drykkir þar sem þátttakendur verða kynntir í næstu viku,“ segir Sóley. Fyrsta stúdíóið, eins og það er kallað, fer fram í dag á Héðni Kit ch- en& bar en fresta þurfti námskeið- inu um tvo daga þar sem öllu flugi var aflýst í aftakaveðri á mánudag. „Dennis Tamse frá Ketel One vodka í Hollandi kennir námskeiðið þar sem farið er yfir framleiðslu- ferlið og smakkað á mismunandi vodkategundum með áherslu á hvernig barþjónarnir geti tengst nærumhverfi sínu. Til dæmis með því að sækja hráefni sitt beint frá býli. Íslendingar eru frá fornu fari mikil vodkaþjóð og vodkinn er enn langmest selda brennda vínið í Vínbúðum með nær þriðjung sterk- vínssölunnar. Viskí er í öðru sæti og gin í því þriðja,“ segir Sóley og bætir við að Tamse sé aðeins fyrsta stór- stjarnan úr drykkjaheiminum sem komi til að fræða og dæma og lyfta ránni enn hærra. „Við viljum að fólk hugsi um drykki líkt og það hugsar um mat. World Class er stærsta og virtasta barþjónakeppnin þar sem kanónur koma hingað til lands og kenna það nýjasta í kokteilheiminum og World Class Cocktail Festival mun ekki fara fram hjá neinum í vor,“ segir hún. Hly nur Björnsson er fram- kvæmdastjóri keppninnar en hann bætir því við að það sé mikið til- hlökkunarefni að senda keppanda alla leið til Sao Paulo í Brasilíu þar sem keppnin fer fram. „Það er frá- bært að halda keppnina á ný en færni barþjóna er mikil á Íslandi og við stefnum á topp tíu í lokakeppn- inni í Brasilíu.“ n Fróðleiksþyrstir barþjónar smakka alls konar vodka Hlynur Björnsson, framkvæmdastjóri keppninnar, og Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri áfengra drykkja hjá Ölgerðinni. MYND/AÐSEND odduraevar@frettabladid.is Kolbr ú n Berg- þórsdóttir, ein- hver þek ktasti s é r f r æ ð i n g u r landsins í mál- ef nu m bre sk u k o n u n g s f j ö l - s k y l d u n n a r , segir Spare, nýja ævisögu Harrys Bretaprins, sýna svo ekki verður um villst að hatur Harrys á fjölmiðlum sé sjúklegt. „Þetta er mjög einkennilegt því hann var svo skemmti legur. Hann var æringi, hann var hrekkjóttur og gerði alls konar hluti. Hann klæddi sig í nasistabúninginn og maður andvarpaði en fyrirgaf honum því hann var svo skemmtilegur,“ sagði Kolbrún í sérstökum hlaðvarps- þætti Bíóvarpsins um Netflix-þætt- ina Harry&Meghan og bók prinsins. Þáttarstjórnendur bentu á að í bókinni vildi Harry ekkert kannast við þá ímynd sem breskir fjölmiðlar hafi dregið upp af honum. Algjörlega glórulaust „Erkiskúrkur þessarar sögu eru allir fjölmiðlar. Punktur. Hann bara hatar þá,“ sagði Þórarinn Þórarins- son. Kolbrún tók undir þetta og benti á að Harry gerði engan grein- armun á venjulegum fjölmiðlum og þeim sem gera út á svokallaða paparazza. „Þetta er sjúklegt hatur á fjölmiðl- um. Það er algjörlega glórulaust,“ sagði Kolbrún sem telur þó líklega rétt metið hjá Harry að ímynd hans hafi verið fórnað á fjölmiðlaaltarinu til þess að rétta hlut Kamillu, eigin- konu Karls konungs, í umræðunni. „Það var farið í herferð fyrir Kamillu. Allt þetta fólk er með ímyndarsérfræðinga og það var gerð nokkurra ára áætlun um það hvernig ætti að fá þjóðina til að samþykkja Kamillu.