Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2023, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 07.02.2023, Qupperneq 9
katrinasta@frettabladid.is „Það er erfitt að segja til hvað gerist í framhaldinu,“ segir doktor Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um jarðskjálftana í Tyrklandi í gær. „Þetta er meira en 300 kílómetra svæði sem er undir í þessum skjálft- um núna. Það væri svipað því ef allt Ísland myndi rifna í sundur í tvennt, það er stærðin á þessum atburði í jarðfræðilegum samanburði,“ segir Páll. Að sögn Páls eru f lekaskil milli þriggja fleka sem mætast á austur- og suðausturhluta Tyrklands. „Þetta eru flekaskilin sem skilja að Arabíu- flekann og Anatólíu-flekann sem er megnið af Tyrklandi og eru f leka- hreyfingar á milli þessara f leka,“ útskýrir hann. Páll segir að um sé að ræða gríðar- lega stórt misgengi sem liggi í gegn um meginlandið og Austur-Anat- ólíu-misgengið. Skjálftarnir eigi upptök sín á því. „Í kjölfar skjálftanna má búast við eftirskjálftum. Skjálftarnir voru tveir og ekki hægt að kalla seinni skjálftann eftirskjálfta því hann var 7,5 sem telst varla eftirskjálfti. Því eru þetta tveir meginskjálftar. Það er ólíklegt að þetta róist alveg í bráð,“ segir Páll Einarsson. n ggunnars@frettabladid.is Íslenskur aðgerðastjóri segir ljóst að björgunarstarf í Tyrklandi muni taka marga mánuði – slík sé eyði- leggingin og manntjónið. „Fyrst um sinn er það auðvitað fólkið á staðnum, heimamenn, sem er að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Þarna er auðvitað ófremdarástand og algjör ringul- reið,“ segir Ólafur Loftsson, aðgerða- stjóri hjá Landsbjörg, sem er á útkallslista Sameinuðu þjóðanna og í viðbragðsstöðu vegna atburðanna í Tyrklandi. „Þarna hafa há hús hrunið til grunna og eldar blossað upp víða. Við sjáum líka að það er kalt á þess- um slóðum og næturfrost. Allt gerir þetta aðgerðir og fyrstu viðbrögð mjög erfið og flókin.“ Ólafur á allt eins von á því að vera kallaður út og sendur til Tyrklands innan tíðar. Þá sem hluti af svo- kallaðri annarri eða þriðju bylgju björgunaraðgerða. „Það fer út ákveðið neyðarkall til alþjóðasamfélagsins í kjölfar svona atburða. Til rústabjörgunarsveita, lækna og í raun allra þeirra sem geta rétt fram hjálparhönd. Akkúrat núna er hins vegar verið að reyna að bjarga sem flestum mannslífum og þetta er kapphlaup við tímann fyrstu sólarhringana. Við gríðarlega krefjandi aðstæður,“ segir Ólafur. Hann segir snarpa eftirskjálfta torvelda allt björgunarstarf á staðn- um. Erfitt sé að gera sér í hugarlund hve umfangsmikið verkefni bíði björgunarsveita. „Ef kallið kemur þá er maður auð- vitað reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum. Manni rennur blóðið til skyldunnar við þessar skelfilegu aðstæður,“ segir Ólafur. n Neyðarkall hefur verið sent út til alþjóða- samfélags- ins og hafa fjölmargar þjóðir svarað kallinu með því að senda mann- skap, lyf og nauð- synjar. Það er ólíklegt að þetta róist alveg í bráð. Doktor Páll Einarsson, jarð- eðlisfræðingur Þarna er auðvitað ófremdarástand og algjör ringulreið. Ólafur Loftsson, aðgerðastjóri, hjá Landsbjörg Grafík njús Allir sem vett- lingi gátu valdið aðstoðuðu og reyndu að hjálpa. Í Harem í Sýrlandi vann fólk sleitulaust við að finna einhverja með lífsmarki. Fréttablaðið/ Getty 60 mílur 100 km Mikið mannfall í kjölfar í jarðskjál a Hundruð eru látin og þúsund slösuð e ir að jarðskjál i, 7,8 að stærð, reið yr suðurhluta Tyrklands og norðvesturhluta Sýrlands. Heimildir: U.S. Geological Survey, Reuters © GRAPHIC NEWS S Ý R L A N D T Y R K L A N D JÓRDANÍA ÍSRAEL EGYPTALAND ÍRAN ÍRAK LÍBANON KÝPUR GEORGÍA ARMENÍA Miðjarðarhaf Svartahaf Miðlungs Krö ugur Mjög krö ugur Svæsinn STYRKUR Skjál amiðja Damaskus MósúlAleppo Istanbúl Ankara Latakia Diyarbakir Gaziantep Osmaniye Beirút Adana Kapphlaup við tímann fyrstu sólarhringana Svipað því og allt Ísland myndi rifna í tvennt Fréttablaðið fréttir 97. Febrúar 2023 ÞriÐJUDAGUr Liðsmenn Landsbjargar æfa sig í rústabjörgun. Mynd/landsbjörG

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.