Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Side 3

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Side 3
NR. 1 VEIÐIMAÐURINN HÁLGAGN LAX- OG SILUNGSVEIÐIMANNA Á ÍSLANDI RITSTJÓRI: ÍVAR GUÐMUNDSSON KLAPPARSTÍG 13 — SÍMI 2774 ÚTGEFANDI: BÓKAÚTGÁFA GUÐ- JÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR HALL- VEIGARSTÍG 6A — SÍMI 4169 KEMUR ÚT 2—3 Á ÁRI. VERÐ HVERS BLAÐS KR 2.00 AFGREIÐSLA: BÓKAVERSLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU SÍMI 4527. PRENTAÐ í (SAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. ÞAÐ er nú orðinn álitlegur hópur manna hér á landi, sem hefir ánægju af því að fara á veiðar í ám og vötnum í frístundum sínum, enda er lax- og silungsveiði ein af skemmtilegustu íþróttum, sem þekkjast, og þeir, sem einu sinn byrja og komast upp á lag með að veiða sér til skemmtunar, hætta því seint, meðan nokkur tök eru á, og gleyma aldrei ánægjunni, sem þessi íþrótt hefir veitt þeim. Veiðimenn, eins og aðrir, sem hafa sameiginleg áhugamál, hafa stofnað með sér félög, til þess í sameiningu að vinna að áhugamálum sínum. Félög þessi hafa gengið misjafnlega eins og gengur og gerist um félög, stundum staðið í blóma og stundum legið niðri. En eitt eiga veiðimenn ekki og vantar tilfinnanlega, að þeirra dómi, er að þessu riti standa, en það er blað eða tímarit. í sameiginlegu málgagni, þar sem ekki er rúm fyrir annað en sem að veiðimennsku og veiðibrögðum lýtur, geta allir veiðimenn landsins hitzt, ræðst við og kynnzt hvorir öðrum og viðhorfi hvers annars til áhugamál- anna. Sagt frá því, sem við hefir borið í veiðiferðum, öðrum til fróðleiks eða skemmtunar. Þetta, sem að framan er lýst, er höfuðtilgangur þessa rits, er nú hefur göngu sína. Útgefendum er ljóst, að ýmsir erfiðleikar eru á því að gefa út svona rit, og ekkert skal um það spáð, að svo stöddu, hvort það á langa eða fáa lífdaga fyrir höndum. Það er allt undir veiðimönnunum sjálfum komið. Reynt verður að hafa tímarit þetta sem f jölbreyttast að efni og munu verða birtar greinar í ritinu eftir því sem rúm leyfir, um allt er að veiði- brögðum í ám og vötnum lýtur. Verði ritinu vel tekið, mun það koma út 2—3 sinnum á ári. Eins og lesandinn mun komast að raun um, er hann blaðar í gegnum ritið, þá hafa margir af þekktustu veiðimönnum bæjarins lagt sinn skerf til. Útgefendur eru þeim þakklátir fyrir þann áhuga, sem þeir hafa sýnt Veiðimanninum, frá því hugmyndin um útgáfu hans kom fram. Ritstj.

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.