“ Hægt er að nálgast Crownvarpið á Spotify undir merkjum Bíóvarps- ins. n Harry er sjúkur af fjölmiðlahatri Kolbrún segir fjölmiðlahatur Harrys vera sjúklegt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kolbrún Bergþórsdóttir Ekki einasta gerist það á nú- líðandi kjörtímabili í borgar- stjórn Reykjavíkur að Fram- sóknarmaður verður í fyrsta skipti borgarstjóri, heldur slær sá sem fyrir er á fleti met í valdatíma í Ráðhúsinu. ser@frettabladid.is Sá heitir vitaskuld Dagur B. Egg- ertsson og hefur í dag setið samfellt lengur á stóli borgarstjóra en flokks- systir hans, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, gerði á sínum tíma, en síðar á árinu, þegar fuglsungarnir fæðast í Tjarnarhólmunum, kemst hann líka upp fyrir Davíð Oddsson sem þaulsætnasti borgarstjóri síðustu fimmtíu ára. Það er nokkuð. „Þetta er búinn að vera fjölbreytt- ur og skemmtilegur tími, svo ekki sé meira sagt,“ segir Dagur sem tók við valdataumunum í borginni 16. júní 2014 og átti þá ekkert sérstaklega von á því að vera enn þá borgarstjóri fram á nýjan áratug. En það gerðist. „Þessi tímamót eru ljúfsár fyrir mig, altso dagurinn í dag, því ég er að fara fram úr minni helstu fyrir- mynd í stjórnmálum hvað valda- skeiðið varðar, en Ingibjörg Sólrún er auðvitað einn allra merkasti borgarstjóri í sögu Reykjavíkur,“ segir Dagur. Borgarstjórar frá 1908 Og talandi um þá sögu alla, en fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík tók til starfa 1908, svo stórt hundrað ára er frá því embættið varð til. Sá sem reið á vaðið var Páll Ein- arsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði, en hann gegndi starf- anum í sex ár. Við keflinu tók svo Knud Zimsen og gegndi embættinu lengur en nokkur annar maður, í átján ár og tæpa átta mánuði. Það hálfa er nóg í tilviki Dags. „Já, níu ár og gott betur,“ reiknast honum til. En hvað tekur við? „Ég verð formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við af mér í embætti borgarstjóra – og hvað framhaldið þar á eftir Dagur hefur nú setið lengur en Ingibjörg Sólrún Dagur B. Eggertsson í júní 2014 þegar hann tók við embætti borgarstjóra, en á sumri komanda verður hann orðinn þaulsætnasti borgarstjóri síðustu hálfa öldina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Dagur hefur setið jafn lengi og Ingibjörg Sólrún og þá nálg- ast síðasta stóra varðan á veg- ferðinni, sjálfur Davíð Oddsson sem enn er þaulsæt- nasti borgarstjóri Reykjavíkur. varðar er ég bara ekki búinn að taka ákvörðun um. Ég ætla bara að svara því þegar þar að kemur,“ segir Dagur. Gríðarlega mikill rekstur Og hvernig er svo minningin frá öllum þessum tíma, þetta hefur verið at, en varla hefur hann verið að atast í öllu? „Nei, sannarlega ekki í öllu, enda væri það engum hollt í þessu starfi,“ svarar hann um hæl. „En í gegnum tíðina hef ég kynnst alveg ótrúlega mörgum hliðum á starfsemi borg- arinnar og upplifað ótal breytingar og umbætur, svo og samfellda upp- byggingu á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar. Þetta er gríðar- lega mikill rekstur og mikilvæg þjónusta,“ segir borgarstjórinn. Hvað hefur glatt þig mest? „Hvað borgin hefur eflst mikið. Og þar hefur umbreyting og þróun borgarinnar í græna og rétta átt skipt sköpum,“ segir Dagur B. Egg- ertsson í tilefni dagsins. n FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 252. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.