Fréttablaðið - 07.02.2023, Síða 24
Í augnablikinu
finnst mér ekkert
leiðinlegt í vinnunni, en
ætli það sé ekki
skemmtilegast þegar það
stemmir hjá manni.
Eymundur Sveinn Einarsson
hefur verið löggiltur endur-
skoðandi í 24 ár og er eigandi
og framkvæmdastjóri hjá
Endurskoðun og ráðgjöf í
Garðabæ sem tók til starfa
árið 2000.
gummih@frettabladid.is
Eymundur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð
árið 1987, lauk Cand.oecon-prófi
frá Háskóla Íslands 1992 og fékk
löggildingu í endurskoðun árið
1999. Hann er stjórnarmaður í
Félagi löggiltra endurskoðenda
en félagið vinnur að hagsmuna-
og framfaramálum á starfssviði
endurskoðenda og er vettvangur
skoðanaskipta um fagleg málefni.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst
að mennta þig sem löggiltur endur-
skoðandi?
„Einhvern veginn datt ég inn
í bókhald strax í afleysingum á
unglingsárum. Fyrir mér hafa bók-
hald og reikningsskil virkað sem
einhvers konar púsluspil eða þraut
sem þarf að leysa og getur ekki
annað en gengið upp. Að mennta
mig í reikningshaldi og endur-
skoðun fannst mér vera rökrétt
framhald á þeirri áráttu,“ segir
Eymundur.
Þú ert búinn að vera í bransanum
frá árinu 1999. Hafa ekki orðið
miklar breytingar á þessum tíma?
„Fyrir utan tæknilegar breyt-
ingar sem er óþarfi að telja upp, þá
hafa ákveðnir grunnþættir ekki
breyst mikið eins og persónuleg
ráðgjöf, reikningsskil og skattskil.
Hins vegar er annað sem hefur
breyst gífurlega en það er allt
sem varðar endurskoðun félaga.
Íslendingar fylgja alþjóðlegum
stöðlum um í endurskoðun sem
hafa verið að taka miklum breyt-
ingum undanfarin ár. Því miður
er það þannig í „ör“-hagkerfi, eins
og því íslenska, þar sem verið er að
innleiða kröfur til íslenskra félaga
hvað varðar endurskoðun, að það
eru gerðar sömu kröfur til lítilla
félaga hér og risafyrirtækjasam-
steypa í Evrópu.
Það er í raun með ólíkindum að
atvinnulífið skuli ekki bregðast
við með einhverjum hætti þar sem
kostnaður minni félaga á Íslandi
sem þó geta verið endurskoðunar-
skyld, er gífurlegur. Þetta á við
þegar stór hluti endurskoðunar-
vinnunnar er „tickboxing“ til að
uppfylla skilyrði endurskoðunar-
staðla sem eiga engan veginn við
í okkar umhverfi. Að mínu mati
er búið að fjarlægja „common“ út
úr „common sense“ eins og maður
segir á góðri ísl-ensku. Því miður
virðist ekki vera neinn áhugi eða
þekking hjá hinu opinbera til
þess að bregðast við þessu með
reglugerða- eða lagabreytingum
atvinnulífinu til hagsbóta,“ segir
Eymundur.
Kröfurnar eru sífellt að aukast
Er þetta skemmtilegt og gefandi
starf?
„Fyrir mér er starfið ákveðið
áhugamál. Sem endurskoðanda
gefst manni tækifæri til að eiga
samskipti við mikinn fjölda fólks
og jafnframt fá mikla innsýn í þá
fjölbreyttu starfsemi sem við-
skiptavinir okkar standa í. Þrátt
fyrir að vinnan sé mjög krefjandi
þá fylgja starfinu miklir kostir,
atvinnuöryggið er gott og afkoman
er prýðileg.“
Er mikil eftirspurn eftir störfum
ykkar?
„Hún er gríðarleg og vinnuálagið
er töluvert. Ég var einhvern tímann
spurður að því hvort ég ynni mikið
og ég svaraði því til að ég væri
svona „átta til fjögur“ týpan. Við-
komandi fannst það reyndar ekki
vera mikið þangað til að ég benti
honum á að ég væri ekki að meina
08.00 til 16.00. En það er mikil
eftirspurn eftir okkar störfum og
kröfurnar til okkar eru sífellt að
aukast,“ segir Eymundur.
Hvaða kostum þarf góður endur-
skoðandi að búa yfir?
„Miðilshæfileikar gætu reyndar
oft komið sér hrikalega vel. En
fyrst og fremst hæfileikinn að geta
greint kjarnann frá hisminu, vera
glöggur greinandi og hafa þraut-
seigju og hæfileika til geta borað
sig í gegnum verkefni.“
Hefur orðið fækkun í ykkar stétt?
„Já, því miður. Á árunum 2016–
2021 fækkaði löggiltum endur-
skoðendum sem störfuðu við
fagið úr 260 í 230, þannig að þetta
er töluverð fækkun í hlutfalli við
stækkun hagkerfisins og auknar
kröfur til stéttarinnar. Mín skoðun
er sú að hluti af vandamálinu sé
hversu erfitt er að fá ungt fólk inn í
stéttina, fyrirkomulag aðgengis að
faginu sé komið á einhvers konar
endastöð. Ferillinn frá því þú
ákveður að reyna við löggildingu
í faginu og þar til þú klárar, eða
ekki, er einfaldlega allt of langur.
