Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Side 23

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Side 23
tekur stundum fluguna ekki fyrr en hér um bil við botn, og er þá gott að hafa flugur á gildari eða þyngri önglum, og hafa þá hinar svokölluðu „Dverg“ laxa- flugur reynzt ágætlega, og skal þeirra lítið eitt getið hér síðar. r Aensku eru hinir ýmsu hlutir flug- unnar nefndir: Tail, Body, Hack- les, Wings and Heal. (Hali, búkur, hálsf jaðrir, sem eiga að vera fætur flug- unnar, vængir og höfuð). 1 halann, fæt- urna og vængina eru notaðar fjaðrir af ýmsum fuglategundum, svo sem af hænsnum, fasanfuglum, stokköndum, urtöndum, álftum og gæsum (litað) o. s. írv., í búkinn er mest notuð ull og lit- að selshár, einnig gull- og silfurvírar. Til munu vera milli 700—1000 „stand- ard“ tegundir af þessum svonefndu „Wet-flies“, og eru þær flestar með ensk- um nöfnum, sem annaðhvort eru í sam- bandi við þá fuglategund, sem fjaðrirn- ar eru af, og notaðar eru í vængi flug- unnar og litinn á búknum, eða þá að þær eru nefndar sérstökum nöfnum, eða „skírðar". Skulu hér tekin dæmi: Mallard and Claret. Búkurinn er þá vínrauður og fjaðrirnar, sem notaðar eru í vængina, af Mallard (stokkönd). Teal and Red. Búkurinn ljósrauður og fjaðrirnar í vængjunum af Teal (urt- önd), o. s. frv. Svo eru hinar, sem ganga undir skírn- arnöfnunum, t. d.: Alexandra. Butcher og Bloody Butcher. (Hinn blóðugi slátr- ari!) Peter Ross, Zulu (alsvört fluga, sbr. Zulu-negri) og svo meira að segja ein sem nefnist Jenny Lind! En eftir því sem veiðimenn láta af, mun þessi nafna hennar ekki hafa vakið eins mikla aodáun í heimi silunganna eins og hin heimskunna Jenny Lind gerði hjá okkur. Þekktustu flugutegundirnar, fyr- ir utan þær, sem að framan getur (að undanskilinni Jenny Lind!) og sem hafa reynzt bezt hér í vötnum og silungsám, eru Mallard, Teal, Grous, Heckham, Butcher og Wodd cock seríurnar, og al- gengustu stærðirnar eru no. 10, 11, 12, 13 og 14. verg-laxaflugur sem ég minntist á hér að framan, eru búnar til í sil- ungaflugustærðum og eru nákvæmlega stældar eftir hinum stærri og þekktustu laxaflugum og bera sömu nöfn, svo sem: Black Doctor, Silver Doctor, Dusty Mill- er, Jock Scott, Blue charm o.s.frv. Þess- ar flugur hafa reynst vel á sjóbirtings- veiðum og í vötnum, þegar flugan verð- ur að sökkva vel, vegna þess að önglarn- ir eru einnig smækkuð útgáfa af laxa- flugunöglum og eru heldur gildari og sterkari. Eftirfarandi ráðleggingar eiga byrj- endur að hafa í huga: Að gæta þess að flugan sé í vatninu (að straumurinn beri hana ekki upp í bakkann) og hafið augun með flugunni. Þegar kalt er í veðri þá látið fluguna sökkva vel og í heitu veðri notið litlar flugur (13—14) og fín girni (2x—3x), þá tekur fiskurinn oftast rétt í yfirborð- inu. Yngsti veiðimaöurinn Þetta er yngsti laxveiðimaður- inn, sem „Veiði- maðurinn“ veit um. Ekki þor- um vér að á- byrgjast, aS hann hafi sjálf- ur veitt laxinn Yngsti veiði- maðurinn heitir Þorsteinn, sonur Friðriks Þor- steinssonar hús- gagnasmiðs. 21

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.