Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 14

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Page 14
allir sæmilegir veiðimenn láta sér annt um það, að særa ekki fiskinn að óþörfu og aflífa hann strax og þeir hafa náð honum á land, en láta hann ekki berj- ast um á árbökkunum. ÞAÐ er ákaflega misjafnt hvað menn eru fljótir að þreyta lax- inn. Vanir veiðimenn eru vanalega ekki meira en 15—20 mínútur að ná stórum löxum, en aðrir eru allt að því einn klukkutíma eða meir. Þetta kem- ur líka talsvert undir því hvernig til hagar, þar sem veitt er. Það er oftast, þegar laxinn hefir tekið flugu, að hann snýr sér skáhallt móti straum, frá veiðimanninum, og þegar hann finnur að eitthvað togar á móti honum stekk- ur hann oft 60—70 cm. upp úr vatn- inu og kastar sér um leið til hliðar frá veiðimanninum, en til þess að koma í veg fyrir að laxinn slíti, gefur veiði- maðurinn stöngina niður um leið og laxinn er að snerta vatnið, á niðurleið, og með því er fyrirbyggt að nokkuð verði úr átakinu. Veiðimaðurinn notar hvert tækifæri til þess að vinda inn lín- una, en annað kastið strekkir laxinn frá honum. Hann endurtekur stökkin 4—5 sinnum og alltaf verður að hafa vakandi auga á línunni. Laxinn fer að þreytast og snýr þá undan straum, en þá heldur hann ekki lengi út, því að vatnsþunginn þrýstir sér inn í tálknin og þreytir hann. Er þá vanalega skammt til þess að hægt sé að lenda laxinum. Ef fiskað er á flugu, verður oft að velja sérstaka staði í ánni til þess. Vanalega eru beztu veiðistaðirnir í strengjum og fljótum, þar sem þunga- straumur er. Neðan við fossa eða í ströngum straum er sjaldan hægt að fiska á flugu. Oftast er það vitað með Veitt í morgunmatinn. hverja á hvar helztu veiðistaðimir eru, bæði fyrir flugu og maðk. En það er samt ekki sama hvernig staðið er að veiðiskapnum. Það er ákveðin reynsla fyrir því, að eftir því sem veiðimaður- inn fer varlegar meðfram ánni, þess betri kost á hann á að fiska. Venjulega er það gott, þar sem því verður við komið, að standa út í ánni. Við það ber lægra á veiðimanninum, en laxinn virð- ist oft vera næmur fyrir öllum skugg- um, sem falla á vatnið, og það getur kveðið svo rammt að því, að hann hræðist jafnvel skugga af línunni. Það er meðal annars af þessari ástæðu, að vanalega er bezt að fiska þegar vind- ur gárar vatnið og vatnið verður dökk- blátt, en vitanlega tekur vatnið alltaf á sig lit loftsins, svo liturinn er mjög breytilegur. Það skiptir miklu máli, að veiðimennirnir séu í góðu skapi við veiðina, sem þeir og oftast eru, ef þeir hafa ekki orðið fyrir sérstökum óhöpp- um í byrjun. Það er til dæmis ekki gott að missa fyrstu laxana að morgni. — Mörgum hættir til að verða ergilegir, ef þeir geta kennt sjálfum sér um, en aftur á móti verða menn glaðari með hverjum laxinum, sem þeir ná, ef vel gengur. — Ef menn komast í lélegt skap, er bezt að hætta veiðinni urn stund. 12

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.