Ég held að það sér algert forgangs-
mál að breyta því sem fyrst,“ segir
Eymundur. n
Púsluspil eða þraut sem þarf að leysa
Eymundur segir að fyrir sér sé starfið ákveðið áhugamál og þrátt fyrir
krefjandi vinnu fylgi því miklir kostir. MYND/AÐSEND
Sem endurskoð-
anda gefst manni
tækifæri til að eiga
samskipti við mikinn
fjölda fólks og jafnframt
fá mikla innsýn í þá
fjölbreyttu starfsemi
sem viðskiptavinir
okkar standa í.
Eymundur Sveinn Einarsson
6 kynningarblað 7. febrúar 2023 ÞRIÐJUDAGUREndurskoðun og bókhald
Þóra Birna Gísladóttir lauk
námi í bókhaldi frá Nýja
tölvu- og viðskiptaskól-
anum, NTV, fyrir rúmu ári
síðan. Áhuginn á bókhaldi
kviknaði þegar hún var í
meistaranámi í matvæla-
greinum þar sem hún tók
kúrsa í bókhaldi.
sandragudrun@frettabladid.is
Námið í NTV var þrjár annir og
Þóra Birna segir að námið hafi
algjörlega staðist væntingar,
kennararnir hafi verið frábærir og
nemendahópurinn fjölbreyttur og
á öllum aldri.
„Þetta var fólk með alls konar
bakgrunn, konur voru í meirihluta
en það voru líka nokkrir karl-
menn,“ segir hún.
Áður en Þóra Birna skellti sér
í bókhaldsnám hafði hún lokið
námi sem framreiðslumaður, eða
faglærður þjónn. Hún var líka með
meistaragráðu í matvælagreinum
og hafði unnið störf tengd því.
„Ég hafði aðallega unnið á
veitingastöðum áður en ég fór í
bókhaldsnámið. Ég vann lengi á
Lækjarbrekku sem vaktstjóri og
meistari en vann líka í nokkur ár á
leikskóla,“ segir hún.
Bókhaldsnám var því frekar stór
breyting frá fyrra námi og störfum
Þóru Birnu. Hún hafði þó fengið
smjörþefinn af því áður en hún
skráði sig í NTV.
„Það voru bókhaldskúrsar í
meistaranámi mínu í matvæla-
greinum sem kynntu mig fyrst
fyrir greininni. Ég fékk svo smá
reynslu af bókhaldskerfi við vakt-
stjórastörf á veitingahúsi. Það
vakti áhuga minn á frekara námi í
faginu,“ útskýrir hún.
Fjölbreytt verkefni
Þóra Birna segir að það hafi ekki
verið auðvelt að finna starf að
námi loknu þar sem flestir leita
eftir einhverjum með reynslu. En
hún fann sem betur fer starf hjá
Örmum ehf. og sér þar um bók-
hald, skipulag og fleira fyrir Arma
bíla. Starfið er fyrsta starf hennar
sem viðurkenndur bókari.
Spurð að því hvort hún hafi
fengið einhverja starfsþjálfun í
náminu hjá NTV eða hvort henni
hafi bara verið hent beint út í
djúpu laugina þegar hún hóf störf
segir hún að starfsþjálfun hafi ekki
verið hluti af náminu en hún fékk
góða aðstoð frá samstarfsfólki sínu
hjá Örmum sem hjálpaði henni að
komast inn í starfið.
„Verkefnin eru mjög fjölbreytt
hjá mér þar sem ég sé um fyrirtæki
frá A til Ö. Það er oft þannig að
hlutverkum er skipt á milli, einn
sem sér kannski bara um að senda
reikninga en þetta fyrirkomulag
gefur manni mestu reynsluna,“
útskýrir Þóra Birna.
Hún er mjög ánægð með að hafa
tekið ákvörðun um að skella sér í
bókhaldsnám.
„Ég kynnist alls kyns fólki. Bæði
í náminu og á vinnustaðnum
mínum. Þar er fólk alls staðar að
úr þjóðfélaginu sem poppar upp
daginn,“ segir hún. Hún segir einn-
ig aðspurð að auðvelt sé að aðskilja
vinnu og einkalíf í þessu starfi.
„Það er mjög einfalt. Vinnutím-
inn getur verið sveigjanlegur og
það er ekkert mál að skilja vinnuna
eftir í vinnunni.“
Margir hafa þær hugmyndir að
bókhaldsstarf sé þurrt og leiðin-
legt? Er það þín upplifun?
„Það er ekki mín upplifun, en
fer líklega eftir einstaklingum
og vinnunni. Mitt starf er mjög
fjölbreytt og kannski myndi mér
leiðast ef ég væri að gera alltaf
það sama alla daga allan daginn.
En almennt held ég að bókhalds-
starf sé ekki þurrt og leiðin-
legt,“ segir Þóra Birna. Hún segir
erfitt að nefna eitthvað eitt sem er
skemmtilegast við starfið.
„Í augnablikinu finnst mér ekk-
ert leiðinlegt í vinnunni, en ætli
það sé ekki skemmtilegast þegar
það stemmir hjá manni.“
Spurð að því hvort námið hafi
borgað sig og hvort bókhalds-
störf séu vel launuð, svarar hún að
námið hafi klárlega borgað sig.
„Þetta er besta vinna sem ég
hef verið í. Ég held að bókhalds-
störf séu almennt vel borguð, og
klárlega betur launuð ef þú ferð í
námið.“ n
námið hefur klárlega borgað sig
Þóra Birna sér ekki eftir að hafa skellt sér í bókhaldsnám. MYND/AÐSEND