Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Síða 15
VEIÐIMENN eru oft kátir í sínum
hóp, sérstaklega ef þeir eru
nokkrir saman í tjaldi eða veiðimanna-
húsum. Þá eru sögur sagðar af afla-
brögðum liðinna tíma, en fáir munu
vilja taka fulla ábyrgð á að þær séu
allar sannleikanum samkvæmar. En
þetta gerir ekki svo mikið til, því að
þær eru þá vanalega endurgoldnar af
öðrum hliðstæðum sögum. Samt hefi
ég aldrei heyrt svo ósennilega sögu,
að henni hafi verið mótmælt í veiði-
mannahóp. Sérstaklega eru laxarnir,
sem veiðimenn missa, miklir fyrirferð-
ar, og myndu þeir verða sæmilega
þungir, ef kostur hefði verið á að vega
þá. Annars ,eru þær vogir, sem veiði-
menn nota, í hugum margra leyndar-
dómsfull áhöld, og ef mark væri á
þeim tekið, myndu þær reynast hag-
kvæmari seljanda en kaupanda, og
ganga um það margar kýmnisögur.
A 7IÐ höfum enn sem komið er kom-
* izt of skammt í stangaveiði-íþrótt-
inni, en þó hefir mikið unnizt á í rétta
átt á seinni árum. Til dæmis hefir hér
í Reykjavík verið starfandi félagsskap-
ur laxveiðimanna, sem samanstendur
af mörgum mjög góðum veiðimönnum,
en vöntun hefir verið á kennslu í þess-
ari íþróttagrein, og má því segja að
hún sé í barndómi hjá okkur, enda eru
tiltölulega fá ár síðan Islendingar fóru
að gefa sig að stangaveiði. Með hverju
ári sem líður hraðf jölgar þeim, sem við
stangaveiði fást, og það fer ekki hjá
því, með tíð og tíma, að stangaveiði
verði ein af okkar þjóðar-íþróttum. En
til þess að þetta megi takast, þurfum
við að hafa eitthvað til að fiska, en
mér er ekki grunlaust um, að full nærri
hafi nú verið gengið með netaveiði í
sumum ám landsins, og jafnvel notað-
ar aðferðir við veiðina, sem ekki eru
sæmandi þeim, sem vilja kallast góðir
veiðimenn. Til þess að bót verði ráðin
á þessu verða veiðimenn að taka hönd-
um saman til að koma í v.eg fyrir þann
ósóma, sem veiðimönnum hefir verið
borinn á brýn síðustu árin, sem því
miður er ekki með öllu að ástæðulausu.
Snjall veiðimaður
Þeir, sem fiska við Elliðavatn, munu
oft hafa séð ungan mann með veiði-
stöng í hönd, dökkan á brún og brá —
rogast með þunga byrði. Það er Valtýr
Guðmundsson. Hann hefir aðeins um fá
árabil fengist við stangarveiði, en náð
þeirri leikni, að margir líta til hans
hornauga, er fiskurinn þykir „tregur“.
— Nýskeð er liðið 25 ára afmæli þessa
ágæta veiðifélaga og vill blaðið í nafni
margra „Elliðavatns-manna“ árna hon-
um allra heilla. — Flugan er uppáhalds-
veiðiaðferð Valtýs, — og fer vel á því.
Butcher.
13