Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 10
Pétur Ingimundarson:
Um lax og laxveiði
LAXVEIÐI s.em íþrótt á aðeins við
stangaveiði, því að þessi veiðiað-
ferð er ekki rekin sem atvinna að jafn-
aði og liggja til þess margar ástæður,
meðal annars þær, að laxinn er fljót-
teknari í net og tilkostnaður við neta-
veiði hlutfallslega minni, og stunda
þeir einir netaveiði, sem eiga land að
veiðiám, en þær ár, sem sérstaklega
eru leigðar til stangaveiða, er að jafn-
aði svo dýrar, að um hagnað af veið-
inni er ekki að ræða.
Það eru því eingöngu áhugamenn
um þessa hluti, sem stunda stangaveiði,
og eftir því, sem þeir kynnast henni
betur, vex áhuginn, eins og reynslan
hefir sýnt. En í hverju liggur þetta?
Hvað okkur borgarbúa snertir, þá för-
um við svo mikið á mis við yndisleik
náttúrunnar um sumartímann. Við tök-
um því fegins hendi hverju því tæki-
færi, sem býðst, til þess að komast út
úr bænum, en jafnframt förum við þá
líka til að skemmta okkur, og hverfur
þá hver okkar að því, sem honum er
geðfelldast. En sá töframáttur fylgir
stangaveiðinni sérstaklega, að menn
kasta frá sér öllum áhyggjum —
gleyma dægurþrasinu — standa með
stöngina á lofti allan guðslangan dag-
inn, jafnvel þó að enginn laxinn veið-
ist, því lengi er von á einum, segja
menn. En við höfum samt ekki unnið
fyrir gýg, því að við höfum þjálfað
hvern vöðva í líkama okkar og við höf-
um þanið lungun með hreinu fjalla-
lofti og teigað heilnæmi sólarljóssins.
í þessari stuttu grein er vitanlega
ekki hægt að fara ýtarlega út í hvert
8
t Norðurtungu.
(Sagðar veiðisögur).
einasta atriði, sem snertir stangaveið-
ina, en aðeins rifja upp það helzta í
stórum dráttum.
Við skulum þá fyrst athuga hvernig
laxinn hagar göngu sinni í árnar. Það
er sjaldgæft að laxinn gangi í berg-
vatnsár fyr en eftir miðjan maímánuð,
og er þá vanalega aðeins um fáa laxa
að ræða, en þá stóra. Þetta mætti
nefna framverði laxanna, því að þeir
ganga mjög dreift. Vitanlega eru þess-
ir fiskar orðnir veraldarvanir og sækja
á þekktar slóðir, en eftir því sem líð-
ur á tíma fer laxinn að ganga þéttara
og í stærri hópum. Mest ber á þessum
hópgöngum um mánaðamótin júní—
júlí eða jafnvel nokkru fyr. Gefur þá
að líta stórar vöður af laxi við árósana,
sem koma upp í yfirborð sjávar. Vöð-
ur þessar eru fleygmyndaðar, eins og
þegar helsingjarnir fljúga oddflug.
Einn lax fer fyrir vöðunni og hefir
hann forustuna. Þessi lax er stærri
vexti en félagar hans. Það er oft mik-