Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Qupperneq 6

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Qupperneq 6
fjórðungi, ef til vill rúmlega það. Það er nýrunninn og spegilfagur hængur, með harða, langa spretti og há stökk í fjórum fyrstu rokunum. Hjólið er liðugt, og öngullinn finnst standa vel í. Ég stend á vesturlandinu, og sólin skín beint á, heit og björt. — Ég sæti lagi, þegar laxinn stendur við botninn, og allt er kyrrt, að bretta hattbarðið nið- ur, því taki hann spretti undir sólina og stökkvi, þá er fengurinn farinn. Hann fer nú smátt og smátt að das- ast. Ég get dregið hann rétt að landinu við og við, en enn þá tekur hann kipp út í hyl, þegar hann kennir grynning- anna. Loksins tekst mér að leiða hann upp í leirvík fyrir miðju lóninu; þar leggst hann á hliðina, geispar óti og hvílir sig. Og nú verður að hafa hrað- ar hendur. — Ég legg stöngina niður, sný hjólsveifinni upp og hleyp að lax- inum. Hann ætlar að fara að brölta út aftur, en ég næ á síðasta augnabliki taki á honum fram með eyrugganum og get smeygt fingri undir kjammann inn í tálkn. Nú liggur laxinn á bakkanum. Það hefði hann ekki gert. ef hann hefði látið agnið fara fram hjá. — Sólin ljómar yfir öllum ásum, og þungur grasilmur stígur upp frá jörðinni. — 1 skugganum undir berginu hinum megin sé ég bláma fyrir tveimur stór- löxum. Ég flýti mér að egna aftur og fleygja færinu, til þess að veiða meira, meira meðan heppnin er með. Veiðum rösklega, en heiðarlega Gaman er að glíma við laxinn. Það ber öllum veiðimönnum saman um. Því hann er bæði styggur og sterk- ur, og veiðimanninum verðugur mót- herji. Alltaf er hann hreinn og beinn, þó hann að vísu noti öll ráð sem hann þekkir, til að forða sér. Laxinn er, ef svo mætti segja, „prúðmenni“, óneitan- lega harður í horn að taka, en með engin undanbrögð. Verður því þessi glíma því aðeins drengileg, að veiði- maðurinn komi einnig fram sem prúð- menni og noti aldrei aðrar aðferðir en þær, sem viðurkenndar eru sem full- komlega heiðarlegar. Er nú mál til komið að við veiðimenn hryndum af okkur því óorði, sem lengi hefir fylgt íslenzkum veiðimönnum, ,.að þeim sé ekki sleppandi á veiðar án vörzlu“. Sem betur fer eru þeir veiðimenn, sem þessi orð eiga við um, nú orðnir í stórum minnihluta. En við eigum að láta þá hverfa með öllu, og semja okkur að hætti þeirra þjóða, sem lengst eru komnar í þessum efnum, bæði hvað fræðslu og góðar reglur snertir. Ættu því allir veiðimenn að taka höndum saman um að víta harðlega hverskonar óleyfilegar og ljótar aðferðir við veiði- skap. Og álíta þann mann, sem slíkar aðferðir notar, ekki hæfan til að taka þátt í hinni göfugu íþrótt, sem lax- veiði með stöng er. Það er nú einu sinni svo, að dreng- skapur á einu sviði fæðir af sér dreng- skap á öðrum sviðum. Og er því ekki ómerkilegur þáttur í lífi okkar. K. S. 4

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.