Fréttablaðið - 07.02.2023, Síða 2

Fréttablaðið - 07.02.2023, Síða 2
Þarna er Lufthansa að dragast inn í mál fullkomlega að ósekju. Guðjón S. Helga- son, upplýsinga- fulltrúi Isavia Blendin viðbrögð í Félagsdómi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var að vonum ánægð í Félagsdómi í gær þar sem staðfest var að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögmæt. Hall- dór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði það vera vonbrigði að koma myndi til verkfalla. Fréttablaðið/anton brink Isavia kyrrsetti vél Lufthansa í nokkrar mínútur í desember vegna deilu sem tengist þýska flugrisanum aðeins óbeint. Þrotabú Air Berlin vill rifta greiðslu til Isavia. kristinnhaukur@frettabladid.is dómsmál Lufthansa, næststærsta flugfélag Evrópu, hefur verið dregið inn í málaferli Isavia og þrotabús þýska flugfélagsins Air Berlin. Þótt Lufthansa tengist deilunni ekki með beinum hætti var vél félagsins kyrr- sett á Keflavíkurflugvelli í nokkrar mínútur fyrir jól vegna hennar. Málið á rætur að rekja til október- mánaðar ársins 2017 þegar vél Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflug- velli í ellefu daga vegna vangoldinna gjalda við Isavia upp á 800 þúsund evrur, eða tæplega 123 milljónir króna. Air Berlin var þá komið í greiðslu- stöðvun og Isavia lagði snjómokst- urstækjum fyrir vélina til að hindra för hennar. Þetta sama ár varð Air Berlin gjaldþrota og hætti starfsemi. Í júní árið 2021 stefndi skipta- stjóri Air Berlin Isavia fyrir þýskum dómstólum vegna kyrrsetningar- innar. Það er, að greiðslan til að losa vélina væri riftanleg samkvæmt þýskum gjaldþrotalögum. Samkvæmt Guðjóni S. Helga- syni, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur Isavia hafnað þessu og mála- ferlin standa enn þá yfir ytra. Í vetur f læktist málið svo enn þá meira þegar Lufthansa var dregið inn í það. „Þrotabú Air Berlin krefst þess fyrir þýskum dómstólum á grund- velli þýskra gjaldþrotalaga að frysta greiðslur til okkar frá öðru félagi,“ segir Guðjón. Á grundvelli þess að Lufthansa er þýskt félag í viðskiptum við Isavia fékk þrotabúið samþykkt fyrir þýskum dómstól að greiðslur vegna gjalda á Keflavíkurflugvelli skyldu frystar. Það er 500 þúsund evrur, eða tæplega 77 milljónir króna. Vegna þessarar frystingar kyrr- setti Isavia vél Lufthansa á Kefla- víkurf lugvelli í desember síðast- liðnum. Samkvæmt Guðjóni stóð sú kyrrsetning þó aðeins yfir í nokkrar mínútur og ekki kom til tafa á flugi. Lufthansa greiddi tryggingu strax til að losa vélina. Nú hefur Isavia höfðað mál í héraðsdómi gegn Lufthansa til að fá kyrrsetninguna staðfesta. „Við höfum átt í mjög uppbyggi- legu samtali við Lufthansa í öllu þessu ferli. Þarna er Lufthansa að dragast inn í mál fullkomlega að ósekju,“ segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er mikilvægt að halda því til haga að Lufthansa hafi alltaf staðið í skilum við Isavia. Isavia hafi neyðst til að beita þess- um aðferðum vegna aðgerða þrota- bús Air Berlin. Segist Guðjón gera ráð fyrir því að Lufthansa taki til varna í Þýskalandi gegn þrotabúinu vegna frystingar- innar á greiðslum til Isavia. n Lufthansavél kyrrsett vegna deilu Isavia við þrotabú Tvær þýskar vélar hafa verið kyrrsettar í deilunni til að tryggja greiðslur. Fréttablaðið/Getty kristinnhaukur@frettabladid.is samgöngumál Samgöngustofa vinnur nú að því að gera bóklega ökuprófið stafrænt. Samhliða verð- ur fræðilega prófið og fyrirkomu- lagið endurskoðað og uppfært. Í nýlegri greiningu breska bíla- ráðgjafafyrirtækisins Confused er Ísland talið meðal þeirra landa þar sem auðveldast er að ná ökuprófi. Á 45 mínútum svari nemendur tvisvar sinnum 15 spurningum, og megi aðeins hafa 2 villur í fyrri hluta og 5 í seinni. Það séu 77 prósent. Þórhildur Elínardóttir, sam- skiptastjóri Samgöngustofu, segir greininguna ekki gefa rétta mynd. Próftaki þurfi að hafa 92 prósent rétt svör en ekki 77. Aðspurð um hversu stórt hlutfall standist öku- prófið segir hún það vera um 50 pró- sent. Segir hún íslenska ökuprófið frekar hafa verið gagnrýnt fyrir að vera of strangt en of létt en það sé í samræmi við próf á hinum Norður- löndunum og í Hollandi. „Miðað við það má því ætla að íslenska prófið sé af svipuðu erfið- leikastigi og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Þórhildur. n Ökuprófið verður loksins rafrænt Þórhildur Elínardóttir, samskipta- stjóri Sam- göngustofu jonthor@frettabladid.is helenaros@frettabladid.is dómsmál Héraðsdómur Reykjavík- ur vísaði í gær frá þeim ákæruliðum er snúa að hryðjuverkum í hryðju- verkamálinu svokallaða. Eftir eru ákæruliðir sem varða vopna- og fíkniefnalagabrot. „Við erum mjög ánægð með þetta og þetta er í samræmi við okkar væntingar,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sak- borningsins. Hann útskýrði að nú hefði héraðssaksóknari þrjá sólar- hringa til að kæra ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að dómaranum þætti varhugavert ef umræddir ákæruliðir færu til efnis- legrar meðferðar hjá dómstólunum. Honum þótti skorta verulega upp á ákveðin atriði ákærunnar. Erfitt yrði fyrir sakborningana að halda uppi vörnum, auk þess sem erfitt væri fyrir dómstóla að fjalla um málið án þess að halla myndi á þá, vegna þess hve óskýrir ákæru- liðirnir séu. n Engin hryðjuverk í hryðjuverkamáli Dómara þótti ákæruliðirnir varhuga- verðir og skorta upp á ákveðin atriði. 2 FréttIr FRÉTTABLAÐIÐ 7. FeBRúAR 2023 ÞrIÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.