Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 26

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 26
120 eru á hjólinu. Nú byrjar viður- eignin. Aðeins endrum og eins sé ég móta fyrir laxinum langt úti í straumn- um. Það blikar á hliðina á honum, þeg- ar hann veltir sér upp í strauminn. Eftir langt þóf næ ég sporðtaki á laxinum við bakkann, laxinn er nýleg- legur og fallegur, 31 pund að þyngd. — Vel byrjað, kallar Víglundur. Það er orðið kvöldsett, en þó næ ég enn tveim löxum, 27 og 25 punda hæng- um. Þegar næturrökkrið færist yfir dalinn, þá labba ég með fulla byrði til tjaldanna, fullviss um að þetta sé og verði bezti veiðitúrinn. Næsta dag kl. 5 er ég aftur á staðn- um og byrja efst á flúðinni, rólegur eins og nóttin, sem enn skyggir vatnið. Nú er komið hryssings-skúraveður með skýjabökkum við Ingólfsfjallið. Fyrst kasta ég nokkrum flugum í klukkutíma, svo smækka ég allt niður í nr. 2. Engin hreyfing! Ég er sáttur við allt og alla og hefi yndi af að þenja mig við köstin. Þetta er jafnvægisæfing með línuna, því að bakvið er skógur. Lengi hugsa ég meir um skóginn en laxinn, reyni að ná köstum sem hæstum án þess að ,strekkja‘ línuna um of, því að þá lendir allt í hrís- inu. Kl. ca. 8 lyftir fyrsti laxinn sér fram á breiðunni, „Meter eða meir“, hugsa ég, „bara rólega, hann kemur uppeftir“. Brátt byrjar hann að taka stórlax djúpt í álnum. Fyrsti laxinn er daufur. Ég næ honum upp fyrir og tek hann við bakkann. Litlu síðar byrjar sá aðgangur, er ég ávallt man, en þó ekki þannig að ég geti sagt frá því í réttri röð. Allan daginn tók stórlax (15—33 pd.) á næstum sama bletti, samfleytt í 10— 12 tíma. Á nokkurrar verulegrar hvíld- ar glímdi ég við laxana, sem tóku fram á flúðinni, kyppti þeim upp í álinn fyrir Við straumana. ofan og tók þá í sama vikið. Þetta gekk eins og í sögu; aðeins 1 lax tapaðist allan daginn (og meira að segja ekki sá stærsti!) Um kvöldið lágu 19 laxar á bakkanum og ég við hlið þeirra, steinþreyttur. KL 8 varð eg að hætta af þreytu, en þó tók laxinn ennþá, eins og í upphafi. Nú kom báturinn í góðar þarfir, þá varð ég að fara tvær ferðir. Það er nokkuð vanda- samt að stýra kaiak á Soginu, því straumurinn er ótrúlega þungur, og betra er að vera réttu megin við hring- iðurnar. En litli báturinn klífur vatnið og það kippir í stýristaumana, en hinn granni bátur sveigist eftir straumköst- unum. Báturinn er silfurlitaður, en dekk- ið blátt, innviðir gulbrúnir. Félagar mínir í tjöldunum eru ekki miklir veiðimenn, en er þeir sjá laxakösina, iðrast þeir þó eftir að hafa eytt deginum niður í Þrastalundi og við berjatínslu. Nú raða ég þessum 19 löxum á lind- arbarminn, silfurlitað hreistrið fer vel við gulan mosann. llhrygnur eru þarna næstum jafnar að stærð eða 18—20 pund. þær eru auðsjáanlega nýlega gengnar. Stærsti laxinn er 33 pund. Það er hængur með kyrfilega stórt kjálka- 24

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.