Fréttablaðið - 07.02.2023, Qupperneq 25
Múlalundur vinnustofa SÍBS
í Mosfellsbæ býður nú nýja
gerð Egla-bókhaldsmappa.
Nýju möppurnar eru plast-
lausar og henta því vel til
endurvinnslu að loknum
notkunartíma.
Egla-möppurnar eru mikilvægur
þáttur í starfsemi Múlalundar,
vinnustofu SÍBS, sem veitir árlega
um 80 manns með skerta starfs-
orku vinnu. Hefðbundnar Egla-
möppur hafa haldið utan um gögn
einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi
í áratugi við góðan orðstír, og
eru líklega vinsælustu bókhalds-
möppur á Íslandi.
Umhverfisvænni án plasts
Nýju Egla-möppurnar eru ein-
göngu úr pappa og pappír, auk
járnsins, og er pappírskápan límd
utan á endurunninn pappa. Þær
eru því án plasts og henta vel til
endurvinnslu í lok notkunar.
„Nýju möppurnar eru sér-
styrktar, járnin eru þau sömu og
áður, og við vonumst til að þær
endist jafn vel og hefðbundnar
Egla-möppur. Það er þó klárt að
þær þola til dæmis bleytu síður en
gömlu möppurnar, sem yfirleitt
er ekki vandamál. Pappírinn í
möppunum er evrópskur, vottaður
pappír. Þær eru því enn umhverfis-
vænni kostur en eldri gerðin,“
segir Sigurður Viktor Úlfarsson,
framkvæmdastjóri Múlalundar.
Mikil ending fyrir umhverfið
Hefðbundin Egla-mappa er sam-
sett úr sterkri plastkápu sem er
límd utan á endurunnið pappa-
spjald og hún síðan járnuð. Það
þýðir að við lok notkunartíma
möppunnar þarf að flokka
möppuna sem almennt sorp. Það
jákvæða er að Egla-möppur eru
mjög sterkar og endingargóðar.
„Fjölmörg fyrirtæki og einka-
aðilar nýta sömu möppurnar aftur
og aftur, ár eftir ár. Við teljum að
þessi langa ending geri þær mjög
umhverfisvænar þegar allt er talið.
Plastið sem notað er í möppurnar
er evrópskt plast sem tryggir að
öll íblöndunarefni eru skráð og
þekkt,“ segir Sigurður.
Tvær stærðir og þrír litir
Hefðbundnar Egla-möppur fást
í tveimur stærðum og átta litum,
en til að byrja með verður boðið
upp á nýju pappamöppurnar í
sex útfærslum, svörtum, hvítum
og bláum, með 5 cm eða 8 cm
breiðum kili. „Svartir, hvítir og
bláir litir passa við alla aðra liti á
skrifstofunni og hafa lengi verið
vinsælustu litirnir á meðal við-
skiptavina Egla,“ segir Sigurður.
„Á áramótatilboði Múlalundar
eru þessar möppur á sérstaklega
góðu verði, aðeins 899 kr., sem er
sama og tilboðsverðið á öðrum
Egla-möppum.“
Límdir eða engir kjölmiðar
Til að losna alveg við plast á nýju
möppunum er kjölmiðum ekki
lengur rennt ofan í plastvasa á kili,
heldur eru þeir límdir á möppuna.
Hægt er að fá aukamiða sem límdir
eru yfir þá gömlu eða þeim eldri
skipt út fyrir nýja.
Röð og regla með Egla
Friðrik Ómar Guðbrandsson járnar flestar Egla-möppur á Íslandi og því nóg að gera í kringum áramótin.
Fréttablaðið/anton brink
Gömlu góðu Egla-möppurnar fást í
átta fallegum litum og mismunandi
stærðum. Múlalundur tekur að sér
fjölbreytt verkefni og vörurnar
skapa störf fyrir fólk með skerta
starfsorku. Fréttablaðið/SteFán
Verslun Múlalundar í Mosfellsbæ er opin öllum og úrvalið kemur á óvart.
Fréttablaðið/eyþór
Nýju Egla-möppurnar sem eru úr pappa og pappír. Þær
eru því plastlausar og enn umhverfisvænni. Mynd/aðSend
Navigator-hágæðaljósritunarpappír er á áramótatilboði til 15. febrúar. Hann
er rykfrír, flækist síður og fer mjög vel með prentara og ljósritunarvélar.
Á Múlalundi fást geymslukassar og pappakassar sem
henta vel til að geyma gögn til lengri tíma.
„Vilji fyrirtæki framleiða eigin
kjölmiða til að líma á sínar möppur
getur Múlalundur séð um það fyrir
viðskiptavini. Þá er nú í fyrsta skipti
hægt að fá Egla-möppur án kjöl-
miða og þá annað hvort að láta letra
upplýsingar eða merki á kjölinn,
eða hafa hann alveg auðan. Sumum
viðskiptavinum finnst það flottara
og nútímalegra, og þá bjóðum við
að sjálfsögðu upp á þann mögu-
leika,“ segir Sigurður Viktor.
Þess má geta að Múlalundur
býður upp á aukakjölmiða á nýju
og eldri möppugerðir, til að renna í
plastvasana eða líma á nýju möpp-
urnar. Það skapar enn meiri vinnu á
Múlalundi.
