Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 7

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 7
Emil Rokstad: VeiSibrögS í vötnum TIL þess að verða góður veiðimaður þarf bæði æfingu og kunnáttu. Fyrsta skilyrðið er, að maður hafi góð veiðarfæri, svo sem stöng, hjól og línu og að þetta þrent eigi vel saman. Þá fyrst er ánægja að veiðibrögðum. Þar næst verða menn að hafa augu fyrir að velja sér gott agn og flugur. Ef að þessi skilyrði eru fyrir hendi, getur maður fyrst lagt upp í veiðiför. Þá er komið að því að kunna að halda rétt á stönginni. Ég á við, að línunni sé kastað vel og langt. Þetta tekst manni ekki í byrjun, en með góðri tilsögn lærist þetta fljótt. Þegar línunni er kastað, heldur mað- ur stönginni í hægri hendi og lykkju af línunni í þeirri vinstri. Maður má ekki hreyfa allan líkamann með kastinu, að- eins hægri handlegg, sem þó ekki má rétta upp heldur aðeins beygja inn að öxlinni með léttri hreyfingu. Á þenna hátt getur maður með æfingu kastað línunni um 30 metra út í vatnið og dregið hana svo hægt að sér aftur. Þegar komið er á þann stað, sem fiska Á Elliðavatni. Eftir veiðiferð í Korpulfsstaðaá. á, er það það fyrsta, sem gert er, að velja flugu, sem hentug er við það og það tækifæri. Það er hægt að gera sér auð- veldara fyrir með því að hafa 3 flugur á sama girnistaum, því ef silungurinn tek- ur eina fluguna, veit maður nokkurn veginn hvaða flugu á við. En þar með er þó ekki sagt, að þessi fluga sé hentug allan daginn, þar sem birtan er breyt- ingum undirorpin og skuggarnir í vatn- inu þess vegna misjafnir. Það er gott ráð að athuga vel lifandi flugur, sem setjast á vatnið og reyna svo að líkja eftir þeim eins og mögulegt er með tilbúnum flugum. Mitt álit er það, að langbezta skemmt- unin við veiðar sé, að veiða silung í vö n- um með þar til gerðum veiðarfærum. Langskemmtilegast við silungsveiðina er, þegar silungurinn veður uppi við vatnsyfirborðið. Þá þarf maður ekki að kasta línunni nema ca. 10 metra og horf- ir svo spentur á þegar silungurinn renn- ir sér á fluguna. Þá sér maður er fisk- urinn bítur á — og það er tvöföld skemmtun. 5

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.