Fréttablaðið - 07.02.2023, Side 38
Það er eins og þetta sé
þaulæft augnablik að
ná svona þessum vinkli
og þessu mómenti.
22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 7. FeBRúAR 2023
ÞRiðJUDAGUR
Við gerum tilboð í stærri og smærri verk
fyrir einstaklinga, félagasamtök og stofnanir.
hjolatvinnulifsins@gmail.com
Hjól atvinnulífsins ehf.
Sími 777 2531
Hjól atvinnulífsins ehf.
Málningardeild
Kynnir EVU
Eva er
metnaðarfull
og hjá henni er
fagmennskan
í fyrirrúmi
Hún er jafnvíg á veggfóður,
lökkun, og
alla alhliða málningarvinnu
Eva málar
allt sem
skiptir máli !!!!!!
Víkingur Heiðar leikur Ave
María úti í Engey í tónlistar
myndbandi sem gerir nú
stormandi lukku á YouTube
en þegar píanósnillingurinn
slær lokatóninn birtist óvænt
kráka sem flýgur yfir höfuð
hans og hleður augnablikið
ómetanlegri dramatík fyrir
leikstjórann Erlend Sveinsson
sem segir tilviljunina algera.
toti@frettabladid.is
„Viðbrögðin eru bara alveg vonum
framar og ég held við séum bara
akkúrat núna að detta í milljón
áhorf á YouTube á einhverjum tíu
dögum. Það eru um það bil hund
rað þúsund manns á dag,“ segir
Erlendur Sveinsson sem leikstýrir
nýju tónlistarmyndbandi þar sem
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur
Ave María á píanó sem þyrla flutti,
af öllum stöðum, út í Engey.
„Víkingur er náttúrlega stór
stjarna í tónlistarheiminum og
þá sérstaklega þeim klassíska og
hugmyndin var að gera tónlistar
myndband við plötuna From Afar
sem hann var að gefa út hjá Deutsc
he Grammophon,“ heldur
Erlendur áfram og bendir
á að útgáfufyrirtækið,
sem frægt er fyrir
sinn g u la l ím
miða, sé það elsta
í heimi og hafi á
sínum snærum
ek k i ómerkari
talenta en Moz
art og Bach.
Erlendur segir að
í einhverju samtali
við útgefandann hafi
sú hugmynd komið upp
að fara eitthvert með píanó
til þess að taka f lutning Víkings
upp og eftir nokkra umhugsun og
hugmyndavinnu endaði hann með
píanó og flytjandann úti í Engey þar
sem hann spilaði Ave María eftir
Sigvalda Kaldalóns.
Algert vesen
Þegar hugmyndavinnan dró Erlend
að eyju sem tökustað segist hann
hafa séð Viðey sem spennandi kost
en rak þá augun í Engey sem hann
hafði engan gaum gefið áður. „Þá
náttúrlega fór hugmyndaflugið af
stað og undirbúningurinn að því í
fyrsta lagi að koma píanói þarna út
og svo fólki.
Þetta var algert vesen þar sem
það er náttúrlega engin höfn þarna
og ekkert auðvelt að komast þarna
með bát og hvað þá að koma píanói
á eyjuna. Þannig að þá var bara
eitt í boði og það var þyrla,“ segir
Erlendur.
Rammfalskur loftflutningur
K r ist ín Sævarsdótt ir,
samstarfskona hans
og f r a m leiða nd i
m y n d b a n d s i n s ,
endaði síðan með
því að leggja sjálf
til píanóið sem
var ferjað í háloft
unum á tökustað
í því sem Erlendur
líkir við herf lutn
inga.
„Það er gaman að
segja frá því að þetta er
f jölsk yldupíanóið hennar
Kristínar sem er búið að vera í fjöl
skyldunni hennar í áratugi og nú er
það sko heldur betur komið með
sögu.“
Þegar píanóið, Erlendur, Kristín,
tökumaðurinn Baldvin Vernharðs
son og síðast en ekki síst Víkingur
Heiðar voru öll komin á staðinn var
ekkert því til fyrirstöðu að byrja.
Annað en auðvitað að stilla hljóð
færið eftir ferðalagið með tilheyr
andi raski og hitasveiflum.
„Diddi píanóstillir varð að sjálf
sögðu að vera með þar sem píanóið
var náttúrlega alveg rammfalskt
eftir þessa flutninga,“ segir Erlendur
og bætir aðspurður við að Deutsche
Grammophon sjái síður en svo eftir
aurnum sem fór í þyrluflugið með
Víking og píanóið.
Ekki sveltur tónelsk kráka
„Þau eru alveg í skýjunum með
þetta,“ segir Erlendur um útgefend
Lokatónn Víkings Heiðars
óvænt sleginn með kráku
Krákan tók flugið sem þaulæfð væri akkúrat þegar Víkingur Heiðar sló lokatóninn í Engey. Mynd/Aðsend
urna sem tóku, eins og hann sjálfur,
fagnandi fljúgandi kráku sem segja
má að fullkomni myndbandið með
óvæntri innkomu akkúrat þegar
Víkingur slær lokanótuna.
„Undir lok myndbandsins, þegar
Víkingur slær seinustu nótuna sína,
f lýgur kráka af stað í átt að mynda
vélinni og það var bara alveg eins
og þetta væri planað. Það er eins
og þetta sé þaulæft augnablik að
ná svona þessum vinkli og þessu
mómenti þannig að þetta var ansi
mögnuð tilviljun.“
Erlendur bendir á að viðbrögð
hans við óvæntu útspili krákunnar
tónelsku sé hægt að sjá á YouTube í
stuttu myndbandi um píanóflutn
ingana og gerð tónlistarmynd
bandsins.
„Hann heitir Bjarni Svanur sem
dokúmentaði ferlið en okkur fannst
þetta svo áhugavert og óhefðbundið
að það væri tilvalið að fá hann til
þess að fylgja okkur eftir í gegnum
þetta allt saman.“ n
Þyrlu þurfti til
þess að koma
píanóinu út í
eyjuna og það
var að vonum
rammfalskt
þegar þangað
var komið sem
var þó ekkert
sem Diddi
píanóstillir gat
ekki bjargað.
Mynd/Aðsend