Áletrun fyrir öryggi gagna
Margt er í boði þegar laga þarf
Egla-möppur að sérþörfum við-
skiptavina. Staðlaðar möppur eru
tveggja gata, en óski viðskiptavinir
eftir því eru í boði bæði þriggja og
fjögurra gata Egla-möppur. Múla-
lundur býður einnig upp á að letra
fyrirtækjamerki og upplýsingar
á Egla-möppur, sem skapar enn
meiri vinnu á Múlalundi.
„Töluvert margar stofnanir og
fyrirtæki nýta sér þetta. Með því
auka þær upplýsingaöryggi, því
þá er skýrt ef mappa frá þeim er
komin þangað sem hún á ekki að
vera. Merkingarnar eru fallegar
og möppur oft áletraðar útlitsins
vegna. Sumir viðskiptavinir láta
gera eigin kjölmiða og setja þannig
sinn svip á rýmið sem mappan er
í,“ bætir Sigurður við.
Box í sama útliti fyrir allt hitt
Hluti af Egla-línunni eru svo-
kölluð tímaritabox sem hægt er
að nota undir skýrslur og gögn
sem ekki er hægt að gata og setja í
möppur.
„Kjölurinn á þeim lítur út
eins og Egla-mappa og því verða
hillur mjög snyrtilegar þegar
einungis sést í kilina og engar
lausar skýrslur eru á víð og dreif
um hillurnar. Hefðbundnar
Egla-möppur má einnig fá minni,
fyrir A5-gögn, bæði standandi
og liggjandi, og f leiri stærðir. Þá
býður Múlalundur gatapoka sem
passa í allar möppurnar svo vel
fari um gögnin,“ útskýrir Sigurður
en þess má geta að Múlalundur
býður einnig upp á geymslukassa
og geymsluteina.
Áramótatilboð til 15. febrúar
Til 15. febrúar eru hin árlegu
áramótatilboð Múlalundar, þar
sem fjölbreyttar skrifstofuvörur
eru á góðum tilboðum og sendar
beint til viðskiptavina. Hægt er að
skoða tilboðin á vefsíðu Múla-
lundar, mulalundur.is. Þá býður
Múlalundur upp á ljósritunar-
pappír, dagatöl, dagbækur og fjöl-
breytt úrval skrifstofuvara.
„Múlalundur selur Navigator
hágæðaljósritunarpappír sem er
rykfrír, f lækist síður og fer mjög
vel með prentara og ljósritunar-
vélar. Margir okkar viðskipta-
vina velja sérstaklega að kaupa
Navigator-pappír af okkur, bæði í
litlu magni og allt upp í bretta vís,“
bætir Sigurður við.
„Undanfarin misseri hefur verið
unnið að umhverfismálum á Múla-
lundi. Plastið sem Múlalundur
notar í möppur, plastvasa, barm-
merki og fleira er evrópskt plast
sem er vottað og skráð í evrópska
gagnagrunna. Það tryggir að öll
íblöndunarefni eru þekkt. Plastið
er einnig vottað til notkunar í
leikfangaframleiðslu þar sem gert
er ráð fyrir að börn stingi því upp
í sig. Til að fá slíka vottun í Evrópu
þarf hreinleikinn að vera mjög
mikill,“ segir Sigurður.
Vefverslunin vinsæl
Á vefsíðunni mulalundur.is er rekin
stór vefverslun með skrifstofuvörur,
pappír, dagbækur, kassa, límband,
gjafavörur, prjóna, göngustafi,
íþróttateygjur, sokka og margt
fleira. „Þar geta viðskiptavinir valið
úr glæsilegu úrvali og bæði verð og
úrval kemur flestum á óvart. Það
er einfalt að versla á netinu og við
sendum vörurnar strax daginn
eftir,“ útskýrir Sigurður, en fari
pöntun yfir 20 þúsund krónur er
frí heimsending um allt land. Fyrir
minni pantanir er lágt sendingar-
gjald og einnig er hægt að fá sent
í póstbox, á pósthús eða sækja í
verslun okkar í Mosfellsbæ.
Virkir á vinnumarkaði
Á Múlalundi er aðstaða til að taka
á móti mun fleirum með skerta
starfsorku, en forsenda fjölgunar
eru aukin viðskipti og verkefni.
„Þetta er hörkuduglegt fólk og
það þarf að hafa nóg að gera. Vinnu-
dagur og verkefni eru löguð að getu
hvers og eins. Á Múlalundi er sífellt
leitað nýrra verkefna. Nýjar og
enn umhverfisvænni Egla-möppur
styðja við starfsemi Múlalundar
og tryggja að í fyrirtækjum sé
„röð og regla með Egla“, eins og
við segjum á Múlalundi, í góðri
sátt við umhverfið,“ segir Sigurður
ánægður. n
Múlalundur, vinnustofa SÍBS, er
við Reykjalund í Mosfellsbæ. Sími
562 8500. Netfang: mulalundur@
mulalundur.is. Sjá mulalundur.is
kynningarblað 7ÞRIÐJUDAGUR 7. febrúar 2023 EnduRskoðun og bókhald